Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hannes fenginn af Bjarna til að rannsaka hrunið - ósáttur við áhugaleysi fjölmiðla á sér

Hann­es Hólm­steinn, einn helsti stuðn­ings­mað­ur Dav­íðs Odds­son­ar, fékk það verk­efni hjá ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, að rann­saka áhrifa­þætti hruns­ins.

Hannes fenginn af Bjarna til að rannsaka hrunið - ósáttur við áhugaleysi fjölmiðla á sér

Stjórnmálaprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson kvartar undan því í bloggi að flestir fjölmiðlar sýni söguskýringu hans um sölu Seðlabanka Íslands á FIH-bankanum lítinn áhuga. Fjallað var um skýringar hans á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Auk þess hefur Kjarninn fjallað umtalsvert um þessar skýringar Hannesar. Niðurstaða Hannesar er hagfelld fyrir Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins, en Hannes hefur um árabil verið einn mest áberandi stuðningsmaður Davíðs og Sjálfstæðisflokksins á landinu. Davíð var áður seðlabankastjóri og er nú ritstjóri Morgunblaðsins, sem fjallaði um álit Hannesar á forsíðu í gær.

Hannes var nýverið fenginn til að gera rannsókn á erlendum áhrifaþáttum á bankahrunið af Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Samningurinn er gerður á milli Fjár­málaráðuneyt­is­ins og Félagsmálastofnunar Háskóla Íslands. Lagðar eru 10 milljónir króna úr ríkissjóði í verkefnið.

„Davíð Oddsson er fullkomlega flekklaus“

Hannes og Davíð
Hannes og Davíð Hannes Hólmsteinn og Davíð Oddsson hafa verið vinir um árabil og er Hannes yfirlýstur stuðningsmaður hans. Hér sjást þeir saman á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 1996.

Hannes sagði meðal annars um Davíð Oddsson í fyrra að hann væri fullkomlega flekklaus maður. „Ég veit að Davíð Oddsson er fullkomlega flekklaus. Þetta lið hefur ekkert á hann, eins og sagt er. Davíð er einhver heiðarlegasti og hreinskilnasti maður sem ég þekki. Feldur hans er mjallahvítur eins og þeirra Jóns Sigurðssonar og Hannesar Hafsteins og Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar.“ Orðin lét hann falla á vefsíðu Eiríks Jónssonar.

„Davíð er einhver heiðarlegasti og hreinskilnasti maður sem ég þekki.“

Í janúar síðastliðnum líkti Hannes Davíð við ljón. „Á stjórnmálaferli sínum tókst honum í senn að vera ljón og refur, eins og Machiavelli sagði, að snjall stjórnmálamaður þyrfti að vera, en hin síðari ár hefur hann frekar verið ljón en refur, sagt skoðun sína umbúðalaust og lítt skeytt um afleiðingarnar, eins og þær má reikna út til skamms tíma, en til langs tíma er allt óvíst og þess vegna best að geta lifað í sátt við eigin orð og gerðir. Og ljónið er síður en svo dautt úr öllum æðum, eins og lesendur Morgunblaðsins og raunar landsmenn allir geta borið vitni um. Það öskrar ekki eitt á næturnar, eins og sagt var um Jónas Jónsson frá Hriflu. En fyrir mér er Davíð alltaf sami upplitsdjarfi alþýðupilturinn og ég kynntist fyrst í Háskóla Íslands snemma á áttunda áratug tuttugustu aldar.“

„Fyrir mér er Davíð alltaf sami upplitsdjarfi alþýðupilturinn og ég kynntist fyrst...“

Gagnrýnir vinstri stjórnina og eftirmann Davíðs

Í grein sinni í Morgunblaðinu í gær kemst Hannes að þeirri niðurstöðu að Davíð Oddsson hafi verið „hrakinn úr stöðu seðlabankastjóra“. Þá kemur fram að Már Guðmundsson, sem hafi verið skipaður í hans stað, hafi gert stórvægileg mistök. Hann gagnrýnir auk þess vinstri stjórnina. „Full ástæða er til að rannsaka þessi viðskipti, eins og Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður [Sjálfstæðisflokksins] hefur lagt til,“ segir hann.

270 milljarða króna tap

Í bloggi sínu telur Hannes upp tap sem nemur 270 milljörðum króna.

„Ég benti á þrjú stórmál í fyrirlestri mínum á vorráðstefnu Viðskiptafræðistofnunar þriðjudaginn 21. apríl:

- Norsk og finnsk stjórnvöld knúðu fram brunaútsölu á fyrirtækjum Glitnis í stað þess að veita þeim lausafjárfyrirgreiðslu, eins og gert var í Svíþjóð. Tap: 60 milljarðar króna.

- Seðlabanki Davíðs Oddssonar hafði tekið veð haustið 2008 fyrir öllum lánum til Kaupþings í FIH-banka, sem danski seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sögðu, að væri traustur banki. Seðlabanki Más Guðmundssonar kaupkröfumanns samdi bankann af sér, en eigendurnir, danskir fésýslumenn, standa nú uppi með frábæra eign upp á meira en hundrað milljarða króna og geta greitt sér hana út á næstu árum. Tap: 60 milljarðar króna (vonandi samt minna).

- Verkamannaflokksstjórnin breska lokaði breskum bönkum í eigu Íslendinga, en bjargaði öllum öðrum bönkum á sama tíma. Nú er komið í ljós, að þeir voru ekki gjaldþrota, og ekkert ólöglegt hefur fundist þrátt fyrir rækilegar rannsóknir og tíðar símhringingar breskra ráðherra til íslenskra starfsbræðra. Þetta var valdníðsla bresku Verkamannaflokksleiðtoganna. Tap: 150 milljarðar króna,“ skrifar Hannes á bloggi sínu.

Hannes segir að íslenskir fjölmiðlar hafi meiri áhuga á „tittlingaskít“ um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Illuga Gunnarsson. „Og netúlfarnir (Illugi, Egill, Guðmundur Andri) bæra ekki á sér, þótt þeir séu vanir að ýlfra af ánægju við minnsta keim af hneyksli,“ skrifar Hannes.

„Öllum að kenna nema Davíð“

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, skrifaði grein í gær þar sem hann bar til baka flest allar útskýringar Hannesar. „En báðir vinirnir, Hannes og Davíð, blása á þetta og komast að þeirri niðurstöðu að tap vegna neyðarlánsins sé öllum sem að málinu komu að kenna nema Davíð. Hann hafi í raun gert allt rétt þegar hann lánaði Kaupþingi tugi milljarða króna sem bankinn hefur síðar verið sakaður um að hafa eytt í að kaupa fullt af verðlausum skuldabréfum á yfirverði af starfsmönnum og vildarviðskiptavini sínum,“ skrifaði Þórður Snær meðal annars.

Krafðist svara á Facebook

Svo fór að Hannes krafist svara frá Þórði Snæ á Facebook. „Þórður Snær Júlíusson! Þú skrifar: „Skýring Seðlabankans á sölu FIH hefur reyndar alltaf verið sú að hefði bankinn ekki selt á þeim tíma sem hann gerði hefðu dönsk stjórnvöld skrifað niður allt hlutafé hans í september 2010 og að danska fjármálaeftirlitið myndi í kjölfarið taka bankann yfir. Endurheimtir Seðlabankans vegna neyðarlánsins hefðu þá orðið núll.“ Hvar hefur þetta komið fram? Hvernig hefðu dönsk stjórnvöld getað skrifað niður hlutaféð? Og átti að láta undan slíkum hótunum, ef rétt er sagt frá? Leiddu okkur nú í allan sannleika um þetta,“ skrifaði Hannes strax í gær á Facebook.

Langt og ítarlegt svar

Þórður Snær svaraði Hannesi í raun með nýjum pistli í athugasemd við færsluna:

„Sæll Hannes.

Þetta hefur reyndar komið fram nokkuð víða. Ég skrifaði fyrst fréttaskýringu um þetta mál í Viðskiptablaðið 24. september 2010 (Hægt að sjá stutta útgáfu hér og alla skýringuna í Viðskiptablaði þess dags).

Ég og Magnús Halldórsson fjölluðum líka ítarlega um þessi mál í bók okkar Ísland ehf. – auðmenn og áhrif eftir hrun, sem kom út í ágúst 2013. Þar segir meðal annars:

„Þann 30. júní 2009 þurfti danska ríkið að veita FIH víkjandi lán upp á 1,9 milljarða danskra króna. Til viðbótar ábyrgðist danska ríkið mánuði síðar skuldabréfaútgáfu FIH upp á 50 milljarða danskra króna, um eitt þúsund milljarða íslenskra króna. Aðstoðin var veitt undir formerkjum svokallaðs „Bankapakka II“ sem danska ríkið hafði sett saman til að bjarga sínu bankakerfi. Pakkinn snerist um að ábyrgjast innlán og skuldabréfaútgáfu danskra fjármálafyrirækja sem eftir því óskuðu. Danska ríkið var því í reynd búið að bjarga eign íslenska Seðlabankans.

Danska bankasýslan (Finansiel Stabilittet) og danska fjármálaeftirlitið (Finanstilsynet) fylgdust náið með því hvernig FIH braggaðist og þrýstu mikið á að leyst yrði úr eigendamálum bankans til að hann gæti fjármagnað sig á markaði. FIH var enda í eigu erlends þrotabús, Kaupþings, sem gerði það að verkum að lánshæfismat bankans var í lægsta flokki. Því var ólíklegt að hægt yrði að endurfjármagna bankann við þessar aðstæður. Dönsk yfirvöld komu þessari óánægju sinni ítrekað á framfæri við Seðlabanka Íslands, enda uppfyllti Kaupþing ekki skilyrði danskra laga um eignarhald á fjármálafyrirtækjum. Samkvæmt þeim mega þrotabú ekki eiga banka.“

Síðan þá höfum við skrifað oft um þessi mál oft ög mörgum sinnum, m.a. hér.

Þessar upplýsingar byggja á samtölum við heimildarmenn sem ég get eðlilega ekki gefið upp hverjir eru. Það er ekki mitt að taka afstöðu til þess hvort láta hefði átt undan þessum kröfum. Mögulega hefði átt að reyna á alvöru þeirra. Þetta var hins vegar ákvörðunin sem var tekin á sínum tíma vegna þess að þeir sem tóku hana trúðu því að það væri raunverulegur möguleiki á því að danska fjármálaeftirlitið tæki yfir FIH sökum ofangreinds, og að virði þess hlutafjár sem tekið var að veði fyrir láninu til Kaupþings hefði þar af leiðandi orðið verðlaust. Seðlabankinn hlýtur líka að bregðast við birtingu greinar þinnar á næstu dögum og skýra þennan þátt betur. Hann er betur til þess fallinn að svara þessari spurningu þinni en blaðamaður.

Og fyrst ég er með gamla kennarann minn á línunni þá langar mig örstutt að minnast á pistil sem þú skrifaðir í febrúar á Pressuna þar sem þú barst aðdrottnun gagnvart fyrirtæki mínu, sem var ævintýralega grófur atvinnurógur og meiðandi ummæli. Hefur þú, prófessor við Háskóla Íslands, einhvern hug á því að draga þessi ummæli til baka og biðjast afsökunnar á þeim, eða ætlar þú að sýna fram á að þau séu rétt með rökum, sem er reyndar ekki hægt þar sem umrædd ummæli eru lygi?

Með góðri kveðju frá fyrrum nemanda, Þsj“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
1
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
2
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
3
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
10
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár