Konungar verkalýðsins

Laun formanna verkalýðsfélaganna hafa í mörgum tilvikum hækkað langt umfram meðallaun. Nýr formaður VR vill að forseti ASÍ segi af sér. Laun forseta ASÍ hafa hækkað langt umfram meðallaun frá aldamótum. Formaður VR hótar að „boða til frekari byltinga innan verkalýðshreyfingarinnar“ ef ekki verður hlustað á fólk. Stundin spurði formenn þrjátíu verkalýðsfélaga um laun þeirra og hlunnindi.

ritstjorn@stundin.is

„Ef þú ert verkalýðsleiðtogi, ekki skera þér stærri sneið en þú ert tilbúinn til að skera fyrir aðra,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR. „Ekki taka þér meiri hækkanir en þú ert tilbúinn til að semja fyrir félagsmenn þína. Það er algjört prinsippmál. Ef þú getur ekki haldið því prinsippi, þá áttu að finna þér eitthvað annað að gera.“

Ragnar Þór hefur vakið athygli fyrir hispurslausa gagnrýni sína á verkalýðshreyfinguna og fyrrverandi formann VR, Ólafíu B. Rafnsdóttur, sem hann segir hafa gefið sjálfri sér launahækkanir sem hafi verið úr samhengi við hækkanir félagsmanna. Sjálfur segist hann vera búinn að skrifa undir samning hjá launanefnd VR um 300 þúsund króna lægri laun en Ólafía hafði.

Ragnar segir að þegar hann hafi verið kosinn inn í stjórn VR árið 2009 hafi laun formanns verið alltof há, um tvær milljónir, og því verið skapað launafyrirkomulag sem fylgdi launaþróun VR-félaga. „Það sem gerist síðan 2015, er að fráfarandi formaður fer út fyrir þessa línu. Ég er búinn að fara á fund launanefndar og skrifa undir samning til að lækka laun mín um það sem nemur hækkun fyrrverandi formanns umfram það sem aðrir félagsmenn fengu.“

Sérfræðingar taka við forystu

Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur og höfundur bókar um sögu Alþýðusambands Íslands, segir að skilið hafi á milli almenns launafólks og leiðtoga verkalýðsfélaga í kjörum. Hefðin hafi verið sú að formenn verkalýðsfélaganna væru ekki með há laun. „En þetta hefur breyst,“ segir hann. „Það er rétt um 1980 sem sérfræðingar fara þarna í forystu, eins og Ásmundur Stefánsson. Þeir gerðu aðrar kröfur, býst ég við. Ásmundur varð forseti um 1980, áður hafði hann verið framkvæmdastjóri á ákveðnum launum. En ég sé samhengi þar á milli, að háskólamenntaðir menn hafa viðmiðanir annars staðar í samfélaginu. Mér dettur í hug að í seinni tíð sé þetta líka nátengt sambandi verkalýðsfélaganna og lífeyrissjóðanna. Framkvæmdastjórar lífeyrissjóðanna hafa náttúrlega verið á furðulegum launum síðustu 20 til 30 ár.“

Varðandi það hvort meðlimir stéttarfélaganna séu nú í raun í allt annarri stétt en formenn þeirra, sem eiga að gæta hagsmuna meðlimanna, segir Sumarliði að það hafi þekkst áður að formenn verkalýðsfélaga væru af annarri stétt en meðlimirnir, en það hafi þá ekki verið vegna greiðslna frá félögunum. „Þetta er náttúrlega önnur staða. Að vísu er þetta ekki einhlítt. Hannibal Valdimarsson var ekki verkamaður, þó að hann væri í forystu verkalýðsfélags. Hann var kennari, sem var kallaður inn í þetta 1930 af því að það var ekki hægt að reka hann úr vinnu, meðal annars.“

Sumarliði segir að fram að níunda áratugnum hafi formennirnir vaxið upp innan stéttar sinnar. „Formaður Eflingar, Sigurður Bessason, er náttúrlega bara upprunninn úr hreyfingunni. Og Benedikt Davíðsson og Grétar Þorsteinsson, sem voru á undan Gylfa Arnbjörnssyni, voru upprunnir úr hreyfingunni líka. En þeir voru búnir að vera í starfi lengi fyrir sín eigin fagfélög. Almenna reglan er að fram til um 1980 eða 1990 var bilið minna en seinna varð.“

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Við mælum með

„Það byltingarkenndasta sem karlar geta gert er að hlusta á konur“

„Það byltingarkenndasta sem karlar geta gert er að hlusta á konur“

·
Byggðarhrun gæti orðið í Árneshreppi

Byggðarhrun gæti orðið í Árneshreppi

·
Svipti sig lífi eftir vændið

Svipti sig lífi eftir vændið

·
Fórnuðu sér fyrir náttúruna

Fórnuðu sér fyrir náttúruna

·

Nýtt á Stundinni

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·
Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Smáforrit í stað hefðbundinna getnaðarvarna

Smáforrit í stað hefðbundinna getnaðarvarna

·
Með húmorinn að vopni

Með húmorinn að vopni

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Skrifað fyrir skúffuna?

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·
Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

·
Svalasta mynd 10. áratugarins og sundlaugarbíó

Svalasta mynd 10. áratugarins og sundlaugarbíó

·
„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·