Játningar veiðimannsins

„Ég hef alltaf litið svo á að maður eigi bara eitt líf og mér finnst að það sé eins gott að gera allt sem mann langar til að gera.“ Þetta segir Árni Baldursson, framkvæmdastjóri hjá Lax-á, sem ferðast heimshorna á milli og veiðir villt dýr. Viðtalið veitir innsýn í hugarheim veiðimannsins, sem skaut fíl og notar upp­stoppaðar fætur gíraffa sem lampa, en hann lítur á stórgripaveiðar eins og hann stundar í Afríku og víðar, sem náttúruvernd.

ritstjorn@stundin.is

Tugir uppstoppaðra dýrahausa. Uppstoppaður gíraffi. Hreindýrahorn og hreindýraskinn. Trófíhús Árna Baldurssonar hjá Lax-á ber þess merki að hann hefur verið á veiðiferðum út um allan heim. Árni, satt að segja, lítur svolítið út eins og veiðimaður; í sportlegum fötum og með leðurarmbönd. Hann ólst upp í Reykjavík og var sendur í sveit á sumrin þar sem stutt var í fallega á þar sem silfurlitaðir fiskar syntu um. „Ég vann á daginn og veiddi á nóttunni og ræktaði með mér þessa veiðibakteríu. Ég var talinn vera stórskrýtinn þegar ég var unglingur af því að ég svaf oft einn í tjaldi einhvers staðar og var að veiða og steikja kótilettur þegar aðrir voru að fara að skemmta sér.“

Árni tók fyrstu laxveiðiána á leigu þegar hann var 16 ára. „Þetta er eiginlega allt gert af ástríðu; ég vil geta verið við ána og leyft mér þennan lífsstíl. Ég sæki í að vera í villtri náttúru.“

Dásamleg veiðihús

Útlönd kölluðu. Þau skipta tugum löndin þar sem Árni hefur veitt í gegnum árin.

„Ég hef farið árlega til Argentínu síðan árið 1993. Ég var þar stundum upp í tvo mánuði á ári og fór oft með hópa. Þarna opnaði ég viðskipti með sölu veiðileyfa á Íslandi í sjóbirting, silung og urriða auk skotveiði.

Veiðihúsin í Argentínu eru dásamleg; þetta eru fjögurra stjörnu hús. Og maturinn er ótrúlegur en Argentína er fræg fyrir góðan mat og góðar steikur; nautakjötið þar er frægt. Leiðsögumennirnir grilla í hádeginu - jafnvel við árnar - og svo eru oft partí á kvöldin í veiðihúsunum; grillað og spilað á gítar.“

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Þegar nasisminn nam land

Illugi Jökulsson

Þegar nasisminn nam land

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·
Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Nei, nei og aftur nei!

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Börnin mín eiga rétt á framtíð!

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Börnin mín eiga rétt á framtíð!

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·