Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Í 130 ára einbýlishúsi í hjarta miðborgarinnar

Mat­reiðslu­mað­ur­inn Völ­und­ur Snær Völ­und­ar­son og Þóra Sig­urð­ar­dótt­ir rit­höf­und­ur búa í 130 ára gömlu sögu­frægu húsi að Bók­hlöðu­stíg í Reykja­vík. Þau hafa tek­ið hús­ið al­gjör­lega í gegn að inn­an en á sama tíma reyna þau að halda sem flestu upp­runa­legu.

„Ég er að byggja Lego-borg,“ tilkynnir hinn sjö ára gamli Baldvin Snær blaðamanni þegar okkur ber að garði og leiðir að eldhúsborðinu þar sem framkvæmdirnar eiga sér stað. Móey, yngri systir hans, situr á fallegum barstól eftir Daníel Magnússon og spilar á hljómborð. Heimilisfaðirinn er á sínum stað í eldhúsinu að undirbúa kvöldverð en húsmóðirin hendist um húsið og tínir niður það sem eftir er af nýliðnum jólum. Það er því nóg um að vera á heimilinu þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. 

Óhefðbundin jól

Eldarðu heima á hverju kvöldi? „Svarið er já, en það er líka stundum bara grjónagrautur,“ segir Völundur og hlær. „Það er ekkert alltaf verið að kljúfa atóm.“ Völundur segir að vísu að harðasti matargagnrýnandinn sé á heimilinu. „Þrátt fyrir að vera matreiðslumaður þá hefur enginn knésett mig eins og dóttir mín,“ viðurkennir hann. „Á þarsíðustu jólum vorum við með 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár