Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kveðjustundin

Albansk­ar fjöl­skyld­ur með lang­veik börn voru flutt­ar úr landi að næt­ur­lagi í lög­reglu­fylgd eft­ir að Út­lend­inga­stofn­un neit­aði þeim um dval­ar­leyfi. Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur mál­ið til skoð­un­ar.

Farið bara með þetta upp,“ segir einn úr hópi lögreglunnar. „Þeir geta beðið þar.“

Við erum á Keflavíkurflugvelli að fylgjast með brottflutningi albanskrar fjölskyldu sem var synjað um dvalarleyfi hér á landi. Við erum hér að næturlagi og enginn er á vellinum nema við, fjöldi lögreglu­manna og hópur hælisleitenda sem á að fara með sömu vél. Alls á að senda 26 einstaklinga úr landi í lögreglufylgd, þeirra á meðal eru fimm fjölskyldur og þar af tvær fjölskyldur frá Albaníu með langveik börn. Hinar fjölskyldurnar eru hvergi sýnilegar og eru sennilega þegar komnar upp. Lögreglu­maðurinn sem hefur sig mest í frammi og virðist stýra aðgerðum á vett­vangi fyrirskipar að um leið og búið sé að innrita fólk verði það strax fært upp á næstu hæð. Án þess að átta sig á því kallar hann fólkið sem á að flytja úr landi „þetta“. Orð hans stinga, en andrúms­loftið á vellinum er almennt eins afslappað og mögulegt er undir þessum kring­umstæðum. Tveir lögreglumenn fylgja hverjum einstaklingi, eða fjölskyldu, úr landi. Flestir virðast þeir reyna sitt til að gera ferðina eins bærilega og hægt er með vingjarnlegu viðmóti. Þegar búið er að innrita fjölskylduna gengur hún fram hjá okkur í fylgd lögreglunnar og fer upp rúllustigann á aðra hæð.

Aðfararnótt alþjóðadags mannréttinda

Við hittum fjölskylduna fyrst að heimili þeirra í Barmahlíð átta. Jólaljósin lýsa upp hverfið í myrkri næturinnar. Miðnætti nálgast og á morgun er alþjóðlegur dagur mannréttinda. Í nótt bíða tvær albanskar fjölskyldur hins vegar örlaga sinna. Eftir rúman klukkutíma mun lögreglan banka upp á og fylgja þeim úr landi með langveik börn, sem geta ekki fengið nauðsynlega 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár