Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Íslenska byltingin

Bylt­ing hef­ur orð­ið í af­stöðu fólks til stjórn­mála­flokka frá því Al­þing­is­kosn­ing­ar voru haldn­ar fyr­ir tveim­ur ár­um þeg­ar Fram­sókn­ar­flokk­ur og Sjálf­stæð­is­flokk­ur náðu tæp­um meiri­hluta. Kann­an­ir mark­aðs­rann­sókn­ar­fyr­ir­tæk­is­ins MMR hafa und­an­far­ið sýnt að hinn nýi flokk­ur Pírata myndi fá þriðj­ungs­fylgi. Í kosn­ing­um núna færu 20 ný­ir pírat­ar inn á Al­þingi. Stund­in greindi hvaða fólk Ís­lend­ing­ar myndu missa úr sinni þjón­ustu, hvaða fólk kæmi í stað­inn og hverju það vill breyta.

Í lýðræðisfyrirkomulag nútímans ríkir fulltrúalýðræði, sem þýðir að almenningur hefur val á 1461 dags fresti, nema fulltrúarnir ákveði annað með því að slíta samstarfi. Kjörtímabil ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra er nú rúmlega hálfnað en stuðningur við ríkisstjórnina hefur aldrei verið minni. Skoðanakannanir síðustu mánuði gefa til kynna að ákveðin hugarfarsbreyting eigi sér stað meðal kjósenda. Flokksfylgi er á miklu flakki og krafan um nýjar áherslur er orðin ansi hávær. Síðustu mánuði hefur fyrirfram ólíklegur valkostur sótt mjög í sig veðrið og mælist nú stærsti stjórnmálaflokkur landsins - Píratar.   

Niðurstöður kannana

Þann 19. mars síðastliðinn mældust Píratar í fyrsta skipti með mesta fylgi allra flokka á Íslandi í könnun MMR. Fylgi Pírata mældist þá 23,9 prósent, en var 12,8 prósent einungis mánuði fyrr. Nú er fylgið komið upp í 32,7 prósent og mælast Píratar langstærstir allra flokka á Íslandi.

Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með 23,1 prósent fylgi, Samfylkingin kemur næst með 13,1 prósent, Vinstri græn með 10,4 prósent og Framsóknarflokkurinn, flokkur forsætisráðherra, er einungis með 8,6 prósenta fylgi. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna tveggja er því aðeins 31,7 prósent samkvæmt niðurstöðum MMR. Þess má geta að samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup mælist fylgi Pírata enn meira en hjá MMR, eða 34,1%.
Píratar sækja fylgi sitt helst til ungs fólks. Þannig segjast 44,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára myndu kjósa Pírata ef kosið yrði til Alþingis í dag. Vandinn er sá að kosningaþátttaka ungs fólks hefur verið ansi dræm og benda rannsóknir til þess að hún fari enn minnkandi. Hætta er á að þeir sem segjast myndu kjósa Pírata í skoðanakönnunum myndu ekki fjölmenna á kjörstað þegar til kastanna kemur. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands var kosningaþátttaka fólks á aldrinum 20-24 ára einungis 45,4 prósent í síðustu sveitarstjórnarkosningum en hæst var hlutfallið á aldursbilinu 65 til 69 ára, eða 82,8 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin sækja fylgi sitt helst til þessa aldurshóps. 

Framsókn tapar 14 þingmönnum

Stundin notaði niðurstöður síðustu MMR könnunar til þess að reikna út hvaða einstaklingar kæmu nýir inn á þing ef kosningar færu fram núna og niðurstöður yrðu í samræmi við sömu skoðanakönnun. Í ljós kemur að 24 nýir þingmenn tækju sæti á Alþingi í kosningum núna, en á sama tíma myndu Íslendingar missa 24 þingmenn úr sinni þjónustu. Píratar myndu bæta mest við sig og fá alls tuttugu nýja þingmenn inn á Alþingi. Framsóknarflokkurinn myndi tapa flestum þingmönnum, eða alls fjórtán. 
Þann fyrirvara verður að setja við niðurstöður kannana MMR að ekki er fyllilega marktækt að ganga út frá niðurstöðum fyrir hvert kjördæmi. Vikmörk eru há vegna þess hve fá svör eru þegar svarendum könnunarinnar er skipt í hópa eftir kjördæmum. Kannanirnar gefa hins vegar ákveðna vísbendingu um þá hugarfarsbreytingu sem er í gangi meðal kjósenda. 

Óánægjufylgi og mótmæli

Fjölmargir stjórnmálafræðingar hafa verið fengnir til þess að reyna að skýra fylgisaukningu Pírata undanfarin misseri. Flestir virðast sammála um að um svokallað óánægjufylgi sé að ræða og að fylgisaukningin hafi ekkert með hugmyndafræði Pírata að gera heldur séu kjósendur með þessu að mótmæla gamla fjórflokknum. Þannig sagðist Gunnar Helgi Kristinsson í viðtali á Kjarnanum í síðasta mánuði, ekki vilja túlka fylgisaukningu Pírata sem einhvers konar stuðningsyfirlýsingu við stefnumál flokksins. „Ég hef grun um að ansi fáir af þessum 30 prósentum hafi skýra mynd af stefnumálum Pírata, þetta er meira þannig að fólk sé að leita sér að valkostum við ríkjandi ástand,“ sagði hann. Þá sagði Stefanía Óskarsdóttir, í samtali við Morgunblaðið, að fólk noti oft skoðanakannanir til þess að koma á framfæri skilaboðum, en kjósi síðan eitthvað allt annað í næstu kosningum. Birgir Guðmundsson sagðist, í viðtali við DV, telja ólíklegt að Píratar haldi svo háu fylgi þegar komi að kosningum. 
Eini stjórnmálafræðingurinn sem hefur afdráttarlaust tengt fylgisaukningu Pírata við málflutning og framgöngu þingmanna flokksins er Grétar Þór Eyþórsson. Í samtali við Fréttatímann í mars síðastliðnum sagði hann Pírata til dæmis hafa verið beinskeytta í umræðum um innflytjendamál. „Það verður þó að hafa í huga að við vitum ekkert hvort þetta fylgi helst áfram og best að fara varlega í yfirlýsingar um slíkt,“ bætti hann við. 

Flokksfylgi á flakki

„Ungt fólk finnur sig ekki í leiðtogum ríkisstjórnarinnar og flokkshollusta hefur farið minnkandi á Íslandi eftir hrun,“ segir Hulda Þórisdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, en hún hefur sérhæft sig í rannsóknum á sviði stjórnmálasálfræði. Hún segir hugarfarsbreytinguna sem skoðanakannanir gefa vísbendingu um nátegnda hruninu, sem sé rót margs í íslensku samfélagi. „Það varð gríðarlegt hrun í pólitísku trausti við hrunið og þar með fór þetta fasta flokksfylgi mjög mikið á flakk og afar margir hafa ekki fundið sér aftur neinn heimaflokk. Eins og við sjáum á þessum skoðanakönnunum þá gildir um marga sem núna segjast styðja Pírata að þeir kusu síðast Framsóknarflokkinn og einnig Bjarta framtíð. Hverjir kusu þessa flokka síðast? Það voru þeir sem voru að leita að einhverju nýju. Það eru vitanlega mjög ólíkir kjósendur sem kusu Framsókn og Bjarta framtíð, en þeir eiga það þó eitt sameiginlegt að hafa ekki viljað hina kostina,“ segir Hulda. 

Hún segir marga kjósendur enn leitandi að nýjum valkosti. Áframhaldandi fylgisaukning Pírata stafi nú undir það síðasta líklega einnig af því að fólk 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár