Fréttir

Innflytjendur eiga undir högg að sækja í skólum landsins

Charmaine Butler hefur búið á Íslandi í níu ár og langar að starfa sem sjúkraliði. Hún segist hafa mætt skilningsleysi af hálfu skólastjórnenda þegar hún reyndi að sækja sér menntun hér á landi, sem varð til þess að hún hrökklaðist úr náminu. Forstöðumaður Fjölmenningarseturs segir innflytjendur eiga verulega undir högg að sækja í framhaldsskólum landsins.

Charmaine Butler er kona á fimmtugsaldri og kemur frá Bahamaeyjum. Enska er hennar móðurmál, en eftir níu ára dvöl á Íslandi skilur hún íslensku ágætlega og talar smávegis. Hún hafði unnið við ýmislegt frá því hún kom til Íslands, meðal annars á Landspítala og í ferðaþjónustu, þegar hún fékk vinnu við aðhlynningu á hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dölum. „Ég kunni vel við vinnuna og vildi sækja mér þekkingu og menntun í faginu,“ segir Charmaine, sem í kjölfarið skráði sig í sjúkraliðanám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. 

Hún segist hafa kunnað vel við námið í fyrstu og fundist það bæði áhugavert og skemmtilegt. Hún fékk leyfi til að taka prófin á ensku, en síðasta haust var hins vegar tekin ákvörðun um að hún myndi framvegis þurfa að borga 15 þúsund krónur fyrir þýðinguna á hverju prófi. Charmaine átti að taka alls fimm próf á síðustu haustönn og hefði því þurft að greiða alls 75 þúsund krónur fyrir önnina, en fyrir einstakling í láglaunastarfi er það dágóður peningur. 

Svöruðu ekki spurningum um gjaldtöku

Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi, aðstoðaði Charmaine í kjölfarið við að skrifa bréf til skólans þar sem þessu gjaldi var mótmælt. „Fleiri nemendur þurfa sérstaka aðstoð í námi, til 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur

Fréttir

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana

Fréttir

Æðstu stjórnendur ríkisins fá ekki lengur afslátt af áfengi

Uppskrift

Féll fyrir manninum með satay-kjúklinginn

Reynsla

Leitin að landinu týnda: Íslendingur í Kasakstan

Viðtal

Dreymdi alltaf um að búa í Danmörku

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Robert Downey og Brynjar Níelsson lögmenn sama nektardansstaðar

Fréttir

„Robert Downey fékk sérstaka meðferð þegar hann sótti um uppreist æru“

Pistill

Kennari svarar ummælum Áslaugar Örnu

Fréttir

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur

Fréttir

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana

Fréttir

Hann vildi leggja Ísland í eyði