Fréttir

„Hún var dregin í eitthvað ruglviðtal í Fréttablaðinu“

Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra, gefur lítið fyrir orð Nichole Leigh Mosty, formanns velferðarnefndar Alþingis, um að kannski sé æskilegt að fresta afgreiðslu frumvarpsins um jafnlaunavottun.

Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra, gefur lítið fyrir orð Nichole Leigh Mosty, formanns velferðarnefndar Alþingis, um að kannski sé æskilegt að fresta afgreiðslu frumvarpsins um jafnlaunavottun. Þetta kom fram í umræðum í Silfrinu í dag.

Nichole er framsögumaður málsins í allsherjar- og menntamálanefnd og sagði nýlega í viðtali við Fréttablaðið að hún væri til í að fresta afgreiðslu þess. „Ég væri alveg til í það. Þetta er mikilvægt mál en það er líka mikilvægt að það sé vel unnið,“ var haft eftir henni.

Þegar frumvarp Þorsteins Víglundssonar um jafnlaunavottun bar á góma í Silfrinu í dag benti Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingarinnar, á að frumvarpið stæði ekki aðeins í þingmönnum Sjálfstæðisflokksins heldur væri Björt framtíð greinilega líka komin á bremsuna. 

Karl Pétur kvað þetta misskilning. „Hún var dregin í eitthvað rugl viðtal í Fréttablaðinu,“ sagði hann um Nichole. Margrét greip fram í fyrir Karli og sagði óþarfi að gera lítið úr þingkonu Bjartrar framtíðar. „Ég er ekkert að gera lítið úr henni,“ svaraði hann. „Ég er bara að segja að þarna er Fréttablaðið bara að teikna upp einhverja atburðarás sem er ekki í gangi. Þetta frumvarp fer bara í gegn á þessu þingi.“

Mikil andstaða er við frumvarpið um jafnlaunavottun í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Þá reyndi flutningsmaður þess, Þorsteinn Víglundsson, að fá aðila á vinnumarkaði til að semja um jafnlaunavottun svo hann þyrfti ekki að leggja frumvarpið fram.

Engu að síður hafði hann tilkynnt, þegar hann tók við stöðu félagsmálaráðherra, að jafnlaunavottunin yrði hans fyrsta frumvarp og jafnframt kynnt fyrirhugaðar lagabreytingar á erlendri grund og hvatt Norðmenn til að feta í fótspor Íslendinga. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Fréttir

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Fréttir

Brynjar kemur fyrir í gögnunum sem áttu að fara leynt

Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Viðtal

Halldór Auðar um kynferðisofbeldið: Sektin helltist yfir

Fréttir

Júlíus Vífill veitti lögmanni meðmæli

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Pistill

Þessi ótrúlegi óheiðarleiki

Pistill

Karlmaður í kventíma

Fréttir

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu