Fréttir

Heimsfrægt frumvarp á hrakhólum

Á sama tíma og óframkomið frumvarp um jafnlaunavottun vakti heimsathygli voru í gangi þreifingar sem miðuðu að því að gera frumvarpið „óþarft“. Útfærsla Þorsteins Víglundssonar gengur skemur en Viðreisn lagði upp með í kosningabaráttu sinni, en ólíklegt er að málið fáist samþykkt á yfirstandandi þingi.

Umdeild jafnlaunavottun Áform Þorsteins Víglundssonar um lögfestingu jafnlaunavottunar hafa vakið heimsathygli en útfærslan sætir harðri gagnrýni. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á sama tíma og yfirlýst áform ríkisstjórnarinnar um lögfestingu jafnlaunavottunar rötuðu í erlenda fjölmiðla og vöktu heimsathygli ríkti óvissa um það í velferðarráðuneytinu og meðal aðila vinnumarkaðarins hvort frumvarpið yrði yfir höfuð lagt fram á Alþingi. Þegar málið var afgreitt úr ríkisstjórn og kynnt almenningi í byrjun apríl reyndist það mjög frábrugðið frumvarpinu sem Viðreisn hafði boðað í kosningabaráttu sinni.

Ólíklegt er að samstaða náist um frumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, fyrir þinglok. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið og Nichole Leigh Mosty, þingkona Bjartrar framtíðar og framsögumaður málsins í allsherjar- og menntamálanefnd, hefur tekið undir þá hugmynd að afgreiðslu þess verði frestað. Um er að ræða eitt af fáum einkennismálum Viðreisnar sem flokkurinn fékk samþykkt inn í stjórnarsáttmála þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var mynduð í byrjun ársins.

Hvatti Norðmenn til að feta í fótspor Íslendinga

Þann 15. mars síðastliðinn hélt Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, erindi á ráðstefnu Íslands, Sviss og Suður-Afríku á fundi kvenna­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna í New York og boðaði að síðar þann mánuðinn myndi ríkisstjórn Íslands kynna það sem hann kallaði „groundbreaking legislation“: frumvarp um jafnlaunavottun fyrirtækja. Nokkrum dögum síðar kom Þorsteinn fram í viðtali við norska dagblaðið Dagsavisen og hvatti Norðmenn til að feta í fótspor Íslendinga og lögfesta jafnlaunavottun fyrirtækja. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar áttu sér stað þreifingar á þessum tíma sem miðuðu að því að komast hjá lögfestingu jafnlaunavottunar, að minnsta kosti í þeirri mynd sem áður hafði verið lagt upp með, og koma jafnlaunavottun þess í stað inn í kjarasamninga. Fréttablaðið greindi frá því þann 17. mars að frumvarpið um jafnlaunavottun teldist „óþarft“ ef samkomulag næðist í viðræðum milli fulltrúa vinnumarkaðarins og launþegahreyfingarinnar. Eftirfarandi ummæli voru höfð eftir Þorsteini Víglundssyni: „Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu og verður lagt fyrir þingið í lok mánaðar ef ekki næst samkomulag milli aðila á vinnumarkaði um að koma jafnlaunavottun inn í samninga.“ Þetta var aðeins tveimur dögum eftir að hann hafði boðað „groundbreaking legislation“ á jafnréttisráðstefnunni í New York.

Þannig voru áform um lögfestingu jafnlaunavottunar kynnt með allt öðrum hætti erlendis heldur en á Íslandi. Samkvæmt heimildum Stundarinnar bundu fulltrúar atvinnurekenda vonir við að samið yrði um að koma jafnlaunavottun inn í kjarasamninga í stað þess að lögbinda hana. Þá voru uppi raddir meðal stjórnarliða um að með þessu mætti leysa þann hnút sem málið var komið í vegna andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Eins og bent er á í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga náðist ekki að „innleiða jafnlaunavottunina með kjarasamningi“ og lagði Þorsteinn fram frumvarp sitt í byrjun apríl. 

Frumvarpið gengur skemur en Viðreisn boðaði

Í frumvarpi Þorsteins er lagt til að fyrirtæki og stofnanir með 25 eða fleiri starfsmenn skuli öðlast jafnlaunavottun, en í þessu felst að faggiltur vottunaraðili staðfestir að jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar og framkvæmd þess uppfylli kröfur sérstaks jafnlaunastaðals sem gefinn var út af Staðlaráði Íslands árið 2012. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Fréttir

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Fréttir

Brynjar kemur fyrir í gögnunum sem áttu að fara leynt

Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Viðtal

Halldór Auðar um kynferðisofbeldið: Sektin helltist yfir

Fréttir

Júlíus Vífill veitti lögmanni meðmæli

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Pistill

Þessi ótrúlegi óheiðarleiki

Pistill

Karlmaður í kventíma

Fréttir

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu