Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra undirritaði opinberan samstarfssamning við kínverska ríkið um jarðvarmaverkefni þar í landi þar sem Orka Energy Ltd, fyrirtæki sem hann áður starfaði hjá, var fulltrúi Íslands ásamt íslenska ríkisfyrirtækinu Orkustofnun.
Þetta kemur fram í samningnum um þessa samvinnu á sviði jarðvarmarannsókna sem menntamálaráðuneytið hefur sent Stundinni ásamt öðrum gögnum um skipulagningu á opinberri heimsókn Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra til Kína í mars síðastliðnum. Um er að ræða umtalsvert magn gagna sem Stundin mun vinna úr og segja frá á næstunni. Í gögnunum kemur fram hvernig opinber heimsókn Illuga Gunnarssonar var ákveðin og skipulögð og samanstanda gögnin af dagskrárdrögum, tölvupóstum, bréfum og öðru.
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir