Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jón Steinar segir að þolendum Róberts myndi líða betur ef þeir fyrirgæfu brotin

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son seg­ir að þo­lend­um kyn­ferð­is­glæpa líði bet­ur ef þeir fyr­ir­gefa brot­in í stað þess að „ganga sinn ævi­veg upp­full­ir af hatri“. Fólk eigi að skamm­ast sín fyr­ir fram­göngu sína gagn­vart Ró­berti Dow­ney og láta hann í friði. Svo virð­ist sem það sé jafn­vel betra að tapa dóms­mál­um sem tengj­ast kyn­ferð­is­brot­um vegna við­bragða al­menn­ings. Sjálf­ur hafi hann ver­ið sak­að­ur um ann­ar­leg­ar hvat­ir gagn­vart ung­lings­stúlk­um í um­fjöll­un um mál­ið.

Jón Steinar segir að þolendum Róberts myndi líða betur ef þeir fyrirgæfu brotin

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og lögmaður Róberts Downey, segir að umræðan um réttmæti þess að kynferðisbrotamaður hljóti uppreist æru sé byggð á hatri. Stúlkunum sem hann braut á myndi líða betur ef þær gætu fyrirgefið honum brotin. Um leið sagði hann jafnvel verra fyrir menn að vinna mál fyrir dómstólum ef þau tengjast kynferðisbrotum með einhverjum hætti, vegna viðbragða samfélagsins. 

„Ég fullyrði það að þeim sem brotið er gegn, þeim myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu, gegn alvarlegu broti. Stundum eru brot miklu alvarlegri en þetta.“ 

Þetta kemur fram í viðtali Eyjunnar við Jón Steinar, þar sem óskað var eftir sýn hans á þetta mál, fyrirgefninguna og ummæli sem sagt er að fallið hafi um Jón Steinar í athugasemdakerfum vefmiðla. 

„Það er bara hatur“

Í viðtalinu segir Jón Steinar furðulegt að fylgjast með umræðunni um endurheimt Róberts á málflutningsréttindum og segir netheimasamfélagið hafa farið úrskeiðis. Með því að veita honum uppreist æru sé ekki verið að leggja mat á brotin, því búið sé að afgreiða það með dómi og afplánun Róberts. Í eðli flestra Íslendinga búi skilningur og viljinn til að veita mönnum tækifæri til að hefja líf sitt að nýju eftir að afplánun er lokið. „Þetta er það sem þetta gengur allt út á. Það er alveg furðulegt að fylgjast með því finnst mér, núna þegar maðurinn fær málflutningsréttindin aftur sem hann var sviptur á sínum tíma, þá er eins og að netheimasamfélagið gangi eitthvað úrskeiðis yfir því. Af hverju er það? Getur hann frekar drýgt brot á því sviði sem hann var dæmdur fyrir ef hann hefur málflutningsréttindi? Auðvitað ekki,“ segir Jón Steinar.

„Hvenær hefur mannfólkið bætt veröldina með hatri? Ég spyr nú að því.“

„Hver er þá ástæðan fyrir því að fólk hagar sér svona, að ráðast með þessum hætti að þessari aðgerð? Það er bara hatur.

Það er alveg augljóst að það hefur ekkert að gera með brotið að gera sem hann drýgði heldur er það bara einhvers konar hatur á hendur manninum fyrir þau brot sem hann drýgði á sínum tíma. Það er auðvitað ekkert hægt að breyta þeim. Hann var dæmdur fyrir þau. Hann afplánaði þá refsingu. Hvenær hefur mannfólkið bætt veröldina með hatri? Ég spyr nú að því.

Eigum við ekki frekar að sýna fyrirgefningu? Það er miklu nær lagi að gera það en taka svo auðvitað fast á ef koma brot aftur. Auðvitað eigum við miklu frekar að gera það. Það eru lagareglur um það sem greiða fyrir því að getum veitt mönnum sem brjóta af sér annað tækifæri. Það eigum við auðvitað bara að gera.

Ég fullyrði það að þeir sem brotið er gegn þeim myndi líða mikla betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu, gegn alvarlegu broti. Stundum eru brot miklu alvarlegri en þetta, jafnvel allt upp í það að svipta menn lífi. Þeir sem geta þróað með sér hugmynd um fyrirgefningu á slíku þeim líður miklu betur heldur en þeim sem ætla að ganga sinn æviveg uppfullir af hatri gagnvart þeim sem einstaklingi sem vissulega hefur brotið af sér, en afplánaði refsingu sína samkvæmt lögum landsins.“

Uppreist æruRóbert Árni Hreiðarsson, nú Róbert Downey, var dæmdur fyrir að brjóta gegn fimm unglingsstúlkum. Hann fékk uppreist æru og endurheimti lögmannsréttindin á dögunum.

„Nóg lagt á aumingja manninn“

Fram hefur komið að fyrir dómi játaði Róbert aldrei að hafa gert nokkuð rangt, eftir að hafa beitt fimm unglingsstúlkur blekkingum um langt tímabil, tælt þær til sín á fölskum forsendum, brotið á þeim og gefið þeim peninga. Þá hafa stúlkurnar og fjölskyldur þeirra stigið fram og gagnrýnt að mannorð hans sé hreinsað með þessum hætti án þess að hann hafi nokkurn tímann beðist fyrirgefningar eða sýnt iðrun.

Aðspurður hvort Róbert þurfi þá ekki að sýna iðrun og biðjast fyrirgefningar segist Jón Steinar ekki hafa fulla yfirsýn yfir allt sem Róbert kann að hafa sagt, en hann hafi ekki haft aðstöðu til þess að tala opinberlega um þessi brot, vegna þess að það hallar alltaf á hann. „Hann er undir stöðugum árásum,“ segir Jón Steinar.

Stundin hafði samband við Jón Steinar í síðustu viku og bað um aðstoð við að komast í samband við Róbert, svo hann gæti tjáð sig opinberlega um brot sín og afstöðu til þess að hann hefði fengið uppreist æru. Jón Steinar hafnaði því hins vegar, sagði „víst nóg lagt á aumingja manninn“ svo hann færi ekki að „siga“ Stundinni á hann, kvaðst vera í golfi og skellti á.

„Þetta voru ekki lítil börn“

Þá sagði Jón Steinar það merki um iðrun að Róbert hefði leitað sér sálfræðihjálpar og tók sérstaklega fram að hann hefði ekki brotið gegn litlum börnum heldur unglingsstúlkum. „Ég veit það alveg að honum finnst þetta slæmt gagnvart þeim unglingsstúlkum sem þetta voru nú, þetta voru ekki lítil börn sko, þetta voru unglingsstúlkur sem hann braut gegn. Hvað er ætlast til að hann geri? Að hann tali við þær eða hvað á hann að gera? Hann iðrast auðvitað gjörða sinna og hefur auðvitað afplánað sinn dóm og fær núna réttindi sín aftur og fólk á bara að láta manninn í friði.“

„Fólk á bara að láta manninn í friði“

Þetta væri annað málið á ferlinum sínum sem lögmaður sem tengdust kynferðisbrotamálum og það lægi við að það væri verra fyrir menn að ná árangri í málflutngi sínum fyrir dómi heldur en ekki. Í fyrra skiptið var prófessor við Háskóla Íslands sýknaður af kynferðisbroti gegn dóttur sinni. „Ætli það kunni ekki jafnvel að hafa verið verra fyrir hann, að hafa verið sýknaður? Vegna þess að það reis upp hér. Það voru ná alþingismenn og menn sem almennt taka þátt í þjóðfélagsumræðunni sem réðust á manninn og þóttust vita betur um sökina. Það endaði með því að hann missti fjölskyldu sína, hann missti atvinnu sína og þurfti að flýja land. Hefur ekki búið á Íslandi síðan. Það var mikill fengur í því að vera sýknaður í málinu þegar hér á landi grasserar svona fólk sem veit allt miklu betur heldur en dómstólar fyrir dómi og ræðst svo á menn eftir að dómar hafa gengið í málinu. Það sama er að segja núna. Það er veist að Róberti með þeim hætti að menn ættu auðvitað að skammast sín fyrir það.“

Sagði sér líkt við kynferðisbrotamann

Í viðtalinu, sem er ómerkt höfundi, er fjórum spurningum beint að Jóni Steinari. Í einni spurningunni er fullyrt að í athugasemdakerfum vefmiðla hafi hann sjálfur verið kallaður öllum illum nöfnum vegna aðkomu sinnar að málinu, og meðal annars verið sakaður um siðblindu fyrir að verja kynferðisbrotamann. 

Í svarinu sagði Jón Steinar að Róbert hefði leitað til sín sem lögmanns til þess að endurheimta réttindi sem hann teldi sig eiga að hafa og hefði verið viðurkennt fyrir dómstólum. Sem lögmaður Róberts hafi hann, „þegar ráðist er á hann,“ stigið fram til að útskýra að málið byggði á grundvallarreglu um fyrirgefningu og rétti manna til þess að fá annað tækifæri. Í kjölfarið hafi verið veist að honum persónulega.

„Það er eins verið að það sé verið að reyna að tengja mig persónulega við einhverjar annarlegar hvatir á því sviði sem hér er um að ræða.“

„Ég hef mátt lesa það í þessum ritsmíðum þessara rithöfunda í bloggheiminum og meira að segja á einhverjum fjölmiðlum sem gefnir eru út, Stundin heitir einn þeirra, að ég sé eitthvað varhugaverður maður út af því að ég hef fært fram þennan boðskap. Það er eins verið að það sé verið að reyna að tengja mig persónulega við einhverjar annarlegar hvatir á því sviði sem hér er um að ræða. Ég hef slíka skömm á því að fólk, menn, skuli grípa til slíkra hluta. Þetta er auðvitað ekki samboðið nokkrum manni og síst af öllu einhverjum sem þykjast vera að gefa út einhverja fjölmiðla.“

Stundin hefur fjallað ítarlega um málið, meðal annars um ferlið að baki því að Róbert fékk uppreist æru og ábyrgðina á því, aðferðir Róberts og málsvörn, auk þess sem rætt hefur verið við málsaðila, stúlkur sem hann braut gegn og aðstandendur þeirra, sem sitja eftir með afleiðingarnar. Umfjöllun Stundarinnar mál lesa hér: Stelpurnar segja alla söguna.

Yfirlýsingu Stundarinnar vegna þeirra ávirðinga sem Jón Steinar setur fram í svari sínu við spurningu Eyjunnar má hins vegar lesa hér að neðan. 

Andmæli gegn ósönnum ásökunum Jóns Steinars Gunnlaugssonar

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og verjandi manns sem nýverið hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot gegn fimm unglingsstúlkum, færir fram ósannar ávirðingar á hendur Stundinni í viðtali sem birt er við hann á vefmiðlinum Eyjunni.

Jón Steinar lætur að því liggja að hann hafi verið sakaður um barnagirnd í umfjöllun um ábyrgð í kynferðisbrotamálum. Hvergi í umfjöllun Stundarinnar er með nokkrum hætti vísað til slíkra hvata. Í víðtækri umfjöllun um málið í síðasta tölublaði Stundarinnar var meðal annars farið yfir sérálit og mildandi áherslur Jóns Steinars í kynferðisbrotamálum eftir að hann var skipaður hæstaréttardómari fram yfir aðra umsækjendur sem metnir voru hæfari, sem og þá vörn Jóns Steinars að umbjóðandi hans hafi verið beittur órétti í umræðu um veitingu uppreistar æru.

Í viðtalinu fer Jón Steinar fram á fyrirgefningu þolenda í málinu og almennings í garð umbjóðenda hans, gerandans, í málinu. Gagnrýni á slíkan málflutning og á tilfærslu ábyrgðar frá gerendum í kynferðisbrotamálum jafngildir með engum hætti ásökun um barnagirnd.

Innistæðulausar og ósannar ásakanir Jóns Steinars bera vott um alvarlegan dómgreindarbrest og/eða sterkan vilja til að afvegaleiða umræðuna um ábyrgð í kynferðisbrotamálum.

Í umfjöllun Stundarinnar var sérstaklega beint sjónum að þeirri stöðu að enginn innan íslenska stjórnkerfisins hefur tekið ábyrgð á þeirri aðgerð og ákvörðun að sæma dæmdan kynferðisbrotamann óflekkuðu mannorði. Slíkt rof í ábyrgðaruppbyggingu samfélagsins kallar á umræðu og getur kostað óvissu og ósætti hjá þolendum í kynferðisbrotamálum. Óskandi er að í slíkri samfélagsumræðu geti aðilar málanna sem og fjölmiðlar lagt sitt af mörkum að byggja málflutning á staðreyndum fremur en dreifingu ósannra ávirðinga.

Umrædd ummæli Jóns Steinars eru eftirfarandi: „Ég hef mátt lesa það í þessum ritsmíðum þessara rithöfunda í bloggheiminum og meira að segja á einhverjum fjölmiðlum sem gefnir eru út, Stundin heitir einn þeirra, að ég sé eitthvað varhugaverður maður út af því að ég hef fært fram þennan boðskap. Það er eins verið að það sé verið að reyna að tengja mig persónulega við einhverjar annarlegar hvatir á því sviði sem hér er um að ræða. Ég hef slíka skömm á því að fólk, menn, skuli grípa til slíkra hluta. Þetta er auðvitað ekki samboðið nokkrum manni og síst af öllu einhverjum sem þykjast vera að gefa út einhverja fjölmiðla.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
10
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu