Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Konur hættu eftirmeðferð við krabbameini vegna læknaskorts

Þær kon­ur sem hafa und­ir­geng­ist með­ferð við brjóstakrabba­meini hafa þurft að fresta lækni­svið­tali í allt að ár vegna skorts á lækn­um. Land­spít­al­inn hef­ur nú skert þjón­ust­una og til­kynnt kon­un­um að þær fái sím­tal við hjúk­un­ar­fræð­ing í stað lækni­svið­tals. Aldrei hafa ver­ið færri krabba­meins­lækn­ar starf­andi á Ís­landi frá því að krabba­meins­lækn­ing­ar urðu til sem sér­grein upp úr 1980.

Konur hættu eftirmeðferð við krabbameini vegna læknaskorts
Frá Landspítalanum Vegna skorts á krabbameinslæknum verður eftirlit með endurkomu krabbameins fært í hendurnar á hjúkrunarfræðingum. Mynd: Kristinn Magnússon

Vegna landflótta krabbameinslækna hafa konur í bata eftir meðferð við brjóstakrabbameini þurft að bíða í ár fram yfir þann tíma sem fyrirhugaður var eftir viðtali við lækni og eftirliti með endurkomu krabbameins.

Dæmi eru um að konur hafi látið af krabbameinsmeðferð eftir að lyfseðill rann út, þar sem ekki fékkst reglubundið viðtal hjá krabbameinslækni.

Göngudeild blóð- og krabbameinslækninga hefur nú sent tilkynningu á konur í bata eftir brjóstakrabbameinsmeðferð um að vegna skorts á krabbameinslæknum muni héðan í frá verða breytt verklag við eftirlit með endurkomu krabbameinsins. Í stað viðtala hjá krabbameinslæknum fái konurnar símtal frá hjúkrunarfræðingi.

Skert þjónusta boðuð með bréfi

„Undanfarið hefur Landspítali glímt við mikinn skort á sérfræðingum í krabbameinslækningum,“ segir í bréfinu frá göngudeild blóð- og krabbameinslækninga.

Konur sem glímt hafa við brjóstakrabbamein munu því ekki lengur sjálfkrafa hitta krabbameinslækni vegna eftirlits með endurkomu krabbameinsins eins og verið hefur. Fram að þessu hafa konurnar jafnan hitt sérhæfðan krabbameinslækni þrisvar fyrsta árið eftir greiningar, síðan á sex mánaða fresti og að lokum árlega þar til fimm ár eru liðin frá meðferð.

„Við erum í sögulegu lágmarki frá því að krabbameinslækningar urðu til sem sérgrein“

„Við erum í sögulegu lágmarki frá því að krabbameinslækningar urðu til sem sérgrein upp úr 1980,“ segir Ásgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir hjá Landspítala. 

Árs seinkun á viðtölum

Ásgerður segir að staðan hafi verið orðin svo slæm, vegna manneklu, að konur hafi jafnvel hætt áframhaldandi lyfjameðferð. „Biðtímarnir voru orðnir óásættanlega langir. Það voru dæmi um að konum væri að seinka í viðtöl í allt að 12 mánuði. Biðin umfram þann tíma sem konur áttu að koma lengdist um allt að tólf mánuði. Það datt þá niður þetta viðtal, og skoðun og myndataka. Í vissum tilfellum féll lyfjameðferðin niður,“ segir Ásgerður. 

Hún segist ekki geta nefnt fjölda þeirra kvenna sem hætti krabbameinsmeðferð vegna skorts á læknum og mikils biðtíma eftir viðtölum. „Þetta eru ekki mörg tilvik. Oft höfðu konur samband og fengu lyfin endurnýjuð. Í einhverjum tilvikum féll meðferðin niður. Það er óæskilegt.“

Húsnæðismálin hrekja lækna úr landi

Að mati Ásgerðar hafa húsnæðismál Landspítalans einna mest áhrif á þá ákvörðun ungra lækna að starfa erlendis frekar en á Íslandi. „Það eru fjölþættar skýringar. Að miklu leyti hvernig staðan í heilbrigðiskerfinu hefur verið. Það hefur lengi staðið til að byggja nýjan spítala, en framkvæmdin á því er ekki komin vel af stað. Við búum við mikinn húsnæðisskort. Það hefur mjög mikil áhrif á vinnuumhverfi,“ segir hún. „Það gengur mjög illa að byggja upp einingar, meðal annars brjóstamiðstöð, eins og gerist best erlendis. Við höfum ekki húsnæði til að gera það sem við höfum verið að reyna að koma af stað þar. Þótt við séum að vinna eftir slíku módeli. Húsnæðismálin eru lykilatriði í því að fólk ákveði að fara aftur úr landi eða velji að koma ekki heim úr sérnámi. Við höfum orðið fyrir hvoru tveggja. Við höfum orðið fyrir því að margir ungir krabbameinslæknar fara aftur út og svo að þeir komi ekki heim eftir sérnám.“

Reynt að einkavæða aðgerðir vegna brjóstakrabbameins

Á sama tíma og verulegur skortur hefur verið á krabbameinslæknum hefur aukist þrýstingur á að einkavæða meðferðir við brjóstakrabbameini. Í október 2014 lögðu forsvarsmenn lækningafyrirtækisins Klíníkurinnar ehf. til við heilbrigðisráðuneytið að stofnuð yrði og starfrækt einkarekin brjóstamiðstöð sem átti að þjónusta konur með brjóstakrabbamein og framkvæma fyrirbyggjandi aðgerðir á þeim sem eru arfberar fyrir stökkbreytingarnar BRCAI og BRCAII, sem auka verulega líkur á brjóstakrabbameini.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið afstöðu til þess hvort Sjúkratryggingar Íslands ættu að gera samning við Klíníkina um að ríkið niðurgreiði aðgerðir hjá Klíníkinni.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni í janúar að niðurskurður hefði „kallað fram hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar um að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið“. Þá sagði hann að ríkisstjórnin hefði gert heilbrigðismál að forgangsverkefni. „Aukin útgjöld til heilbrigðismála á síðustu árum hafa ekki náð að lækna þessi hughrif.“ 

Stundin ræddi við konu sem er í bata eftir brjóstakrabbameinsmeðferð og fékk tilkynningu um breytt verklag í eftirmeðferð. „Þetta var náttúrlega ekkert í líkingu við það að hitta sjálfan lækninn,“ sagði hún.

Bréf til kvenna í eftirliti eftir krabbameinsmeðferð

Skert þjónusta við konur í bata af brjóstakrabbameini útskýrð í bréfi

Undanfarið hefur Landspítali glímt við mikinn skort á sérfræðingum í krabbameinslækningum. Þeir sérfræðingar sem eru í vinnu hjá okkur eru því störfum hlaðnir og hafa haft fleiri verkefni en þeir hafa með góðu móti komist yfir. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að bið eftir eftirliti hefur lengst. 

Gagnger endurskoðun hefur undanfarið farið fram á vinnu sérfræðinganna og annarra á krabbameinseiningunni, í því skyni að nýta krafta þeirra sem best í þeim verkefnum sem þeir einir geta sinnt, s.s. krabbameinslyfjameðferð og halda þannig uppi þeirri mikilvægu þjónustu við sjúklinga spítalans. 

Til að styrkja þjónustuna munu hjúkrunarfræðingar koma í auknum mæli að eftirliti brjóstakrabbameinsgreindra, sem er í samræmi við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. 

Þú mátt því eiga von á því að hjúkrunarfræðingar deildarinnar muni hringja í þig á næstu mánuðum og fara yfir stöðuna. Hann mun síðan vera í sambandi við krabbameinslækni eftir því sem við á.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár