Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Íslenskar konur niðurlægðar af yfirvöldum

Rann­sak­að var hvort meyj­ar­haft ís­lenskra kvenna væri rof­ið og ung­menna­eft­ir­lit fylgdi þeim eft­ir í mestu njósn­a­starf­semi Ís­lands­sög­unn­ar. Kon­ur sem urðu fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi á ástands­ár­un­um voru dæmd­ar til hæl­is- eða sveita­vist­ar vegna glæp­anna gegn þeim. Ís­lensk yf­ir­völd létu kon­ur und­ir­gang­ast marg­vís­lega nið­ur­læg­ingu. Þær voru svipt­ar valdi yf­ir lík­ama sín­um og dregn­ar fyr­ir ung­menna­dóm­stól vegna sam­skipta við karl­menn. Þær hafa ekki ver­ið beðn­ar af­sök­un­ar.

Íslenskar konur voru þvingaðar í skoðun hjá kvensjúkdómalæknum til að ganga mætti úr skugga um að meyjarhaft þeirra væri (ó)rofið. Aðgerðirnar voru síðan notaðar gegn þeim í rétti og þær dæmdar til hælisvistar fyrir kynhegðun sína sem þótti „óábyrg og stefna íslenskri menningararfleið í hættu“.

Þetta, ásamt fjölmörgum dæmum, kemur fram í lögregluskjölum sem hafa verið opin almenningi, með takmörkunum, frá árinu 2012 um „ástandið“. 

Rogast ennþá með skömmina

Þrátt fyrir að ljósi hafi verið varpað á mýmörg dæmi um ómannúð og hörku lögreglu í garð „ástandskvenna“ undir yfirskyni Ungmennadómstóls, hefur engin þeirra kvenna sem í hlut á, fengið bætur frá ríkinu, afsökunarbeiðni né endurupptöku mála sinna. 

Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, meistaranemi í kvenna -og kynjasögu við háskólann í Vín, hefur undanfarið rannsakað gögn sem tengjast „ástandinu“. Aðspurð segir hún ljótustu dæmin snúa að frásögnum „ástandskvenna“ af kynferðisofbeldi sem þær hafi orðið fyrir af hendi hermanna og íslenskra manna. 

„En lögreglan skýtur skollaeyrum við frásögnum þeirra og dæmir stúlkurnar til hælis- eða sveitavistar fyrir glæpi sem framdir voru gegn þeim,“ segir Hafdís Erla og bætir við að þar sem um gróf brot gegn persónufrelsi og kynfrelsi þessara kvenna er að ræða, sem og hreinan og kláran níðingshátt, 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu