Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Geðraskanir: Kostnaðurinn af aðhaldinu

Ís­lend­ing­ar eiga met í lyfja­notk­un en að­gengi að sál­fræð­ing­um er tak­mark­að. Kostn­að­ur­inn af geðrösk­un­um er tal­inn vera minnst 24 millj­arð­ar á ári. Engu að síð­ur eru sam­tök eins og Hug­arafl, sem vinna að bata fólks með geðrask­an­ir, í upp­námi vegna óvissu um fjár­fram­lög.

Geðraskanir: Kostnaðurinn af aðhaldinu
Þjónustan í uppnámi Ef fram fer sem horfir verður Eiríkur að finna sér annað starf í haust. Á sama tíma og úrræði á borð við Hugarafl er í uppnámi vegna skertra styrkja frá ríkinu hefur vanlíðan ungmenna farið vaxandi og sjálfsvígssímtölum í Hjálparsímann 1717 fjölgað ár frá ári. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það þarf náttúrlega einhverja geðveiki til þess að sjá ekki hvað þetta er frábært land sem við búum á,“ sagði Bjarni Benediktsson í áramótauppgjörsþættinum Kryddsíld á Stöð 2 á gamlársdag og benti jafnframt á að lífsgæði væru mikil hér á landi á nánast hvaða mælikvarða sem er. Líkur eru hins vegar á að þeir sem raunverulega glími við geðveiki sjái einmitt ekki hversu frábært það er að búa á Íslandi, því staðreyndin er sú að Íslendingar eru heimsmeistarar í notkun þunglyndislyfja, mikil aukning hefur orðið í notkun svefnlyfja meðal barna á síðustu árum og örorka vegna geðraskana fer vaxandi meðal ungs fólks.

Hjálparsími Rauða krossins tekur á móti rúmlega einu og hálfu sjálfsvígssímtali á dag og þá hefur ríkisstjórn Bjarna skorið niður styrki til samtakanna Hugarafls um 80 prósent, en samtökin sérhæfa sig í endurhæfingu og valdeflingu þeirra sem glíma við geðheilbrigðisvandamál.

Óljóst hvenær loforð um niðurgreidda sálfræðiþjónustu verður að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu