Fréttir

Þrjú fyrirtæki hafa varið 4 milljörðum í von um olíuvinnslu á Drekasvæðinu

Björt framtíð og fleiri flokkar töluðu fyrir afturköllun leyfa til olíuleitar fyrir kosningar.

Kostnaður sem leyfishafar hafa lagt í rannsóknir vegna olíuleitar á Drekasvæðinu nemur um 4 milljörðum íslenskra króna samkvæmt mati Orkustofnunar. Björt framtíð talaði fyrir afturköllun leyfa fyrir kosningar, en ekki hefur verið lagt mat á bótakröfur vegna afturköllunar leyfa ef til slíks kæmi.

Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, við fyrirspurn frá Halldóru Mogensen, þingkonu Pírata, um leyfi til olíuleitar. 

Björt Ólafsdóttirumhverfisráðherra

Björt framtíð, Píratar, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Samfylkingin tóku skýra afstöðu gegn olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu í aðdraganda síðustu kosninga.

Talaði Björt framtíð sérstaklega fyrir því að leyfi til olíuleitar yrðu afturkölluð. Í dag fer flokkurinn með umhverfisráðuneytið í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 

Eitt sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis er í gildi í dag en handhafar þess eru útibú kínverska fyrirtækisins CNOOC á Íslandi, Eykon Energy ehf. og Petoro Iceland ehf. 

Leyfið var veitt 22. janúar 2014 og gildir til 22. janúar 2026. Að því er fram kemur í svari ráðherra hefur leyfishafi ekki skuldbundið sig í sérleyfinu til að bora rannsóknarholu, en samkvæmt ákvæðum leyfisins þarf leyfishafi að gera það fyrir 22. janúar 2022. „Slík framkvæmd yrði leyfisskyld og matsskyld samkvæmt íslenskum lögum og ekki er heimilt að bora í jarðlög undir hafsbotni nema að fengnu samþykki Orkustofnunar á búnaði, áætlun um borun og starfsfyrirkomulagi, sbr. 14. gr. kolvetnislaga, nr. 13/2001.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Fréttir

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Fréttir

Brynjar kemur fyrir í gögnunum sem áttu að fara leynt

Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Viðtal

Halldór Auðar um kynferðisofbeldið: Sektin helltist yfir

Fréttir

Júlíus Vífill veitti lögmanni meðmæli

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Pistill

Þessi ótrúlegi óheiðarleiki

Pistill

Karlmaður í kventíma

Fréttir

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu