Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Misskiptingin eykst á feikihraða og ógnar lýðræðinu

Sex ein­stak­ling­ar eiga nú jafn mik­ið og helm­ing­ur mann­kyns. Auð­ur­inn sóp­ast frá þeim sem minnst eiga og safn­ast á hend­ur hinna fáu sem eiga mest. Sér­fræð­ing­ar ótt­ast að hin sí­vax­andi mis­skipt­ing ýti enn frek­ar und­ir sókn hægri po­púl­ista á Vest­ur­lönd­um. Mis­skipt­ing­in minnst í þeim ríkj­um þar sem efna­hags­legt lýð­ræði er mest.

Er hin gríðarlega mikla og sívaxandi misskipting að valda því að fólk snýr sér í síauknum mæli að popúlískum hægri öfgaflokkum? Þetta var á meðal þeirra spurninga sem stjórnmálamenn og viðskiptajöfrar spurðu sig á árlegum fundi World Economic Forum, WEF, í Davos í Sviss í janúar síðastliðnum. Christine Lagarde, fyrrverandi forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, benti meðal annars á að hún hefði einmitt varað við þróuninni á sama vettvangi árið 2013 en þá hefðu fáir hlustað. Nú, fjórum árum síðar, í kjölfar Brexit og kjörs Donalds Trump í embætti Bandaríkjaforseta, hefði efasemdarröddunum hins vegar fækkað snarlega.

Í sérstakri skýrslu WEF, sem 700 sérfræðingar unnu að í tilefni ráðstefnunnar, og fjallar um helstu hættur sem steðja að mannkyninu, er hin aukna misskipting einmitt nefnd sem helsta ógnin. Er það álit sérfræðinganna að hin aukna misskipting hafi leitt til Brexit og kjörs Donalds Trump. Þá vara þeir sérstaklega við gervigreindarbyltingunni sem fram undan er en talið er að hún muni leiða til þess að fjöldi starfa verði óþörf á næstu áratugum þar sem róbótar munu hreinlega taka þau yfir. Verði ekkert gert til þess að bregðast við þessu má búast við fjöldaatvinnuleysi með enn meiri misskiptingu.

Misskipting á alþjóðavísu eykst nú þegar hratt með hverju árinu. Snemma árs 2016 greindu alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam frá því að 62 einstaklingar ættu jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns. Ári síðar, þ.e. í byrjun árs 2017, greindi Oxfam svo frá því að nú ættu átta menn jafn mikið og helmingur mannkyns. Sé tekið mið af þeirri aðferðafræði sem Oxfam notast sjálft við má ætla að þessi tala sé nú komin niður í sex manneskjur. Ástæður þessara hröðu breytinga eru einkum tvær; annars vegar er helmingur mannkyns (og raunar fleiri) einfaldlega að verða fátækari og hins vegar eru þeir langsamlega ríkustu sífellt að eignast meira. Ýmsir hafa gagnrýnt þessa þróun harðlega, meðal annars Frans páfi sem kallar eftir algjörri enduruppstokkun á efnahagskerfi heimsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþjóðamál

Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar
GreiningUppgjörið við uppgjörið

Þunna lín­an á milli þjóð­ern­is­stolts og of­látungs­hátt­ar

InD­efence-hóp­ur­inn svo­kall­aði beitti þjóð­ern­is­legri orð­ræðu í áróð­urs­stríði við Breta, að mati Markús­ar Þór­halls­son­ar sagn­fræð­ings. Sótt var í 20. ald­ar sögu­skoð­un um gull­öld og nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil Ís­lend­inga­sög­unn­ar. 83 þús­und manns skrif­uðu und­ir „Iceland­ers are not terr­orists“-und­ir­skriftal­ist­ann og hóp­ur­inn or­sak­aði fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu lýð­veld­is­tím­ans.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár