Þessi grein er meira en 3 ára gömul.

Innanríkisráðuneytið neitar að tjá sig: „Ólöf! Ekki leyfa þeim að taka barnið mitt“

Til­finn­inga­þrung­inn sam­stöðufund­ur var hald­inn á Aust­ur­velli í gær með fimm ára dreng sem norska barna­vernd­in vill fá send­an til Nor­egs í fóst­ur. Síð­ustu tveir inn­an­rík­is­ráð­herr­ar hafa bland­að sér í for­sjár­mál á milli landa með pen­inga­styrkj­um en nú neit­ar ráðu­neyt­ið að tjá sig.

Til­finn­inga­þrung­inn sam­stöðufund­ur var hald­inn á Aust­ur­velli í gær með fimm ára dreng sem norska barna­vernd­in vill fá send­an til Nor­egs í fóst­ur. Síð­ustu tveir inn­an­rík­is­ráð­herr­ar hafa bland­að sér í for­sjár­mál á milli landa með pen­inga­styrkj­um en nú neit­ar ráðu­neyt­ið að tjá sig.

Innanríkisráðuneytið neitar að tjá sig um mál fimm ára íslensks drengs sem verður sóttur af lögreglu á heimili fjölskyldu sinnar eftir 37 daga og fluttur nauðugur til Noregs þar sem hann verður vistaður í þrettán ár hjá ókunnugum fósturforeldrum.

Amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, hefur undanfarna daga reynt að ná í einhvern hjá ráðuneytinu sem hefur með þessi mál að gera en ekki haft erindi sem erfiði. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að senda bæri drenginn aftur til Noregs, fyrra dvalarlands, á grundvelli alþjóðasamninga, en Helena flúði með hann frá Noregi vegna ákvörðunar barnaverndarinnar um að senda hann í fóstur hjá norskum fósturforeldrum.

Helena og Eyjólfur
Helena og Eyjólfur Ef barnaverndin í Noregi fær Eyjólf í sína vörslu þá fær Helena ekki að hitta barnabarn sitt fyrr en eftir rúm þrettán ár.

Ráðherrar sama ráðuneytis hafa hins vegar í tvígang stigið inn í forsjármál á milli landa. Þannig styrktu bæði Ögmundur Jónasson og Hanna Birna Kristjánsdóttir þriggja barna íslenska móður sem flúði með börn sín til Íslands frá Danmörku, í gegnum Noreg.

Fjármögnuðu flóttaflugvél

Málin eru keimlík en þó ekki – Helena flúði með fimm ára gamalt barnabarn sitt til þess að komast undan norsku barnaverndinni en hin þriggja barna íslenska móðir, Hjördís Svan Aðalheiðardóttir, var að flýja danskan föður barnanna. Þá kom einnig í ljós að hluti styrkjanna frá ráðuneytinu í ráðherratíð Hönnu Birnu var notaður til að fjármagna leigu á flugvél sem flutti mæðgurnar frá Noregi til Íslands. Frá þessu var greint í fjölmörgum fjölmiðlum, meðal annars í ítarlegri úttekt DV.

 „Ráðuneytið tjáir sig ekki um málið.“

Samtals styrkti ráðuneytið Hjördísi Svan um 2,3 milljónir króna en í svari frá innanríkisráðuneytinu á þeim tíma kom fram að fjármunirnir væru ætlaðir greiðslu á ýmiss konar kostnaði – eins og ferðakostnaði, lögfræðikostnaði, þýðingakostnaði og húsnæðiskostnaði. Styrkir í stjórnartíð Ögmundar námu 964 þúsund en námu rúmlega 1.330 þúsund krónum í tíð Hönnu Birnu.

Engin svör, engin aðstoð

Aðstoðin var hins vegar ekki aðeins í formi fjárstyrkja.  Einn af aðstandendum Hjördísar Svan gekk svo langt að segja í viðtali við Fréttablaðið að innanríkisráðuneytið hefði lofað því að Hjördís og stúlkurnar yrðu ekki sendar úr landi ef þær kæmu aftur til Íslands eftir flóttann til landsins. Sú sem sagði þetta er starfandi prestur í Noregi, Arndís Ósk Hauksdóttir. Í dag er hins vegar enga aðstoð að fá. Ekki einu sinni svar við þeirri spurningu hvort innanríkisráðuneytið sé yfirhöfuð að skoða málið.

Í svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar er bent á upplýsingatexta um Haag-samninginn sem finna má á vefsíðu innanríkisráðuneytisins. Fyrir utan það var einfaldlega sagt: „Ráðuneytið tjáir sig ekki um málið.“

Elva og Helena
Elva og Helena Mæðgurnar mættu á samstöðufundinn í gær en 37 dagar eru þar til þau þurfa að afhenda fimm ára gamla drenginn.

37 dagar til stefnu

Stundin hefur fjallað ítarlega um málið frá því Helena steig fram og sagðist hafa rænt barnabarni sínu til þess að bjarga því en hún flúði frá Noregi til Íslands í byrjun júní. Barnaverndin í Kristiansand, þar sem Helena bjó ásamt dætrum sínum, krefst þess að drengnum verði komið upp í flugvél aftur til Noregs svo hægt sé að koma honum fyrir hjá fósturforeldrum. Helena neitaði að afhenda drenginn þegar innanríkisráðuneytið hafði samband við hana þannig að ráðuneytið aðstoðaði norsku barnaverndina að finna lögmann til þess að berjast fyrir afhendingu drengsins fyrir íslenskum dómstólum.

„Ekki láta mín mistök bitna á barninu mínu.
Ég er að standa mig.“

Málinu tapaði Helena og Elva Christina, móðir drengsins, og gaf dómurinn þeim mæðgum sextíu daga til þess að afhenda hann norsku barnaverndinni. Málinu hefur verið áfrýjað en það hefur ekki áhrif á þá sextíu daga sem þeim gefast til þess að kveðja barnið fyrir fullt og allt. 37 dagar eru til stefnu.

Vilja að innanríkisráðherra beiti sér
Vilja að innanríkisráðherra beiti sér Fjöldi fólks kom saman á samstöðufundinum fyrir framan Alþingishúsið í gær og kröfðust þess að Ólöf Nordal myndi beita sér í máli drengsins.

Sálfræðimati hent út af borðinu í héraði

Í gær var síðan haldinn samstöðufundur á Austurvelli og krafðist þar fjöldi fólks að innanríkisráðherra myndi beita sér í málinu svo hægt væri að finna lausn á því hér á landi en ekki í Noregi. „Ólöf! Ekki leyfa þeim að taka barnið mitt. Ekki láta mín mistök bitna á barninu mínu. Ég er að standa mig. Leyfið honum að alast upp á Íslandi,“ sagði Elva Christina, móðir drengsins, á samstöðufundinum í gær og var greinilega mikið niður fyrir. Þar beindi hún orðum sínum til núverandi innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er starfandi innanríkisráðherra í fjarveru Ólafar Nordal en samkvæmt fréttum er hún í veikindaleyfi.

Þess ber að geta að drengurinn kann enga norsku, talar íslensku, sækir íslenskan leikskóla og á íslenska vini. Þá hefur hann búið hjá ömmu sinni nánast allt sitt líf og mat sálfræðingur, sem gaf skýrslu um málið sem var ekki tekin til greina af Héraðsdómi Reykjavíkur, það sem svo að drengurinn vildi búa hjá fjölskyldu sinni á Íslandi. Þá hefur barnaverndarnefnd Reykjavíkurborgar heimsótt fjölskylduna reglulega auk þess sem móðir hans hefur skilað inn vikulegum prufum til þess að sýna fram á að hún sé ekki í neyslu heldur á batabraut.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

„Þetta er eins og að missa hann rosalega hægt“
FréttirFaraldur 21. aldarinnar

„Þetta er eins og að missa hann rosa­lega hægt“

Pabbi systr­anna Pálínu Mjall­ar og Guð­rún­ar Huldu greind­ist með Alzheimer fyr­ir sjö ár­um en þær segja erfitt að segja til um hvenær fyrstu ein­kenna sjúk­dóms­ins varð vart. Síð­an þá hef­ur fjöl­skyld­an tek­ist á við sjúk­dóm­inn í ferli sem syst­urn­ar lýsa sem af­ar lýj­andi. Þær eru þakk­lát­ar fyr­ir kær­leiks­ríka umönn­un pabba síns en segja af­ar brýnt að bæta stuðn­ing við nán­ustu að­stand­end­ur.
69. spurningaþraut: Hér er meðal annars ein spurning um Steingrím J. Sigfússon
Þrautir10 af öllu tagi

69. spurn­inga­þraut: Hér er með­al ann­ars ein spurn­ing um Stein­grím J. Sig­fús­son

Auka­spurn­ing­arn­ar: Úr hvaða banda­rísku kvik­mynd er skjá­skot­ið hér að of­an? Hvað heit­ir lyfti­duft­ið sem sést á mynd­inni hér að neð­an? En að­al­spurn­ing­arn­ar tíu: 1.   Hver samdi tón­verk­ið „Dóná svo blá“. Svar­ið þarf að vera býsna ná­kvæmt. 2.   Fyr­ir hvaða kjör­dæmi sit­ur Stein­grím­ur J. Sig­fús­son for­seti Al­þing­is á þingi? 3.   Hvað heit­ir formað­ur Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands, KSÍ? 4.   Hvað heit­ir verð­andi drottn­ing...
Eigandi hússins sem brann tjáir sig: „Útlendingarnir borga en ekki Íslendingarnir“
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Eig­andi húss­ins sem brann tjá­ir sig: „Út­lend­ing­arn­ir borga en ekki Ís­lend­ing­arn­ir“

Krist­inn Jón Gísla­son, eig­andi HD verks ehf. sem á með­al ann­ars Bræðr­ar­borg­ar­stíg 1, seg­ist vera með sann­an­ir fyr­ir því að einn leigj­and­inn hafi kveikt í hús­inu. Hann seg­ir brun­ann vera harm­leik en vill ekki tjá sig frek­ar.
Katrín býður þingmönnum að minnast brunans á Þingvöllum 1970
Fréttir

Katrín býð­ur þing­mönn­um að minn­ast brun­ans á Þing­völl­um 1970

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra býð­ur þing­mönn­um til minn­ing­ar­at­hafn­ar vegna 50 ára frá elds­voð­an­um á Þing­völl­um sem tók líf þá­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, konu hans og dótt­ur­son­ar.
Ríkisstjórnin hefur ekki rætt eldsvoðann
Fréttir

Rík­is­stjórn­in hef­ur ekki rætt elds­voð­ann

Á fyrsta fundi eft­ir snjóflóð á Flat­eyri í janú­ar ræddi rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur við­brögð og ráð­herr­ar fóru á vett­vang. Á tveim­ur fund­um frá því að þrír lét­ust í bruna við Bræðra­borg­ar­stíg hef­ur mál­ið ekki ver­ið á dag­skrá. Ekk­ert hef­ur birst á vef stjórn­ar­ráðs­ins.
Vilja átak gegn hættulegu húsnæði
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Vilja átak gegn hættu­legu hús­næði

Flokk­ur fólks­ins vill vit­und­ar­vakn­ingu um bruna­varn­ir í kjöl­far brun­ans við Bræðra­borg­ar­stíg. Fólk sem leigi ósam­þykkt­ar íbúð­ir þekki oft ekki rétt­indi sín.
Tolli
Hús & Hillbilly#3

Tolli

Tolli ræddi við Hill­billy um mynd­listarelít­una, leit­ina að Tolla, að vera í nú­inu og upp­bygg­ingu Tolla sem fyr­ir­tæki. Hill­billy gekk út í al­gerri nú­vit­und.
68. spurningaþraut: Sykurmolarnir, Bunuel, Fjalla-Eyvindur og ástfangin stúlka
Þrautir10 af öllu tagi

68. spurn­inga­þraut: Syk­ur­mol­arn­ir, Bunu­el, Fjalla-Ey­vind­ur og ást­fang­in stúlka

Auka­spurn­ing­ar eru þess­ar: Í hvaða stríði var hún tek­in, sú skelfi­lega en víð­fræga ljós­mynd sem sést hér að of­an? Og hvað heit­ir kon­an á neðri mynd­inni? 1.   Í mjög vin­sælli kvik­mynd, sem gerð var ár­ið 1982, var per­sóna sem eng­inn vissi hvað hét í raun og veru. Gera átti fram­hald af mynd­inni, og þar átti með­al ann­ars að koma í...
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.
Veiran afhjúpar muninn á Bandaríkjunum og Evrópu
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Veir­an af­hjúp­ar mun­inn á Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu

Veir­an æð­ir áfram. Fjöldi greindra smita um heim­inn nálg­ast nú 11 millj­ón­ir og fjöldi dauðs­falla nálg­ast 520.000. Banda­ríkja­menn telja að­eins um 4% af íbúa­fjölda heims­ins en greind smit og dauðs­föll þar vestra eru samt um fjórð­ung­ur greindra smita og dauðs­falla um heim­inn all­an. Nán­ar til­tek­ið eru 131.000 manns fall­in í val­inn af völd­um veirunn­ar í Band­ríkj­un­um. Smit­um og dauðs­föll­um fer...
Bíó Paradís opnar á ný við Hverfisgötu
Fréttir

Bíó Para­dís opn­ar á ný við Hverf­is­götu

Sam­komu­lag hef­ur náðst við eig­end­ur húss­ins sem hýs­ir Bíó Para­dís um að starf­semi haldi áfram í sept­em­ber.
Skiptar skoðanir um myndband KSÍ: „Þetta er hámark heimskunnar“
Fréttir

Skipt­ar skoð­an­ir um mynd­band KSÍ: „Þetta er há­mark heimsk­unn­ar“

Marg­ir lýstu því að mynd­band­ið hefði kall­að fram gæsa­húð af hrifn­ingu. Pró­fess­or við Lista­há­skól­ann, Godd­ur, seg­ir aft­ur á móti að mynd­band­ið sé veru­lega ógeð­fellt og upp­fullt af þjóð­rembu.