Ríkið fékk ekki krónu fyrir Iðnskólann í Reykjavík þegar hann var sameinaður Tækniskólanum. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Svandís spurði Kristján Þór meðal annars hvert hefði verið virði þeirra eigna Iðnskólans í Hafnarfirði sem runnu inn í Tækniskólann við sameininguna. Þá spurði hún hvað Tækniskólinn hefði greitt íslenska ríkinu fyrir Iðnskólann í Reykjavík.
Í svari menntamálaráðherra kemur fram að Tækniskólanum hafi verið falinn rekstur þeirra eigna sem hann fékk með Iðnskólanum í Hafnarfirði. Ráðherra segir jafnframt að engar greiðslur hafi átt sér stað frá Tækniskólanum fyrir Iðnskólann í Hafnarfirði eða þær eignir sem honum fylgdu. Ríkið sé ennþá eigandi allra þessara eigna þrátt fyrir að Tækniskólinn hafi afnot af þeim.
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir