Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hjarta og martraðir lögreglumannsins

And­lit Gríms Gríms­son­ar varð lands­mönn­um kunn­ugt þeg­ar hann stýrði rann­sókn­inni á hvarfi Birnu Brjáns­dótt­ur í byrj­un árs. Grím­ur er reynslu­mik­ill lög­reglu­mað­ur sem hef­ur kom­ið víða við, en seg­ist vera prívat og ekki mik­ið fyr­ir at­hygli. Hér seg­ir hann með­al ann­ars frá því þeg­ar hann var lög­reglu­mað­ur á vakt þeg­ar mann­skæð snjóflóð féllu á Vest­fjörð­um og hvernig það var að vera nafn­greind­ur í blaða­grein og sak­að­ur um óheið­ar­leika af ein­um þekkt­asta at­hafna­manni lands­ins.

Grímur Grímsson hefur komið víða við á rúmlega þrjátíu ára ferli sínum í lögreglunni. Hann var lögreglumaður á vakt þegar mannskæð snjóflóð féllu á Vestfjörðum í lok síðustu aldar, var nafngreindur í frægri grein Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns sem sagði hann óheiðarlegan lögreglumann þegar hann rannsakaði efnahagsbrot hjá sérstökum saksóknara, en tók við starfi yfirlögregluþjóns hjá miðlægu rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar ólgu og átaka innan deildarinnar í lok síðasta árs. 

Í byrjun árs stýrði hann síðan rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, ungrar konu sem almenningur fylgdist með á eftirlitsmyndavélum taka sín síðustu skref á leiðinni upp Laugaveg, og síðan hverfa að eilífu úr augsýn. Rannsókn á mannshvarfi breyttist fljótlega í manndrápsrannsókn og leiddi að lokum til einnar erfiðustu handtöku sem íslensk lögregluyfirvöld hafa staðið fyrir, um borð í skipi sem snúið hafði verið við rétt utan við strendur Grænlands og aftur inn í íslenska efnahagslögsögu. 

Málið reyndi mjög …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár