Afturför Tyrklands

Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti og fylgismenn hans eru að umturna Tyrklandi fyrir opnum tjöldum. Þúsundir dómara og opinberra starfsmanna hafa verið reknir úr störfum sínum sakaðir um óljós tengsl við andstæðinga forsetans. Þá hafa hátt í þúsund blaðamenn verið sóttir til saka fyrir skrif sín. Forsetinn íhugar að taka upp dauðarefsingar að nýju. Íbúar Istanbúl reyna að fóta sig í ólíkum heimi nú þegar ár er liðið frá valdaránstilrauninni. Jón Bjarki Magnússon heimsótti borgina í byrjun júní.

„Það er ekki það að mér líki ekki við hann – ég hata hann,“ sagði síðhærði barþjónninn þar sem við þeystum eftir enn einum þröngum stígnum í hverfinu Karaköy í Istanbúl. Umkringd rakarastofum, kaffihúsum og börum allt um kring hafði okkur leikið forvitni á að vita hvaða skoðanir þessi ungi tyrkneski hipster hefði á forseta lands síns, Recep Tayyip Erdoğan. Svarið hér að ofan spratt náttúrlega fram og af hóflegum krafti allt þar til frekari smástíflur brustu: Jú, auðvitað vildi hann ekkert með mannfjandann hann Erdogan hafa! Maðurinn stóð gegn öllu því sem hinn ungi Tyrki stóð fyrir; ekkert nema íhaldssemin sem vildi auka vægi trúarinnar á öllum sviðum þjóðlífsins á meðan hann fangelsaði blaðamenn og talaði fyrir því að taka upp dauðarefsingar að nýju. Já, það væri í rauninni ekkert mikið meira um þetta að segja, sagði þessi nýi vinur okkar, annað en að Erdoğan væri Erdoğan með mikilmennskubrjálæði.

Með Erdoğan allt um kring
Með Erdoğan allt um kring Recep Tayyip Erdoğan er alltumlykjandi í tyrknesku þjóðlífi.

Við höfðum hitt barþjóninn nokkru fyrr þar sem við hvíldum lúin bein á litlum hipsteralegum djassbar sem lá við þrönga götu í Karaköy-hverfinu, einhverju elsta og sögufrægasta hverfi Istanbúl. Hann var með axlasítt dökkt hár, í töluvert rifnum gallabuxum, og tilheyrði augljóslega þeim stóra hópi bóhema og listamanna sem setja mark sitt á hverfið. Við spjölluðum við hinn unga barþjón sem var forvitinn um Ísland og sagðist eiga sér þann draum að heimsækja landið einn daginn og fá jafnvel tækifæri til þess að sjá norðurljósin. Hann var eins konar aðkomumaður í Istanbúl, utan af landi, og trúði okkur fyrir því að hann hefði átt heldur erfitt með að fóta sig í stórborginni. Þá sérstaklega eftir að hann skildi við eiginkonu sína.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur

Fréttir

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana

Fréttir

Æðstu stjórnendur ríkisins fá ekki lengur afslátt af áfengi

Uppskrift

Féll fyrir manninum með satay-kjúklinginn

Reynsla

Leitin að landinu týnda: Íslendingur í Kasakstan

Viðtal

Dreymdi alltaf um að búa í Danmörku

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Robert Downey og Brynjar Níelsson lögmenn sama nektardansstaðar

Fréttir

„Robert Downey fékk sérstaka meðferð þegar hann sótti um uppreist æru“

Pistill

Kennari svarar ummælum Áslaugar Örnu

Fréttir

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur

Fréttir

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana

Fréttir

Hann vildi leggja Ísland í eyði