Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kakkalakkarnir í frumskóginum

Þús­und­ir ein­stak­linga halda til í flótta­manna­búð­um við Erma­sund­ið sem hef­ur ver­ið lýst sem þeim verstu í heimi. Þrátt fyr­ir bág­born­ar að­stæð­ur í „frum­skóg­in­um“ eins og búð­irn­ar eru kall­að­ar hef­ur íbú­un­um tek­ist að byggja upp sam­fé­lag sem þeir til­heyra. Þar til ný­lega mátti finna ýmsa þjón­ustu í þorp­inu, svo sem bóka­söfn, menn­ing­ar­mið­stöðv­ar, veit­inga­staði, mosk­ur, kaffi­hús og kirkj­ur. Frönsk yf­ir­völd rifu hins veg­ar nið­ur stór­an hluta búð­anna og óvissa rík­ir um fram­hald­ið.

Vindurinn gnauðar og blandast taktföstum hávaða frá olíurafstöðvunum sem keyra á fullum snúningi utan við misreisulega spýtnakofa og tætingsleg tjöld. Megn brunalykt liggur í loftinu og sest í föt þeirra sem ganga fram og aftur leðjufullan veginn, fram hjá verslunum, veitingastöðum og kaffihúsum á borð við „Kabul Café“ og „Hamid Karzai Rastorant“. Ungur afganskur maður stendur kappdúðaður í einni dyragættinni og veifar helbláum vísifingri. Honum virðist ljóst að þennan fingur þurfi að höggva af og sýnir það æðrulaus á fingramáli. Í fjarska má sjá hópa svartklæddra óeirðarlögreglumanna standa vörð um skurðgröfur sem eru að jafna hrörleg híbýli við jörðu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Varoufakis: Íslendingar heppnir að standa utan Evrópusambandsins
ViðtalEvrópumál

Varoufa­k­is: Ís­lend­ing­ar heppn­ir að standa ut­an Evr­ópu­sam­bands­ins

Yan­is Varoufa­k­is kynnt­ist skugga­hlið­um Evr­ópu­sam­starfs­ins sem fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands en nú berst hann fyr­ir rót­tæk­um breyt­ing­um á um­gjörð ESB. Stund­in spurði Varoufa­k­is um fram­tíð um­bóta­stjórn­mála í Evr­ópu, upp­gang nú­tímafas­isma og efna­hags­vand­ann á evru­svæð­inu. Hann tel­ur að Evr­ópa hefði far­ið bet­ur út úr al­þjóð­legu fjár­málakrepp­unni ef for­dæmi Ís­lands hefði ver­ið fylgt í aukn­um mæli og byrð­um velt yf­ir á kröfu­hafa frem­ur en skatt­greið­end­ur.
Veikt evrukerfi spilar upp í hendurnar á stóru ríkjunum
ViðtalEvrópumál

Veikt evru­kerfi spil­ar upp í hend­urn­ar á stóru ríkj­un­um

Bald­ur Þór­halls­son stjórn­mála­fræði­pró­fess­or seg­ir að ut­an­rík­is­stefna Ís­lands á ár­un­um eft­ir hrun hafi ein­kennst af við­leitni til að tryggja Ís­landi efna­hags­legt skjól. Hann tel­ur við­brögð ESB við skulda­vanda Grikkja hafa af­hjúp­að galla á evru­kerf­inu þar sem veik­ur stofn­an­arammi gerði Þýskalandi kleift að stjórna ferð­inni út frá eig­in hags­mun­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár