Þessi grein er meira en 5 ára gömul.

Innanríkisráðuneytið neitar að tjá sig: „Ólöf! Ekki leyfa þeim að taka barnið mitt“

Til­finn­inga­þrung­inn sam­stöðufund­ur var hald­inn á Aust­ur­velli í gær með fimm ára dreng sem norska barna­vernd­in vill fá send­an til Nor­egs í fóst­ur. Síð­ustu tveir inn­an­rík­is­ráð­herr­ar hafa bland­að sér í for­sjár­mál á milli landa með pen­inga­styrkj­um en nú neit­ar ráðu­neyt­ið að tjá sig.

Til­finn­inga­þrung­inn sam­stöðufund­ur var hald­inn á Aust­ur­velli í gær með fimm ára dreng sem norska barna­vernd­in vill fá send­an til Nor­egs í fóst­ur. Síð­ustu tveir inn­an­rík­is­ráð­herr­ar hafa bland­að sér í for­sjár­mál á milli landa með pen­inga­styrkj­um en nú neit­ar ráðu­neyt­ið að tjá sig.

Innanríkisráðuneytið neitar að tjá sig um mál fimm ára íslensks drengs sem verður sóttur af lögreglu á heimili fjölskyldu sinnar eftir 37 daga og fluttur nauðugur til Noregs þar sem hann verður vistaður í þrettán ár hjá ókunnugum fósturforeldrum.

Amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, hefur undanfarna daga reynt að ná í einhvern hjá ráðuneytinu sem hefur með þessi mál að gera en ekki haft erindi sem erfiði. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að senda bæri drenginn aftur til Noregs, fyrra dvalarlands, á grundvelli alþjóðasamninga, en Helena flúði með hann frá Noregi vegna ákvörðunar barnaverndarinnar um að senda hann í fóstur hjá norskum fósturforeldrum.

Helena og Eyjólfur
Helena og Eyjólfur Ef barnaverndin í Noregi fær Eyjólf í sína vörslu þá fær Helena ekki að hitta barnabarn sitt fyrr en eftir rúm þrettán ár.

Ráðherrar sama ráðuneytis hafa hins vegar í tvígang stigið inn í forsjármál á milli landa. Þannig styrktu bæði Ögmundur Jónasson og Hanna Birna Kristjánsdóttir þriggja barna íslenska móður sem flúði með börn sín til Íslands frá Danmörku, í gegnum Noreg.

Fjármögnuðu flóttaflugvél

Málin eru keimlík en þó ekki – Helena flúði með fimm ára gamalt barnabarn sitt til þess að komast undan norsku barnaverndinni en hin þriggja barna íslenska móðir, Hjördís Svan Aðalheiðardóttir, var að flýja danskan föður barnanna. Þá kom einnig í ljós að hluti styrkjanna frá ráðuneytinu í ráðherratíð Hönnu Birnu var notaður til að fjármagna leigu á flugvél sem flutti mæðgurnar frá Noregi til Íslands. Frá þessu var greint í fjölmörgum fjölmiðlum, meðal annars í ítarlegri úttekt DV.

 „Ráðuneytið tjáir sig ekki um málið.“

Samtals styrkti ráðuneytið Hjördísi Svan um 2,3 milljónir króna en í svari frá innanríkisráðuneytinu á þeim tíma kom fram að fjármunirnir væru ætlaðir greiðslu á ýmiss konar kostnaði – eins og ferðakostnaði, lögfræðikostnaði, þýðingakostnaði og húsnæðiskostnaði. Styrkir í stjórnartíð Ögmundar námu 964 þúsund en námu rúmlega 1.330 þúsund krónum í tíð Hönnu Birnu.

Engin svör, engin aðstoð

Aðstoðin var hins vegar ekki aðeins í formi fjárstyrkja.  Einn af aðstandendum Hjördísar Svan gekk svo langt að segja í viðtali við Fréttablaðið að innanríkisráðuneytið hefði lofað því að Hjördís og stúlkurnar yrðu ekki sendar úr landi ef þær kæmu aftur til Íslands eftir flóttann til landsins. Sú sem sagði þetta er starfandi prestur í Noregi, Arndís Ósk Hauksdóttir. Í dag er hins vegar enga aðstoð að fá. Ekki einu sinni svar við þeirri spurningu hvort innanríkisráðuneytið sé yfirhöfuð að skoða málið.

Í svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar er bent á upplýsingatexta um Haag-samninginn sem finna má á vefsíðu innanríkisráðuneytisins. Fyrir utan það var einfaldlega sagt: „Ráðuneytið tjáir sig ekki um málið.“

Elva og Helena
Elva og Helena Mæðgurnar mættu á samstöðufundinn í gær en 37 dagar eru þar til þau þurfa að afhenda fimm ára gamla drenginn.

37 dagar til stefnu

Stundin hefur fjallað ítarlega um málið frá því Helena steig fram og sagðist hafa rænt barnabarni sínu til þess að bjarga því en hún flúði frá Noregi til Íslands í byrjun júní. Barnaverndin í Kristiansand, þar sem Helena bjó ásamt dætrum sínum, krefst þess að drengnum verði komið upp í flugvél aftur til Noregs svo hægt sé að koma honum fyrir hjá fósturforeldrum. Helena neitaði að afhenda drenginn þegar innanríkisráðuneytið hafði samband við hana þannig að ráðuneytið aðstoðaði norsku barnaverndina að finna lögmann til þess að berjast fyrir afhendingu drengsins fyrir íslenskum dómstólum.

„Ekki láta mín mistök bitna á barninu mínu.
Ég er að standa mig.“

Málinu tapaði Helena og Elva Christina, móðir drengsins, og gaf dómurinn þeim mæðgum sextíu daga til þess að afhenda hann norsku barnaverndinni. Málinu hefur verið áfrýjað en það hefur ekki áhrif á þá sextíu daga sem þeim gefast til þess að kveðja barnið fyrir fullt og allt. 37 dagar eru til stefnu.

Vilja að innanríkisráðherra beiti sér
Vilja að innanríkisráðherra beiti sér Fjöldi fólks kom saman á samstöðufundinum fyrir framan Alþingishúsið í gær og kröfðust þess að Ólöf Nordal myndi beita sér í máli drengsins.

Sálfræðimati hent út af borðinu í héraði

Í gær var síðan haldinn samstöðufundur á Austurvelli og krafðist þar fjöldi fólks að innanríkisráðherra myndi beita sér í málinu svo hægt væri að finna lausn á því hér á landi en ekki í Noregi. „Ólöf! Ekki leyfa þeim að taka barnið mitt. Ekki láta mín mistök bitna á barninu mínu. Ég er að standa mig. Leyfið honum að alast upp á Íslandi,“ sagði Elva Christina, móðir drengsins, á samstöðufundinum í gær og var greinilega mikið niður fyrir. Þar beindi hún orðum sínum til núverandi innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er starfandi innanríkisráðherra í fjarveru Ólafar Nordal en samkvæmt fréttum er hún í veikindaleyfi.

Þess ber að geta að drengurinn kann enga norsku, talar íslensku, sækir íslenskan leikskóla og á íslenska vini. Þá hefur hann búið hjá ömmu sinni nánast allt sitt líf og mat sálfræðingur, sem gaf skýrslu um málið sem var ekki tekin til greina af Héraðsdómi Reykjavíkur, það sem svo að drengurinn vildi búa hjá fjölskyldu sinni á Íslandi. Þá hefur barnaverndarnefnd Reykjavíkurborgar heimsótt fjölskylduna reglulega auk þess sem móðir hans hefur skilað inn vikulegum prufum til þess að sýna fram á að hún sé ekki í neyslu heldur á batabraut.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

N1 Rafmagn baðst loks afsökunar á ofrukkunum í þriðju atrennu
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

N1 Raf­magn baðst loks af­sök­un­ar á of­rukk­un­um í þriðju at­rennu

N1 Raf­magn rétt­lætti of­rukk­an­ir á raf­magni til við­skipta­vina sinna tví­veg­is áð­ur en fyr­ir­tæk­ið baðst af­sök­un­ar. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ekki út­skýrt af hverju það ætl­ar ekki að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um mis­mun­inn á inn­heimtu verði raf­magns og aug­lýstu frá sumr­inu 2020 þeg­ar það varð sölu­að­ili til þrauta­vara.
Sauðfjárbóndi segir ekkert upp úr búskapnum að hafa
Fréttir

Sauð­fjár­bóndi seg­ir ekk­ert upp úr bú­skapn­um að hafa

Verð á áburði hef­ur því sem næst tvö­fald­ast milli ára. Kostn­að­ar­auki fyr­ir bænd­ur vegna þess nem­ur 2,5 millj­örð­um króna. Gróa Jó­hanns­dótt­ir, sauð­fjár­bóndi í Breið­dal, seg­ir áburð­ar­kaup éta upp 60 pró­sent þess sem hún fær fyr­ir inn­legg sitt í slát­ur­hús. „Það er í raun bil­un í manni að vera að standa í þessu.“
635. spurningaþraut: Ríki með landamæri að aðeins einu ríki öðru
Þrautir10 af öllu tagi

635. spurn­inga­þraut: Ríki með landa­mæri að að­eins einu ríki öðru

Hér er fyrri auka­spurn­ing, hún er svona: Út­lín­ur hvaða eyj­ar má sjá hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða ís­lensk­um firði er Hergils­ey? 2.  Hvað er Maríu­tása?  3.  Hvaða þétt­býl­is­stað­ur er næst­ur í vestri þeg­ar far­ið er frá Hvols­velli? 4.  Í hvaða landi hef­ur Pedro Sánchez ver­ið for­sæt­is­ráð­herra frá 2018? 5.  Gunn­ar Helga­son skrif­aði eina vin­sæl­ustu barna­bók síð­asta árs....
Stjórnendur SÁÁ bera ábyrgð á þjónustunni en ekki starfsfólkið segir forstjóri SÍ
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Stjórn­end­ur SÁÁ bera ábyrgð á þjón­ust­unni en ekki starfs­fólk­ið seg­ir for­stjóri SÍ

María Heim­is­dótt­ir, for­stjóri Sjúkra­trygg­inga seg­ir að nið­ur­staða í máli SÁÁ sé feng­in eft­ir ít­ar­lega skoð­un og SÍ hafi ver­ið skylt að til­kynna mál­ið til hér­aðssak­sókn­ara. Ábyrgð á þjón­ust­unni sé al­far­ið stjórn­enda SÁÁ en ekki ein­stakra starfs­manna. Hún seg­ir af­ar ómak­legt að Ari Matth­ías­son, starfs­mað­ur Sjúkra­trygg­inga hafi ver­ið dreg­inn inn í um­ræð­una og sak­að­ur um ómál­efna­leg sjón­ar­mið.
Stjórn SÁÁ lýsir fullu trausti til framkvæmdastjórnar SÁÁ
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Stjórn SÁÁ lýs­ir fullu trausti til fram­kvæmda­stjórn­ar SÁÁ

Auka­fundi stjórn­ar SÁÁ sem boð­að var til vegna nið­ur­stöðu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands lauk rétt í þessu. Á fund­in­um var lýst yf­ir fullu trausti á fram­kvæmda­stjórn SÁÁ, stjórn­end­ur og starfs­fólk sam­tak­anna. Í yf­ir­lýs­ingu sem sam­þykkt var seg­ir með­al ann­ars, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar, að að­gerð­ir SÍ gegn SÁÁ hafi ver­ið yf­ir­drifn­ar og rýri traust al­menn­ings á sam­tök­un­um.
0,03 prósent covid-smitaðra eru á gjörgæslu
Fréttir

0,03 pró­sent covid-smit­aðra eru á gjör­gæslu

Alls eru 23 þús­und Ís­lend­inga í ein­angr­un eða sótt­kví í dag, á með­an þrír liggja inni á gjör­gæslu með Covid 19. Minni­hluti covid-smit­aðra á Land­spít­al­an­um er þar vegna covid-sýk­ing­ar­inn­ar. 6 pró­sent þjóð­ar­inn­ar er í aflok­un vegna smits eða um­gengni við smit­aða.
Platar Pútín Biden?
Greining

Plat­ar Pútín Biden?

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hef­ur viðr­að mögu­leika á að Rúss­ar ráð­ist inn í Úkraínu án af­ger­andi við­bragða frá Nató-ríkj­um, en síð­ar dreg­ið orð sín til baka. „Það eru ekki til nein­ar smá­vægi­leg­ar inn­rás­ir,“ seg­ir for­seti Úkraínu í andsvari. Stjórn­ar­and­stæð­ing­ur­inn Al­ex­ei Navalny seg­ir að Pútín sé að plata.
Þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá ráðherra um ofrukkanir á sölu rafmagns
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vill fá svör frá ráð­herra um of­rukk­an­ir á sölu raf­magns

Einn af þing­mönn­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jó­hann Páll Jó­hanns­son, hef­ur sent fyr­ir­spurn í 16. lið­um til Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, ráð­herra orku­mála. Við­skipta­hætt­ir N1 Raf­magns hafa vak­ið mikla at­hygli síð­ustu vik­urn­ar.
Sænskt stórblað fjallar um launamál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé ofurmaður
FréttirLaun Björns Zoega

Sænskt stór­blað fjall­ar um launa­mál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé of­ur­mað­ur

Í öðr­um leið­ara Dagens Nyheter í dag er fjall­að um laun Björns Zoega, for­stjóra Karol­inska-sjúkra­húss­ins í Sví­þjóð, og er launa­hækk­un hans sett í sam­hengi við hækk­an­ir hjá hjúkr­un­ar­fræð­ing­um. Blað­ið skil­ur ekki hvernig Björn get­ur ver­ið í tveim­ur störf­um í Sví­þjóð og Ís­landi.
80 ár í dag frá Wannsee-fundinum — hverjir sátu þennan skelfilega fund?
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

80 ár í dag frá Wann­see-fund­in­um — hverj­ir sátu þenn­an skelfi­lega fund?

Það gerð­ist fyr­ir slétt­um 80 ár­um. Fimmtán karl­ar á miðj­um aldri komu sam­an á ráð­stefnu í svo­lít­illi höll við Wann­see-vatn spöl­korn suð­vest­ur af Berlín. Við vatn­ið voru og eru Berlín­ar­bú­ar van­ir að hafa það huggu­legt og njóta úti­lífs en þá var há­vet­ur og ekki marg­ir á ferli sem fylgd­ust með hverri svartri límús­ín­unni af ann­arri renna að höll­inni aft­an­verðri og...
634. spurningaþraut: Hvað gerir Valdimar þegar hann nennir ekki að horfa á klukkuna?
Þrautir10 af öllu tagi

634. spurn­inga­þraut: Hvað ger­ir Valdi­mar þeg­ar hann nenn­ir ekki að horfa á klukk­una?

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er karl­inn hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  „Sæl­ir eru hóg­vær­ir, því þeir munu erfa land­ið.“ Hver mælti svo? 2.  En hvernig er fram­hald­ið á orð­um sem við­komndi sagði líka: „Sæl­ir eru sorg­bitn­ir því þeir munu ...“ 3.  Þeg­ar söngv­ar­inn Valdi­mar er orð­inn leið­ur á að horfa á klukk­una, þótt vís­arn­ir fær­ist varla úr stað, og líka að...
Segja yfirlýsinguna ekki í nafni alls starfsfólks SÁÁ
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Segja yf­ir­lýs­ing­una ekki í nafni alls starfs­fólks SÁÁ

Yf­ir­lýs­ing frá starfs­fólki SÁÁ var ekki bor­in und­ir allt starfs­fólk sam­tak­anna áð­ur en hún var send til fjöl­miðla í gær, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. „Hún var skrif­uð fyr­ir okk­ar hönd án okk­ar vit­und­ar,“ seg­ir starfs­mað­ur sem Stund­in ræddi við. Fleira starfs­fólk sem rætt var við tók í sama streng en aðr­ir sögð­ust treysta stjórn SÁÁ til að tala fyr­ir hönd starfs­fólks enda sé það gert í góðri trú.