Þessi grein er meira en 4 ára gömul.

Konungar verkalýðsins

Laun formanna verka­lýðs­fé­lag­anna hafa í mörg­um til­vik­um hækk­að langt um­fram með­al­laun. Nýr formað­ur VR vill að for­seti ASÍ segi af sér. Laun for­seta ASÍ hafa hækk­að langt um­fram með­al­laun frá alda­mót­um. Formað­ur VR hót­ar að „boða til frek­ari bylt­inga inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar“ ef ekki verð­ur hlustað á fólk. Stund­in spurði for­menn þrjá­tíu verka­lýðs­fé­laga um laun þeirra og hlunn­indi.

Laun formanna verka­lýðs­fé­lag­anna hafa í mörg­um til­vik­um hækk­að langt um­fram með­al­laun. Nýr formað­ur VR vill að for­seti ASÍ segi af sér. Laun for­seta ASÍ hafa hækk­að langt um­fram með­al­laun frá alda­mót­um. Formað­ur VR hót­ar að „boða til frek­ari bylt­inga inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar“ ef ekki verð­ur hlustað á fólk. Stund­in spurði for­menn þrjá­tíu verka­lýðs­fé­laga um laun þeirra og hlunn­indi.

„Ef þú ert verkalýðsleiðtogi, ekki skera þér stærri sneið en þú ert tilbúinn til að skera fyrir aðra,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR. „Ekki taka þér meiri hækkanir en þú ert tilbúinn til að semja fyrir félagsmenn þína. Það er algjört prinsippmál. Ef þú getur ekki haldið því prinsippi, þá áttu að finna þér eitthvað annað að gera.“

Ragnar Þór hefur vakið athygli fyrir hispurslausa gagnrýni sína á verkalýðshreyfinguna og fyrrverandi formann VR, Ólafíu B. Rafnsdóttur, sem hann segir hafa gefið sjálfri sér launahækkanir sem hafi verið úr samhengi við hækkanir félagsmanna. Sjálfur segist hann vera búinn að skrifa undir samning hjá launanefnd VR um 300 þúsund króna lægri laun en Ólafía hafði.

Ragnar segir að þegar hann hafi verið kosinn inn í stjórn VR árið 2009 hafi laun formanns verið alltof há, um tvær milljónir, og því verið skapað launafyrirkomulag sem fylgdi launaþróun VR-félaga. „Það sem gerist síðan 2015, er að fráfarandi formaður fer út fyrir þessa línu. Ég er búinn að fara á fund launanefndar og skrifa undir samning til að lækka laun mín um það sem nemur hækkun fyrrverandi formanns umfram það sem aðrir félagsmenn fengu.“

Sérfræðingar taka við forystu

Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur og höfundur bókar um sögu Alþýðusambands Íslands, segir að skilið hafi á milli almenns launafólks og leiðtoga verkalýðsfélaga í kjörum. Hefðin hafi verið sú að formenn verkalýðsfélaganna væru ekki með há laun. „En þetta hefur breyst,“ segir hann. „Það er rétt um 1980 sem sérfræðingar fara þarna í forystu, eins og Ásmundur Stefánsson. Þeir gerðu aðrar kröfur, býst ég við. Ásmundur varð forseti um 1980, áður hafði hann verið framkvæmdastjóri á ákveðnum launum. En ég sé samhengi þar á milli, að háskólamenntaðir menn hafa viðmiðanir annars staðar í samfélaginu. Mér dettur í hug að í seinni tíð sé þetta líka nátengt sambandi verkalýðsfélaganna og lífeyrissjóðanna. Framkvæmdastjórar lífeyrissjóðanna hafa náttúrlega verið á furðulegum launum síðustu 20 til 30 ár.“

Varðandi það hvort meðlimir stéttarfélaganna séu nú í raun í allt annarri stétt en formenn þeirra, sem eiga að gæta hagsmuna meðlimanna, segir Sumarliði að það hafi þekkst áður að formenn verkalýðsfélaga væru af annarri stétt en meðlimirnir, en það hafi þá ekki verið vegna greiðslna frá félögunum. „Þetta er náttúrlega önnur staða. Að vísu er þetta ekki einhlítt. Hannibal Valdimarsson var ekki verkamaður, þó að hann væri í forystu verkalýðsfélags. Hann var kennari, sem var kallaður inn í þetta 1930 af því að það var ekki hægt að reka hann úr vinnu, meðal annars.“

Sumarliði segir að fram að níunda áratugnum hafi formennirnir vaxið upp innan stéttar sinnar. „Formaður Eflingar, Sigurður Bessason, er náttúrlega bara upprunninn úr hreyfingunni. Og Benedikt Davíðsson og Grétar Þorsteinsson, sem voru á undan Gylfa Arnbjörnssyni, voru upprunnir úr hreyfingunni líka. En þeir voru búnir að vera í starfi lengi fyrir sín eigin fagfélög. Almenna reglan er að fram til um 1980 eða 1990 var bilið minna en seinna varð.“

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Hlutverk atvinnurekenda að sýna „auðmýkt og sanngirni“
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

Hlut­verk at­vinnu­rek­enda að sýna „auð­mýkt og sann­girni“

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, seg­ir að staða fé­lags­manna sé mjög veik. Þar ríki mik­ið at­vinnu­leysi og um helm­ing­ur hafi neit­að sér um heil­brigð­is­þjón­ustu síð­ustu sex mán­uði, tæp­lega helm­ing­ur Efl­ing­ar­kvenna eigi erfitt með að ná end­um sam­an og fjórð­ung­ur karla hef­ur varla tek­ið sum­ar­frí í fimm ár. Nú þurfi að hverfa frá grimmri stefnu og inn­leiða auð­mýkt og sann­girni á vinnu­mark­aði.
„Leið vaxtar er farsælasta leiðin fram á við“
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Leið vaxt­ar er far­sæl­asta leið­in fram á við“

Sig­urð­ur Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, tel­ur að besta leið­in til að auka gæði lands­manna til lengri tíma sé að bæta rekstr­ar­skil­yrði nú­ver­andi at­vinnu­greina og byggja upp fyr­ir nýj­an iðn­að.
Þarf að tryggja að fólk gefist ekki upp
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

Þarf að tryggja að fólk gef­ist ekki upp

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, seg­ir að í end­ur­reisn Ís­lands sé hætt­an sú að fólk ör­magn­ist vegna þess að það stend­ur ekki und­ir press­unni. Um leið og það fær rými til að anda og tíma til þess að gera upp álag og erf­ið­leika þá hef­ur það skelfi­leg lang­tíma­áhrif.
385. spurningaþraut: Hverjir voru eiginmaður og elskhugi Guinevere drottningar?
Þrautir10 af öllu tagi

385. spurn­inga­þraut: Hverj­ir voru eig­in­mað­ur og elsk­hugi Guinev­ere drottn­ing­ar?

Þraut­in frá í gær. Var­stú bú­in/n að prófa hana? * Fyrri auka­spurn­ing: Hverj­ir prýða mynd­ina hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Reg­in­ald Kenn­eth Dwig­ht, hvað kall­ar hann sig aft­ur? 2.  Ár hvaða dýrs er nú í gangi sam­kvæmt kín­verskri stjörnu­speki? 3.  Hvað hét grín­flokk­ur­inn sem bauð fram í al­þing­is­kosn­ing­un­um 1971? 4.  Jor­d­an Peter­son heit­ir um­deild­ur sál­fræð­ing­ur sem hef­ur, að sögn, lagt...
„Aukin umsvif einkageirans er eina leiðin út úr kreppunni“
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Auk­in um­svif einka­geir­ans er eina leið­in út úr krepp­unni“

Hall­dór Benjam­in Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að eina leið­in út úr efna­hags­lægð­inni sem fylg­ir heims­far­aldr­in­um sé einkafram­tak­ið. Nú þurfi að sporna gegn auknu at­vinnu­leysi.
„Stærra bótakerfi tekur ekki á vandanum“
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Stærra bóta­kerfi tek­ur ekki á vand­an­um“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, seg­ir stærra bóta­kerfi ekki leysa neinn vanda held­ur þurfi að fjölga störf­um til að stoppa í fjár­lagagat­ið.
Norræn samtök heimilislækna fordæma skrif heimilislæknis
Fréttir

Nor­ræn sam­tök heim­il­is­lækna for­dæma skrif heim­il­is­lækn­is

Siðanefnd Lækna­fé­lags Ís­lands hef­ur feng­ið ábend­ing­ar vegna niðr­andi um­mæla Guð­mund­ar Páls­son­ar heim­il­is­lækn­is á sam­fé­lags­miðl­um er varð­ar bæði kon­ur og að­ila í minni­hluta­hóp­um. Lækna­fé­lag­ið tek­ur ekki af­stöðu í ein­staka mál­um en sam­tök nor­rænna heim­il­is­lækna gera það hins veg­ar og hafa for­dæmt skrif Guð­mund­ar.
„Okkur vantar atvinnustefnu“
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Okk­ur vant­ar at­vinnu­stefnu“

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, seg­ir ekki nóg að treysta á að allt komi upp í hend­urn­ar á okk­ur, hvort sem það sé síld­in, loðn­an eða túrist­inn. Nú þurfi að ein­blína á fjöl­breytt­ari tæki­færi, bæði í ný­sköp­un, land­bún­aði, græn­um störf­um og fleira.
384. spurningaþraut: Hér reynir verulega á þekkingu fólks á utanríkisráðherrum!
Þrautir10 af öllu tagi

384. spurn­inga­þraut: Hér reyn­ir veru­lega á þekk­ingu fólks á ut­an­rík­is­ráð­herr­um!

Gær frá þraut­in í. * Fyrri auka­spurn­ing. Á mynd­inni að of­an má sjá eina fræga film­stjörnu fyrri tíma. Hvað hét hún? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Fjár­hættu­spil­ið póker hef­ur stund­um ver­ið rak­ið langt aft­ur í tím­ann, en raun­in mun þó vera sú að það hafi í raun­inni þró­ast í nú­tíma­mynd sinni í einu til­teknu ríki á 19. öld. Hvaða ríki er það?...
Ölli Krókur, Skvetta og einn á hjóli
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Ölli Krók­ur, Skvetta og einn á hjóli

Öskrað gegn óréttlæti
FréttirMetoo

Öskr­að gegn órétt­læti

Hóp­ur kvenna safn­að­ist sam­an fyr­ir ut­an Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur um há­deg­is­bil í dag til að öskra gegn órétt­læti og með sam­stöðu fyr­ir þo­lend­um kyn­ferð­isof­beld­is
Siðprúðasti her í heimi slátrar börnum
Símon Vestarr
Blogg

Símon Vestarr

Sið­prúð­asti her í heimi slátr­ar börn­um

Jæja, hvað á að segja um „eina lýð­ræð­is­rík­ið“ í Mið-Aust­ur­lönd­um? Er eitt­hvað hægt að segja sem ekki hef­ur ver­ið tí­und­að millj­ón sinn­um? 119 Palestínu­menn í valn­um, þar af 31 barn. Átta Ísra­els­menn. Og að­drag­and­inn var ekk­ert sér­stak­lega frum­leg­ur held­ur. Ísra­els­menn halda upp­tekn­um hætti og vísa fjór­um tug­um Palestínu­manna (þar af tíu börn­um) út af heim­il­um sín­um til að rýma...