Þessi grein er meira en 3 ára gömul.

Afturför Tyrklands

Recep Tayyip Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti og fylg­is­menn hans eru að um­turna Tyrklandi fyr­ir opn­um tjöld­um. Þús­und­ir dóm­ara og op­in­berra starfs­manna hafa ver­ið rekn­ir úr störf­um sín­um sak­að­ir um óljós tengsl við and­stæð­inga for­set­ans. Þá hafa hátt í þús­und blaða­menn ver­ið sótt­ir til saka fyr­ir skrif sín. For­set­inn íhug­ar að taka upp dauðarefs­ing­ar að nýju. Íbú­ar Ist­an­búl reyna að fóta sig í ólík­um heimi nú þeg­ar ár er lið­ið frá vald­aránstilraun­inni. Jón Bjarki Magnús­son heim­sótti borg­ina í byrj­un júní.

Recep Tayyip Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti og fylg­is­menn hans eru að um­turna Tyrklandi fyr­ir opn­um tjöld­um. Þús­und­ir dóm­ara og op­in­berra starfs­manna hafa ver­ið rekn­ir úr störf­um sín­um sak­að­ir um óljós tengsl við and­stæð­inga for­set­ans. Þá hafa hátt í þús­und blaða­menn ver­ið sótt­ir til saka fyr­ir skrif sín. For­set­inn íhug­ar að taka upp dauðarefs­ing­ar að nýju. Íbú­ar Ist­an­búl reyna að fóta sig í ólík­um heimi nú þeg­ar ár er lið­ið frá vald­aránstilraun­inni. Jón Bjarki Magnús­son heim­sótti borg­ina í byrj­un júní.

„Það er ekki það að mér líki ekki við hann – ég hata hann,“ sagði síðhærði barþjónninn þar sem við þeystum eftir enn einum þröngum stígnum í hverfinu Karaköy í Istanbúl. Umkringd rakarastofum, kaffihúsum og börum allt um kring hafði okkur leikið forvitni á að vita hvaða skoðanir þessi ungi tyrkneski hipster hefði á forseta lands síns, Recep Tayyip Erdoğan. Svarið hér að ofan spratt náttúrlega fram og af hóflegum krafti allt þar til frekari smástíflur brustu: Jú, auðvitað vildi hann ekkert með mannfjandann hann Erdogan hafa! Maðurinn stóð gegn öllu því sem hinn ungi Tyrki stóð fyrir; ekkert nema íhaldssemin sem vildi auka vægi trúarinnar á öllum sviðum þjóðlífsins á meðan hann fangelsaði blaðamenn og talaði fyrir því að taka upp dauðarefsingar að nýju. Já, það væri í rauninni ekkert mikið meira um þetta að segja, sagði þessi nýi vinur okkar, annað en að Erdoğan væri Erdoğan með mikilmennskubrjálæði.

Með Erdoğan allt um kring
Með Erdoğan allt um kring Recep Tayyip Erdoğan er alltumlykjandi í tyrknesku þjóðlífi.

Við höfðum hitt barþjóninn nokkru fyrr þar sem við hvíldum lúin bein á litlum hipsteralegum djassbar sem lá við þrönga götu í Karaköy-hverfinu, einhverju elsta og sögufrægasta hverfi Istanbúl. Hann var með axlasítt dökkt hár, í töluvert rifnum gallabuxum, og tilheyrði augljóslega þeim stóra hópi bóhema og listamanna sem setja mark sitt á hverfið. Við spjölluðum við hinn unga barþjón sem var forvitinn um Ísland og sagðist eiga sér þann draum að heimsækja landið einn daginn og fá jafnvel tækifæri til þess að sjá norðurljósin. Hann var eins konar aðkomumaður í Istanbúl, utan af landi, og trúði okkur fyrir því að hann hefði átt heldur erfitt með að fóta sig í stórborginni. Þá sérstaklega eftir að hann skildi við eiginkonu sína.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Covid-19 faraldurinn heggur í viðbragðsstyrk slökkviliðsis
FréttirCovid-19

Covid-19 far­ald­ur­inn hegg­ur í við­bragðs­styrk slökkvi­liðs­is

Dæmi um að að­eins tveir slökkvi­liðs­menn hafi þurft að manna slökkvi­bíla vegna ann­rík­is við sjúkra­flutn­inga af völd­um kór­ónu­veirunn­ar. Full­mönn­uð áhöfn tel­ur fimm slökkvi­liðs­menn. Jón Við­ar Matth­ías­son slökkvi­liðs­stjóri seg­ir ástand­ið ekki æski­legt.
Þorbjörn Þórðarson kom að gerð myndbands Samherja
FréttirSamherjaskjölin

Þor­björn Þórð­ar­son kom að gerð mynd­bands Sam­herja

Lög­mað­ur og fyrr­ver­andi frétta­mað­ur Stöð 2 hef­ur veitt Sam­herja ráð­gjöf frá því að ljóstr­að var upp um mútu­greiðsl­ur fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 209 milljónum
Fréttir

Út­gáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins tap­aði 209 millj­ón­um

Eig­end­ur Ár­vak­urs, fé­lags­ins sem gef­ur út Morg­un­blað­ið, lögðu því til 300 millj­ón­ir króna í auk­ið hluta­fé í fyrra til að fjár­magna ta­prekst­ur. Eig­end­ur hafa lagt til hálf­an millj­arð síð­ustu tvö ár og alls 1,9 millj­arða frá hruni.
109. spurningaþraut: Hvert fór arabíski ferðalangurinn Ahmad bin Fadlan á 10. öld? Þið vitið það, trúi ég
Þrautir10 af öllu tagi

109. spurn­inga­þraut: Hvert fór ar­ab­íski ferða­lang­ur­inn Ahmad bin Fadl­an á 10. öld? Þið vit­ið það, trúi ég

Þraut­in frá í gær? Hún er hér! Auka­spurn­ing­ar: Hver er kon­an á mynd­inni hér að of­an? Neðri mynd­in sýn­ir lauf trjáa, sem reynd­ar hafa ekki vax­ið á Ís­landi, þótt á seinni ár­um séu ýms­ir að gera til­raun­ir með að láta þau vaxa hér. Hvaða tré eru það? Og að­al­spurn­ing­ar koma þá hér? 1.   Hversu mörg sjálf­stæð ríki eru full­gild­ir að­il­ar...
Verðlagsstofa viðurkennir að hafa unnið gögn sem Helgi studdist við
Fréttir

Verð­lags­stofa við­ur­kenn­ir að hafa unn­ið gögn sem Helgi studd­ist við

Skjal sem Sam­herji hélt fram að hefði aldrei ver­ið til eða Helgi Selj­an frétta­mað­ur hefði fals­að var unn­ið af starfs­manni Verð­lags­stofu að sögn stof­unn­ar. Ekki hafi ver­ið skrif­uð sér­stök skýrsla þó eða mat lagt á upp­lýs­ing­arn­ar. „Finn ekk­ert sem var gert,“ hafði deild­ar­stjóri sagt Sam­herja.
Greiðsla til Hjaltalín stöðvuð út af gráa listanum
Fréttir

Greiðsla til Hjaltalín stöðv­uð út af gráa list­an­um

Dreif­ing­ar­að­ila var óheim­ilt að milli­færa á ís­lensk­an banka­reikn­ing hljóm­sveit­ar­inn­ar Hjaltalín vegna veru Ís­lands á gráa lista FATF um að­gerð­ir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka.
Segir Guðlaug Þór vilja skipa pólitíska sendiherra
Fréttir

Seg­ir Guð­laug Þór vilja skipa póli­tíska sendi­herra

Ís­lensk­ur sendi­herra seg­ir Guð­laug Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra líta svo á að hann geti skip­að hvern sem er sem sendi­herra. Nýtt frum­varp hans ógni lýð­ræð­is­legri stjórn­sýslu.
Lestir á járnbrautum
Myndir

Lest­ir á járn­braut­um

Ljós­mynd­ar­inn Páll Stef­áns­son dá­ist að skil­virkni lest­ar­sam­gangna, nú þeg­ar flug­ferð­ir eru í lág­marki.
108. spurningaþraut: Við hvað starfaði hin miðaldra söguhetja í bíómyndinni Líf annarra?
Þrautir10 af öllu tagi

108. spurn­inga­þraut: Við hvað starf­aði hin mið­aldra sögu­hetja í bíó­mynd­inni Líf annarra?

Áð­ur en lengra er hald­ið, þá leyn­ist hér þraut­in frá í gær. Auka­spurn­ing­ar: Á mynd­inni hér að of­an er bíó­mynda­per­sóna sem Brie Lar­son lék í vin­sælli mynd í fyrra. Í sínu dag­lega lífi heit­ir per­són­an Carol Dan­vers en hvað nefn­ist þeg­ar hún er kom­in í þenn­an skín­andi fína og vel saum­aða bún­ing? Á neðri mynd­inni er bros­mild salam­andra. Hvað heit­ir...
Stéttarfélagsformaður staðfestir málflutning Helga Seljan
Fréttir

Stétt­ar­fé­lags­formað­ur stað­fest­ir mál­flutn­ing Helga Selj­an

Guð­mund­ur Ragn­ars­son, fyrr­ver­andi formað­ur Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, seg­ist hafa feng­ið í hend­ur sömu gögn og Helgi Selj­an byggði um­fjöll­un sína um hugs­an­leg lög­brot Sam­herja á ár­ið 2012. Fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur Verð­lags­stofu skipta­verðs hafn­ar því hins veg­ar að slík gögn hafi ver­ið tek­in sam­an.
Félag fréttamanna lýsir undrun og vonbrigðum með gagnrýnislausa birtingu ásakana Samherja
Fréttir

Fé­lag frétta­manna lýs­ir undr­un og von­brigð­um með gagn­rýn­is­lausa birt­ingu ásak­ana Sam­herja

Fé­lag frétta­manna seg­ir Sam­herja grafa und­ir fjöl­miðl­um með ásök­un­um á hend­ur Helga Selj­an í mynd­bandi. Fjöl­miðl­ar hafi birt ásak­an­ir Sam­herja gagn­rýn­is­laust í morg­un.
Segja Fréttablaðið birta gagnrýnislausan atvinnuróg: „Varðar grundvallarreglur blaðamennsku“
Fréttir

Segja Frétta­blað­ið birta gagn­rýn­is­laus­an at­vinnuróg: „Varð­ar grund­vall­ar­regl­ur blaða­mennsku“

Helgi Selj­an frétta­mað­ur hafn­ar ásök­un­um Sam­herja. Í for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins var að­eins rætt við starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins. Bréf frá Verð­lags­stofu skipta­verðs virð­ist stað­festa til­vist gagna sem Sam­herji seg­ir hafa ver­ið föls­uð eða ekki til.