Þessi grein er meira en 4 ára gömul.

Innviðir grotna niður í góðærinu

Hið op­in­bera held­ur enn að sér hönd­um í fjár­fest­ingu inn­viða þrátt fyr­ir upp­safn­aða fram­kvæmda­þörf, skemmda vegi og stór­kost­lega fjölg­un ferða­manna. For­ystu­fólk í Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Fram­sókn­ar­flokkn­um vill halda fjár­fest­ing­arstigi hins op­in­bera í lág­marki næstu fimm ár­in og láta einka­að­il­um eft­ir svið­ið. 

Hið op­in­bera held­ur enn að sér hönd­um í fjár­fest­ingu inn­viða þrátt fyr­ir upp­safn­aða fram­kvæmda­þörf, skemmda vegi og stór­kost­lega fjölg­un ferða­manna. For­ystu­fólk í Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Fram­sókn­ar­flokkn­um vill halda fjár­fest­ing­arstigi hins op­in­bera í lág­marki næstu fimm ár­in og láta einka­að­il­um eft­ir svið­ið. 

Stjórnarliðar vilja að einkaaðilar komi í auknum mæli að innviðafjárfestingum og að hið opinbera haldi að sér höndum næstu árin. Þetta er sú stefna sem birst hefur undanfarnar vikur í fjölmiðlaviðtölum, umræðum og nefndarálitum á Alþingi og lesa má út úr ríkisfjármála- og samgönguáætlunum til næstu ára.

Að mati Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur hið opinbera ekki svigrúm til stóraukinna fjárfestinga í innviðum vegna þenslunnar í hagkerfinu og þeirra fjárfestinga sem fyrirhugaðar eru í einkageiranum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra vill horfa í auknum mæli til einkaframkvæmda í vegakerfinu og meirihluti fjárlaganefndar leggur til að einkaaðilum verði falið að byggja upp innviði Keflavíkurflugvallar.

Þrátt fyrir svigrúmið sem myndast hefur í fjármálum hins opinbera undanfarin ár samþykktu 29 þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins fjármálaáætlun þann 18. ágúst síðastliðinn sem gerir ráð fyrir að fjárfestingarstig ríkisins verði álíka lágt og á tímum kreppunnar næstu fimm árin. Ef áætluninni er fylgt verður fjárfesting A-hluta ríkissjóðs aðeins 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu á fyrri hluta tímabilsins en hækkar svo upp í 1,5 prósent. Þá verður fjárfesting sveitarfélaga 0,9 prósent og þannig miklu lægri en hún hefur að jafnaði verið frá 1998. Allt í allt mun opinber fjárfesting vaxa aðeins lítillega á tímabilinu og nema 2,2 til 2,4 prósentum. 

Samkvæmt skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gaf út í fyrra var fjárfestingarstig hins opinbera í þróuðum ríkjum að meðaltali tæp 5 prósent af vergri landsframleiðslu undir lok sjöunda áratugarins og náði sögulegu lágmarki, 3 prósentum af vergri landsframleiðslu, árið 2012. Síðan þá hefur fjárfesting aukist jafnt og þétt. Hið lága opinbera fjárfestingarstig sem gert er ráð fyrir á Íslandi yrði lágt í sögulegu samhengi og mjög lágt í samanburði við það sem tíðkast hefur undanfarna áratugi í flestum þróuðum ríkjum. 

Skemmdir vegir og gamlar brýr

Í júlímánuði var umferð á Hringveginum sú mesta sem mælst hefur frá upphafi. Alls fóru tæplega 101 þúsund ökutæki á dag um 16 lykilsnið Vegagerðarinnar á Hringvegi. Umferðin jókst alls staðar á landinu og mest á Austurlandi. Þetta kemur fram í gögnum Vegagerðarinnar sem birtast á vef stofnunarinnar. Frá áramótum hefur umferð um landið aukist um tæp 13 prósent og er áætlað að aukningin verði tæp 10 prósent á þessu ári miðað við síðasta ár sem yrði nýtt met í hlutfallslegum vexti umferðar. Þetta stafar auðvitað fyrst og fremst af gríðarlegri fjölgun ferðamanna.

Meðan fjöldi ferðamanna eykst og eykst eru innviðafjárfestingar hins opinbera vanræktar. Samtök ferðaþjónustunnar birtu þessa mynd með umsögn sinni um samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar.

Í þingsályktun innanríkisráðherra um samgönguáætlun til næstu fjögurra ára, sem lögð var fram á Alþingi þann 18. mars síðastliðinn, er gengist við því að núverandi fjárveitingar til vegakerfisins nægi varla til að verja það skemmdum og halda uppi viðunandi þjónustu. Bundið slitlag, þ.e. hið fasta yfirborð vega, sé í slæmu ástandi og um 2100 km af stofn- og tengivegum með bundnu slitlagi uppfylli ekki þær veghönnunarreglur sem nú eru við lýði. Brýr séu gamlar og mæti ekki nútímakröfum um umferðaröryggi auk þess sem ástand vegræsa sé víða bágborið. 

Sams konar lýsingar er að finna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fram kemur að undanfarin ár hafi fjárveitingum til vegamála verið forgangsraðað í þágu þjónustu og viðhalds á kostnað framkvæmda. Engu að síður sé enn mikil þörf fyrir viðhald, ekki síst vegna vaxandi vöruflutninga og aukins fjöldi stórra fólksflutningabíla. „Þá hefur vetrarþjónusta verið þung og því safnast upp mikill halli sem snýr að öðrum þjónustuverkefnum sem einnig er brýnt að sinna. Má þar nefna skort á yfirborðsmerkingum vega, vegstikum og merkingum, vanhöld á malarslitlögum og margt fleira. Loks er komin mikil framkvæmdaþörf um allt land, nægir þar að nefna einbreiðar brýr á hringvegi, jarðgöng, bundið slitlag á tengivegi o.fl.“ 

Þrátt fyrir þetta lækka fjárframlög til Vegagerðarinnar í ár og hækka aðeins lítillega næstu tvö árin samkvæmt samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Aðeins er gert ráð fyrir smávægilegri aukningu útgjalda til vega- og samgöngumála til ársins 2021. Á árinu 2017 verður um 30.091 milljón króna varið til samgöngu- og fjarskiptamála og árið 2021 er gert ráð fyrir 31.371 milljón til málefnasviðsins. Þetta er 4,25 prósenta hækkun á tímabili þar sem gert er ráð fyrir samtals 11,57 prósenta aukningu vergrar landsframleiðslu og að fjöldi ferðamanna nær tvöfaldist.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

311. spurningaþraut: Handbolti, tölvuleikur, kvenhetja, borgir
Þrautir10 af öllu tagi

311. spurn­inga­þraut: Hand­bolti, tölvu­leik­ur, kven­hetja, borg­ir

Þraut­in í gær sner­ist um borg­ir. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver á eða átti svarta bíl­inn sem hér að of­an sést? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Guð­mund­ur Guð­munds­son er þjálf­ari ís­lenska karla­lands­liðs­ins í hand­bolta. Hann tók við því starfi í þriðja sinn ár­ið 2018. Hvern leysti hann þá af hólmi? 2.   Í Net­flix-mynd­inni News of the World leik­ur rosk­inn Banda­ríkja­mað­ur að­al­hlut­verk­ið. Hvað heit­ir...
Þá var kátt í höllinni
Mynd dagsins

Þá var kátt í höll­inni

Í morg­un var byrj­að að bólu­setja með 4.600 skömmt­um frá Pfizer, ald­urs­hóp­inn 80 ára og eldri í Laug­ar­dals­höll­inni. Hér er Arn­þrúð­ur Arn­órs­dótt­ir fædd 1932 að fá sinn fyrsta skammt. Alls hafa nú 12.644 ein­stak­ling­ar ver­ið full bólu­sett­ir gegn Covid-19, frá 29. des­em­ber, þeg­ar þeir fyrstu fengu spraut­una. Ís­land er í fjórða neðsta sæti í Evr­ópu með 1.694 smit á hverja 100 þús­und íbúa, Finn­ar eru lægst­ir með ein­ung­is 981 smit á hverja 100 þús­und íbúa. Andorra er með flest smit á heimsvísu, eða 14.116 smit á hverja 100 þús­und íbúa.
Anton ennþá með stöðu sakbornings
FréttirMorð í Rauðagerði

Ant­on enn­þá með stöðu sak­born­ings

Lög­mað­ur Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar seg­ir Ant­on laus­an úr gæslu­varð­haldi en hann hafi enn stöðu sak­born­ings í rann­sókn á morð­inu í Rauða­gerði 28.
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
RannsóknMorð í Rauðagerði

At­hafna­mað­ur­inn Ant­on kort­lagð­ur: Hvað­an koma pen­ing­arn­ir?

Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son hef­ur yf­ir fjölda ára kom­ið að stofn­un, stjórn og prókúru ým­issa fé­laga sem hafa mest­an sinn hagn­að af sölu og kaup­um fast­eigna. Hann seldi „Garða­bæj­ar­höll“ og bygg­ir nú hús á Arn­ar­nes­inu.
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
Þrautir10 af öllu tagi

310. spurn­inga­þraut: Hér er spurt um er­lend­ar borg­ir, hverja af ann­arri

Hér er þraut gær­dags­ins! * All­ar spurn­ing­ar dags­ins snú­ast um er­lend­ar borg­ir. Fyrri auka­spurn­ing: Í hvaða borg má finna stytt­una sem sést á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Osló er fjöl­menn­asta borg Nor­egs. Hver er sú næst­fjöl­menn­asta? 2.   Oscar Niemeyer var arki­tekt sem fékk það drauma­verk­efni að hanna fjölda stór­hýsa og op­in­berra bygg­inga í al­veg splunku­nýrri borg sem...
Skjálfandi jörð
Mynd dagsins

Skjálf­andi jörð

Síð­an skjálfta­hrin­an byrj­aði síð­ast­lið­inn mið­viku­dag hafa rúm­lega 11.500 skjálft­ar mælst á Reykja­nes­inu. Og held­ur er að bæta í því á fyrstu tólf tím­um dags­ins í dag (1. mars) hafa mælst yf­ir 1500 skjálft­ar, þar af 18 af stærð­inni 3.0 eða stærri. Virkn­in í dag er stað­bund­in en flest­ir skjálft­ana eiga upp­tök sín við Keili og Trölla­dyngju, sem er skammt frá Sand­fellsklofa þar sem er mynd dags­ins er tek­in.
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Það eina sem ég vildi var að deyja“

Ásta Önnu­dótt­ir, sem var vist­uð um tveggja ára skeið á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, lýs­ir því að hún hafi orð­ið fyr­ir slíku and­legu of­beldi þar að það hafi dreg­ið úr henni lífs­vilj­ann. Hún hafi ver­ið glað­vært barn en fram­kom­an í henn­ar garð á heim­il­inu hafi bar­ið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveim­ur ára­tug­um síð­ar, sem hún sé að jafna sig.
Heimilisbókhald Sjálfstæðismanna
Halldór Auðar Svansson
Blogg

Halldór Auðar Svansson

Heim­il­is­bók­hald Sjálf­stæð­is­manna

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra og þing­kona Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norð­ur, rit­aði í síð­asta mán­uði grein um Reykja­vík­ur­borg þar sem kunn­ug­leg Val­hall­ar­stef um rekst­ur borg­ar­inn­ar koma fyr­ir. Söng­ur­inn er gam­all og þreytt­ur, hann geng­ur út á að reynt er að sýna fram á að í sam­an­burði við þær ein­ing­ar sem Sjálf­stæð­is­menn eru að reka – rík­is­sjóð og önn­ur sveit­ar­fé­lög – sé allt...
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
MenningMetoo

Nýtt leik­rit veit­ir kven­skör­ungi upp­reist æru

„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ seg­ir Tinna Sverr­is­dótt­ir sem grét nán­ast á hverri æf­ingu fyrstu vik­urn­ar í und­ir­bún­ingi fyr­ir leik­rit sem varp­ar nýju ljósi á ævi Sun­nefu Jóns­dótt­ur. Sun­nefa var tví­dæmd til dauða á 18. öld fyr­ir blóðskömm.
Gjaldþrotum og nauðungarsölum fækkaði á síðasta ári
Fréttir

Gjald­þrot­um og nauð­ung­ar­söl­um fækk­aði á síð­asta ári

Færri ein­stak­ling­ar voru lýst­ir gjald­þrota á síð­asta ári en ár­in tvö á und­an. Hið sama má segja um nauð­ung­ar­söl­ur á eign­um. Þá fækk­aði fjár­nám­um einnig.
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
Þrautir10 af öllu tagi

309. spurn­inga­þraut: Katrín­ar, sjó­míl­ur, jök­ull og Halla Signý

Þið finn­ið þraut­ina frá í gær hér. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvar voru — eft­ir því sem best er vit­að — að­al bæki­stöðv­ar þeirr­ar menn­ing­ar sem skóp mynd­ina hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hinrik 8. Eng­land­skóng­ur átti fleiri eig­in­kon­ur en al­gengt er um evr­ópska kónga. Hve marg­ar? 2.   Hve marg­ar þeirra hétu Katrín? 3.   Og fyrst við er­um á þess­um...
Það er bannað í Búrma
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Það er bann­að í Búrma

„Fasism­inn er í al­vöru á upp­leið,“ skrif­ar Ill­ugi Jök­uls­son um beit­ingu hryðju­verka- og sótt­varna­laga til að kæfa nið­ur lýð­ræði.