Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hver ver okkur fyrir brotum lögreglunnar?

Þeg­ar borg­ari tel­ur að lög­regla hafi brot­ið gegn sér er það lög­regl­an sjálf sem tek­ur við kvört­un­um og lög­reglu­þjón­ar sem rann­saka brot­ið. For­svars­menn lög­regl­unn­ar bregð­ast oft illa við þeg­ar lög­regl­an er stað­in að lög­broti. Á ein­um ára­tug bár­ust rík­is­sak­sókn­ara alls 302 kær­ur vegna starfa lög­reglu­manna.

Lögreglan gengur hart fram gegn friðhelgi einkalífs ungs fólks á Íslandi samkvæmt formanni Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi. Hafa yfirmenn lögreglu ásamt innanríkis­ráðherra sætt ítrekuðum ákúrum vegna meðferðar persónulegra upplýsinga undanfarin misseri. Auknar heimildir lögreglunnar til persónunjósna með eða án gruns um glæpi eru nú aftur í umræðu eftir útgáfu hættumats ríkislögreglustjóra í lok febrúar.

Útistöður ungs fólks við lögreglu

Síðustu mánuði hefur Snarrótin safnað reynslusögum af viðskiptum almennings og lögreglu og hafa hátt í hundrað sögur borist. Að mati Péturs Þorsteinssonar, formanns samtakanna, notar lögregla stríðið gegn fíkniefnum til að grafa undan borgaralegum réttindum.
„Í íslensku stjórnarskránni eru býsna ströng ákvæði um friðhelgi einkalífs og það eru gerðar formlegar kröfur um hvenær má, til dæmis, gera húsleit,“ segir hann í samtali við Stundina. „Þessar reglur hefur lögreglan getað þanið út. Þær undanþáguheimildir sem vissulega eru til staðar í stjórnar­skránni túlkar hún svo vítt að ákvæði mannréttindakafla stjórnarskrárinnar eru að mati Snarrótarinnar í stórhættu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár