Þessi grein er meira en 4 ára gömul.

Heimkoman

Gleð­in var alls­ráð­andi á Kefla­vík­ur­flug­velli þeg­ar tvær albansk­ar fjöl­skyld­ur sneru aft­ur til Ís­lands í kvöld. Þeim hafði áð­ur ver­ið vís­að burt frá Ís­landi með tvo lang­veika drengi, en báð­ir hafa þeir ver­ið veik­ir síð­an þeir fóru út og hvor­ug­ur hef­ur feng­ið lækn­is­að­stoð síð­an. Nú get­ur Klea litla hald­ið upp á af­mæl­ið sitt á Ís­landi um helg­ina. Fjöl­skyld­urn­ar þakka stuðn­ing­inn. Stund­in fygld­ist með heim­kom­unni.

Gleð­in var alls­ráð­andi á Kefla­vík­ur­flug­velli þeg­ar tvær albansk­ar fjöl­skyld­ur sneru aft­ur til Ís­lands í kvöld. Þeim hafði áð­ur ver­ið vís­að burt frá Ís­landi með tvo lang­veika drengi, en báð­ir hafa þeir ver­ið veik­ir síð­an þeir fóru út og hvor­ug­ur hef­ur feng­ið lækn­is­að­stoð síð­an. Nú get­ur Klea litla hald­ið upp á af­mæl­ið sitt á Ís­landi um helg­ina. Fjöl­skyld­urn­ar þakka stuðn­ing­inn. Stund­in fygld­ist með heim­kom­unni.

Klea litla Pepaj er bara fimm ára og skildi ekki af hverju allt fullorðna fólkið grét í komusalnum eftir að fjölskylda hennar lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hún hélt að það hefði eitthvað komið fyrir og fór að gráta. Alveg eins og þegar lögreglan sótti fjölskyldu hennar af heimilinu í Barmahlíð til að flytja þau frá Íslandi bað hún mömmu sína um að gráta ekki. Seinna skildist henni að nú væri grátið af gleði og hún róaðist aftur niður.

Gleðin var annars allsráðandi á Keflavíkurflugvelli þegar tvær albanskar fjölskyldur sneru aftur til Íslands í kvöld. Fjölskyldurnar höfðu áður verið sendar burt í skjóli nætur eftir að þeim var neitað um hæli á Íslandi, en í báðum fjölskyldunum voru langveik börn sem höfðu ekki aðgang að lífsnauðsynlegri læknisþjónustu í heimalandinu, Kevin sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm og Arjan sem er með hjartagalla.

Stundin fylgdist með brottflutningi þeirra 10. desember. Mynd af litla drengnum Kevin, sem stóð í dyragættinni heima hjá sér og starði út í nóttina, myrkrið og kuldann, og beið eftir því að vera sóttur af lögreglunni, vakti mikla athygli. 

Í kjölfar brottflutningsins var ákvörðun Útlendingastofnunar um að senda fjölskyldur þeirra Kastriot og Xhuliu Pepoj og Pëllumb Lalaj Ndoka og Jetmirë Prekaj, mótmælt harðlega, ekki aðeins af almenningi heldur einnig af læknum sem sinna drengjunum eða sambærilegum tilfellum, ekki síst fyrir þær sakir að veita fjölskyldunum ekki dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Málinu lyktaði síðan nokkrum dögum síðar þegar allsherjarnefnd ákvað að veita báðum fjölskyldunum ríkisborgararétt og bjóða þær velkomnar til landsins. Umboðsmaður Alþingis hefur hins vegar óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Upplýsingafundur Almannavarna - Ekki verið að hvetja alla til að vera heima hjá sér og fara ekki út
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Upp­lýs­inga­fund­ur Al­manna­varna - Ekki ver­ið að hvetja alla til að vera heima hjá sér og fara ekki út

Það er ekki ver­ið að hvetja fólk til að sitja inni og hitta ekki nokk­urn mann, seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir. „Það væri lock-down,“ seg­ir Þórólf­ur og seg­ir að það sé ekki ver­ið fara fram á slíkt. Þórólf­ur og Rögn­vald­ur Ólafs­son að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn fara yf­ir stöðu mála varð­andi fram­gang COVID-19 far­ald­urs­ins hér á landi. Gest­ur fund­ar­ins verð­ur Ósk­ar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Fund­ur­inn hefst klukk­an 11.
Vilja hækka sóknargjöldin um 280 milljónir
Fréttir

Vilja hækka sókn­ar­gjöld­in um 280 millj­ón­ir

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar vill hækka sókn­ar­gjöld á mann til trú­fé­laga um tæp 11 pró­sent mið­að við fyrra ár.
218. spurningaþraut: Madonna og Dana, frægir píparar, lönd í Afríku og fleira
Þrautir10 af öllu tagi

218. spurn­inga­þraut: Madonna og Dana, fræg­ir píp­ar­ar, lönd í Afr­íku og fleira

Hér er hlekk­ur á þraut­ina frá í gær. Vor­uði bú­in með hana? * Auka­spurn­ing: Á mynd­inni má sjá flug­véla­móð­ur­skip­ið Yorktown stór­lega lask­að eft­ir óvina­árás í senni­lega af­drifa­rík­ustu sjóorr­ustu seinni heims­styrj­ald­ar og háð var sumar­ið 1942. Yorktown sökk skömmu síð­ar, en var þó í vinn­ingslið­inu í þess­ari orr­ustu. Hvað kall­ast þessi orr­usta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvaða lið hef­ur oft­ast orð­ið Eng­lands­meist­ari...
Mentor
Bíó Tvíó#181

Mentor

Andrea og Stein­dór snúa aft­ur til að ræða mynd­ina Mentor sem kom út í sum­ar.
„Ég hefði aldrei átt að enda hérna“
Flækjusagan

„Ég hefði aldrei átt að enda hérna“

War­ren Har­ding má bú­ast við að losna loks­ins úr sæti versta Banda­ríkja­for­set­ans þeg­ar far­ið verð­ur að meta for­seta­tíð Don­alds Trump.
Hvítt er svart
Myndir

Hvítt er svart

Bens­ín­hák­ur­inn Jeep Wrangler, var fyr­ir ör­fá­um ár­um sagð­ur um­hverf­i­s­vænsti bíll í heimi. Stað­reynd sem mér fannst al­veg fá­rán­leg. Toyota Yar­is Hybrid var í öðru sæti.
Lífsins tré í kaffi og súkkulaði
Uppskrift

Lífs­ins tré í kaffi og súkkulaði

Mat­ur og nor­ræn goða­fræði hafa lengi ver­ið ástríða Odd­nýj­ar Cöru Edw­ards og hef­ur hún síð­ast­lið­in ár rann­sak­að og kynnt sér heil­næma eig­in­leika asks­ins sem í goða­fræð­inni er kall­að­ur lífs­ins tré. Í raun má nýta alla hluta trés­ins til mat­ar­gerð­ar og Odd­ný þró­ar nú vöru­línu af kaffi, te, súkkulaði og eins kon­ar áka­víti þar sem ask­ur­inn er not­að­ur sem íblöndu­an­ar­efni.
Í hverju felst hamingjan í huga þínum?
ViðtalHamingjan

Í hverju felst ham­ingj­an í huga þín­um?

Ham­ingj­an hef­ur mis­mun­andi merk­ingu í huga fólks. Hér segja nokkr­ir frá sín­um hug­mynd­um um ham­ingj­una.
„Maður á að njóta en ekki þjóta“
ViðtalHamingjan

„Mað­ur á að njóta en ekki þjóta“

Hall­dóra Gyða Matth­ías­dótt­ir Proppé fær sína lífs­fyll­ingu og ham­ingju með íþrótta­iðk­un og úti­veru. Hún þrífst á áskor­un­um og góð­um fé­lags­skap. Smá­at­riði eins og að eiga ekki hjól eða hafa aldrei stað­ið á göngu­skíð­um hafa ekki stöðv­að hana í að taka þátt í þrí­þraut­ar­keppni eða Fossa­vatns­göng­unni.
217. spurningaþraut: Eftir hvaða fugli heita mörgæsir „penguins“?
Þrautir10 af öllu tagi

217. spurn­inga­þraut: Eft­ir hvaða fugli heita mörgæs­ir „pengu­ins“?

Þraut­in í gær, hér er hún. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvað nefn­ist fugl­inn á mynd­inni hér að of­an? * 1.   Ís­lensk leik­kona veikt­ist og varð að hætta að stunda sína list en gafst þó hvergi upp við list­sköp­un og fór að mála mynd­ir með pensli sem hún hélt á í munn­in­um. Hvað hét hún? 2.   „Ást­in er eins og sinu­eld­ur, ást­in...
Náði bata frá fíknivanda en óttast um adrif dóttur sinnar á götunni
Viðtal

Náði bata frá fíkni­vanda en ótt­ast um adrif dótt­ur sinn­ar á göt­unni

Móð­ir seg­ir hér sög­una af því hvernig hún strauk að heim­an 12 ára, var vist­uð á ung­linga­heim­il­um og leidd­ist út í harða neyslu, missti ný­fædd­an son sinn og eign­að­ist þrjár dæt­ur með þrem­ur mönn­um, en náði sér á strik eft­ir enn eina með­ferð­ina fyr­ir þrett­án ár­um og hef­ur ver­ið alls­gáð síð­an. Dótt­ir henn­ar er hins veg­ar á göt­unni.
Veitir innsýn í daglegt líf listamanna
Viðtal

Veit­ir inn­sýn í dag­legt líf lista­manna

Elísa­bet Alma Svendsen rek­ur listráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­ið List­val þar sem hún veit­ir ráð­gjöf um val og upp­setn­ingu á lista­verk­um. Hún veit­ir lista­mönn­um einnig að­gang að In­sta­gram-reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins til að kynna sig, halda sta­f­ræn­ar vinnu­stofu­heim­sókn­ir og sýna verk­in sín.