Fréttir

Ísraelar drápu 32 börn á Vesturbakkanum í fyrra

Undanfarin tvö ár hefur færst í aukana að ísraelskir hermenn og öryggisverðir beiti óhóflegu valdi í átökum við mótmælendur. Afleiðingin er meðal annars sú að árið 2016 létust fleiri börn í Palestínu en síðustu tíu ár þar á undan.

Faris 15. ára. Skotinn í höfuðið af ísraelskum hermanni. Lést eftir 69 daga í dái.

Ísraelskir hermenn og öryggisverðir drápu 32 palestínsk börn á hinum hersetna Vesturbakka og í austurhluta Jerúsalem árið 2016. Árið er það blóðugasta síðasta áratuginn fyrir palestínsk börn á svæðinu, samkvæmt rannsókn samtakanna Defense for Children International (DCIP).

Þann 23. desember síðastliðinn lést hinn 15 ára gamli Faris Ziyad eftir að hafa verið 69 daga í dái. Ísraelskur hermaður skaut Faris í höfuðið í átökum við flóttamannabúðirnar í Jalazoun sem eru fyrir norðan borgina Ramallah á Vesturbakkanum, þann 25. október. „Ég horfði á Faris og sá höfuðið á honum hreyfast svo hratt og svo féll hann til jarðar með andlitið þakið blóði,“ sagði vitni í samtali við DCIP. „Þá fattaði ég að hann hefði verið skotinn í höfuðið.“

Samkvæmt fréttum í Ísrael fór fram rannsókn innan hersins. Niðurstaðan hennar var að aftakan hefði verið réttlætanleg, en þó var hermönnunum veitt áminning og yfirmaður þeirra kallaður til yfirheyrslu vegna atviksins. Í sömu rannsókn var einnig farið yfir þrjár aðrar skotárásir hersins sem ollu dauða eða alvarlegum meiðslum palestínubúa. Niðurstaðan var að hermennirnir hefðu ekki fylgt þeim verkferlum sem hefðu getað komið í veg fyrir atvikin. Í sumum tilfellum hefðu hermönnunum engin ógn stafað af fólkinu og því var notkun skotvopna ónauðsynleg.

Mjög sjaldgæft er þó að hermenn þurfi á einhvern hátt að svara fyrir sakir sínar þegar kemur að óhóflegri notkun skotvopna á almenna borgara. Aðeins eitt atvik hefur átt sér stað síðan 2014 sem leiddi til sakfellingar í slíku máli.

Einn af talsmönnum DCIP, Ayed Abu Eqaish, sagði ísraelska herinn hafa notað sífellt meiri hörku í samskiptum við mótmælendur síðustu 2 ár. „Notkun á banvænum vopnum er orðin venjubundin hjá hernum, jafnvel í algjörlega óréttlætanlegum aðstæðum, og án þess að þeir þurfi að svara til saka. Þetta veldur því að sífellt fleiri börn eru í hættu.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Fréttir

Frásagnir kvenna í læknastétt: „Það þarf nú bara að þvinga lykkjuna upp á ykkur “

Pistill

Með bakið upp við vegginn

Fréttir

Pressan borgaði ekki af jeppa Björns Inga og stefnir í þrot út af ógreiddum iðgjöldum starfsmanns

Pistill

Hvernig er hægt að losna við Trump?

Mest lesið í vikunni

Rannsókn

„Skelfilegar sögur“ úr Kvikmyndaskóla Íslands

Fréttir

Áralangar deilur innan fjölskyldu Ásmundar Einars hafa ratað til lögreglunnar

Fréttir

Björn Ingi keypti hús með auglýsingasamningi og kúlulánum frá GAMMA

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Pistill

Okkar eigin Weinstein