Þessi grein er meira en 4 ára gömul.

Konungar verkalýðsins

Laun formanna verka­lýðs­fé­lag­anna hafa í mörg­um til­vik­um hækk­að langt um­fram með­al­laun. Nýr formað­ur VR vill að for­seti ASÍ segi af sér. Laun for­seta ASÍ hafa hækk­að langt um­fram með­al­laun frá alda­mót­um. Formað­ur VR hót­ar að „boða til frek­ari bylt­inga inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar“ ef ekki verð­ur hlustað á fólk. Stund­in spurði for­menn þrjá­tíu verka­lýðs­fé­laga um laun þeirra og hlunn­indi.

Laun formanna verka­lýðs­fé­lag­anna hafa í mörg­um til­vik­um hækk­að langt um­fram með­al­laun. Nýr formað­ur VR vill að for­seti ASÍ segi af sér. Laun for­seta ASÍ hafa hækk­að langt um­fram með­al­laun frá alda­mót­um. Formað­ur VR hót­ar að „boða til frek­ari bylt­inga inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar“ ef ekki verð­ur hlustað á fólk. Stund­in spurði for­menn þrjá­tíu verka­lýðs­fé­laga um laun þeirra og hlunn­indi.

„Ef þú ert verkalýðsleiðtogi, ekki skera þér stærri sneið en þú ert tilbúinn til að skera fyrir aðra,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR. „Ekki taka þér meiri hækkanir en þú ert tilbúinn til að semja fyrir félagsmenn þína. Það er algjört prinsippmál. Ef þú getur ekki haldið því prinsippi, þá áttu að finna þér eitthvað annað að gera.“

Ragnar Þór hefur vakið athygli fyrir hispurslausa gagnrýni sína á verkalýðshreyfinguna og fyrrverandi formann VR, Ólafíu B. Rafnsdóttur, sem hann segir hafa gefið sjálfri sér launahækkanir sem hafi verið úr samhengi við hækkanir félagsmanna. Sjálfur segist hann vera búinn að skrifa undir samning hjá launanefnd VR um 300 þúsund króna lægri laun en Ólafía hafði.

Ragnar segir að þegar hann hafi verið kosinn inn í stjórn VR árið 2009 hafi laun formanns verið alltof há, um tvær milljónir, og því verið skapað launafyrirkomulag sem fylgdi launaþróun VR-félaga. „Það sem gerist síðan 2015, er að fráfarandi formaður fer út fyrir þessa línu. Ég er búinn að fara á fund launanefndar og skrifa undir samning til að lækka laun mín um það sem nemur hækkun fyrrverandi formanns umfram það sem aðrir félagsmenn fengu.“

Sérfræðingar taka við forystu

Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur og höfundur bókar um sögu Alþýðusambands Íslands, segir að skilið hafi á milli almenns launafólks og leiðtoga verkalýðsfélaga í kjörum. Hefðin hafi verið sú að formenn verkalýðsfélaganna væru ekki með há laun. „En þetta hefur breyst,“ segir hann. „Það er rétt um 1980 sem sérfræðingar fara þarna í forystu, eins og Ásmundur Stefánsson. Þeir gerðu aðrar kröfur, býst ég við. Ásmundur varð forseti um 1980, áður hafði hann verið framkvæmdastjóri á ákveðnum launum. En ég sé samhengi þar á milli, að háskólamenntaðir menn hafa viðmiðanir annars staðar í samfélaginu. Mér dettur í hug að í seinni tíð sé þetta líka nátengt sambandi verkalýðsfélaganna og lífeyrissjóðanna. Framkvæmdastjórar lífeyrissjóðanna hafa náttúrlega verið á furðulegum launum síðustu 20 til 30 ár.“

Varðandi það hvort meðlimir stéttarfélaganna séu nú í raun í allt annarri stétt en formenn þeirra, sem eiga að gæta hagsmuna meðlimanna, segir Sumarliði að það hafi þekkst áður að formenn verkalýðsfélaga væru af annarri stétt en meðlimirnir, en það hafi þá ekki verið vegna greiðslna frá félögunum. „Þetta er náttúrlega önnur staða. Að vísu er þetta ekki einhlítt. Hannibal Valdimarsson var ekki verkamaður, þó að hann væri í forystu verkalýðsfélags. Hann var kennari, sem var kallaður inn í þetta 1930 af því að það var ekki hægt að reka hann úr vinnu, meðal annars.“

Sumarliði segir að fram að níunda áratugnum hafi formennirnir vaxið upp innan stéttar sinnar. „Formaður Eflingar, Sigurður Bessason, er náttúrlega bara upprunninn úr hreyfingunni. Og Benedikt Davíðsson og Grétar Þorsteinsson, sem voru á undan Gylfa Arnbjörnssyni, voru upprunnir úr hreyfingunni líka. En þeir voru búnir að vera í starfi lengi fyrir sín eigin fagfélög. Almenna reglan er að fram til um 1980 eða 1990 var bilið minna en seinna varð.“

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Hverir, hvít úlpa og svartur bakpoki
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Hver­ir, hvít úlpa og svart­ur bak­poki

Þessi finnski ferða­lang­ur var að skoða hvera­svæð­ið við Sel­tún í morg­un, á leið sinni að gos­inu í Fagra­dals­fjalli. En Reykja­nesskag­inn er yngsti hluti Ís­lands og á hon­um eru 5 eld­stöðva­kerfi. Krýsu­vík­ur­kerf­ið, þar sem hvera­svæð­ið í Sel­túni ligg­ur, er tal­ið það hættu­leg­asta vegna ná­lægð­ar sinn­ar við höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Fagra­dals­fjall, vest­an við það, var tal­ið það mein­laus­asta - enda hef­ur ekki gos­ið þar í 6.000 ár þang­að til nú. Reykja­neseld­arn­ir (1210 til 1240) voru síð­ustu gos fyr­ir Geld­inga­dal­ina, þær ham­far­ir voru vest­ast á nes­inu, með­al ann­ars mynd­að­ist Eld­ey í þeirri 30 ára löngu gos­hrinu.
Stúlkurnar af Laugalandi segja Ásmund Einar hunsa sig
FréttirLaugaland/Varpholt

Stúlk­urn­ar af Laugalandi segja Ásmund Ein­ar hunsa sig

Kon­ur sem lýst hafa því að hafa ver­ið beitt­ar of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi hafa ekki feng­ið svar við tölvu­pósti sem var send­ur Ásmundi Ein­ari Daða­syni fé­lags­mála­ráð­herra fyr­ir átján dög­um síð­an „Það átti greini­lega aldrei að fara fram nein al­vöru rann­sókn,“ seg­ir Gígja Skúla­dótt­ir.
Hækka verð eftir að hafa greitt sér tæplega 770 milljóna arð úr fyrirtæki í einokunarstöðu
Úttekt

Hækka verð eft­ir að hafa greitt sér tæp­lega 770 millj­óna arð úr fyr­ir­tæki í ein­ok­un­ar­stöðu

Ís­lenska léna­fyr­ir­tæk­ið ISNIC hækk­ar verð á .is-lén­um um 5 pró­sent. Fyr­ir­tæk­ið er í ein­ok­un­ar­stöðu með sölu á heima­síð­um sem bera lén­ið og hef­ur Póst- og fjar­skipta­stofn­un bent á að það sé óeðli­legt að einka­fyr­ir­tæki sé í þess­ari stöðu.
351. spurningaþraut: Rangifer tarandus, Benali, Saint-Exupéry, Timbúktú?
Þrautir10 af öllu tagi

351. spurn­inga­þraut: Rangi­fer tar­and­us, Benali, Saint-Exupéry, Timbúktú?

Þraut gær­dags­ins. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er kon­an á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hver var for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands þeg­ar síð­ari heims­styrj­öld­in hófst? 2.   En hver var for­sæt­is­ráð­herra þeg­ar styrj­öld­inni lauk? 3.   Fyr­ir hvaða flokk sat verka­lýðs­leið­tog­inn Að­al­heið­ur Bjarn­freðs­dótt­ir á þingi 1987-1991? 4.   Hvað er stærst í frá­sög­ur fært um fjall­ið Denali? 5.   Rangi­fer tar­and­us er lat­neska nafn­ið á...
120 þúsund fórust við skurðgröft fyrir 2.500 árum — eða hvað?
Flækjusagan

120 þús­und fór­ust við skurð­gröft fyr­ir 2.500 ár­um — eða hvað?

Súez-skurð­ur­inn var í sviðs­ljós­inu eft­ir að risa­skip­ið Ever Gi­ven strand­aði þar. Þessi merki­legi skurð­ur var tek­inn í notk­un 1869 en í mörg þús­und ár höfðu menn leit­ast við að tengja Mið­jarð­ar­haf og Rauða­haf­ið með því að grafa skurð með handafli frá Nílarfljóti um Bitru­vötn og svo til sjáv­ar við Súez-flóa.
Hvað ef ég missi vinnuna?
Gunnhildur Sveinsdóttir
Pistill

Gunnhildur Sveinsdóttir

Hvað ef ég missi vinn­una?

Sál­fræð­ing­ur fer yf­ir leið­ir til að tak­ast á við áhyggj­ur.
Aðgangsmiði að heilbrigðu og líflegu samfélagi
Blogg

Þorbergur Þórsson

Að­gangs­miði að heil­brigðu og líf­legu sam­fé­lagi

Nú þarf að breyta sótt­varn­ar­lög­um hið bráð­asta. Herða á sótt­vörn­um á landa­mær­um lands­ins. Þeg­ar sótt­varn­ir á landa­mær­um hafa ver­ið hert­ar og all­ir sem hing­að koma þurfa að dvelja nógu lengi á sótt­kví­ar­hót­el­um til þess að smit­hætta verði hverf­andi, kemst líf­ið í land­inu í eðli­legt horf. Vissu­lega með færra ferða­fólki. En dvöl í fá­eina daga á til­breyt­ing­ar­litlu hót­el­her­bergi verð­ur þá að­gangs­miði...
Gjaldþrot fyrirtækja í eigu Sigga hakkara upp á meira en 300 milljónir króna
Fréttir

Gjald­þrot fyr­ir­tækja í eigu Sigga hakk­ara upp á meira en 300 millj­ón­ir króna

Fé­lög skráð á Sig­urð Þórð­ar­son skulda um 113 millj­ón­ir í op­in­ber gjöld og 9 millj­ón­ir króna í líf­eyr­is­sjóði.
Ísland er eftir á í aðlögun innflytjenda
Úttekt

Ís­land er eft­ir á í að­lög­un inn­flytj­enda

Anna Wojtyńska, nýdoktor í mann­fræði við Há­skóla Ís­lands, er helsti sér­fræð­ing­ur lands­ins þeg­ar kem­ur að rann­sókn­um um pólska inn­flytj­end­ur hér á landi. Að henn­ar mati hef­ur stefna og við­mót ís­lensks sam­fé­lags leitt til þess að hæfni inn­flytj­enda nýt­ist ekki en þeir fá sjald­an tæki­færi til að kom­ast úr lág­launa­störf­um.
350. spurningaþraut: Frægir íþróttamenn fyrr og nú
Þrautir10 af öllu tagi

350. spurn­inga­þraut: Fræg­ir íþrótta­menn fyrr og nú

Hlekk­ur­inn frá í gær. * Á þess­um ein­stak­lega sól­ríka sunnu­degi (þetta er skrif­að fyr­ir tæpri viku svo ég tek enga ábyrgð á hvort það er í raun­inni sól­skin), þá skul­uði grafa upp úr minn­inu fræga íþrótta­menn — því nú þarf að þekkja tólf slíka. Auka­spurn­ing­arn­ar eru um íþrótta­menn aft­an úr forneskju, en að­al­spurn­ing­arn­ar eru með einni und­an­tekn­ingu um íþrótta­menn sem...
Litla stelpan með vonina
Elísabet Jökulsdóttir
Pistill

Elísabet Jökulsdóttir

Litla stelp­an með von­ina

Kvíð­inn sem fylg­ir því að vera með fram­tíð­ina á bak­inu.
Það skiptir máli hvernig við tjáum okkur
Dagmar Kristinsdóttir
Pistill

Dagmar Kristinsdóttir

Það skipt­ir máli hvernig við tjá­um okk­ur

Við get­um haft áhrif með orð­um okk­ar, vak­ið til um­hugs­un­ar, feng­ið fólk til að skipta um skoð­un og jafn­vel breyta um hegð­un.