Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Baráttan um hvalveiðar Íslendinga: „Þetta var og er hans hjartans áhugamál“

Kristján Lofts­son út­gerð­ar­mað­ur seg­ir að nokk­ur hundruð millj­óna hagn­að­ur sé á hval­veið­um Hvals hf. á ári. Árs­reikn­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins gefa aðra mynd sem sýn­ir tap upp á meira en 1,5 millj­arða á liðn­um ár­um. Ingi­björg Björns­dótt­ir, eft­ir­lif­andi eig­in­kona Árna Vil­hjálms­son­ar, seg­ir að hann hafi haft áhyggj­ur af tap­inu á hval­veið­un­um. Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráð­herra læt­ur vinna skýrslu um áhrif hval­veiða á orð­spor Ís­lands sem kynnt verð­ur fljót­lega. Haf­rann­sókn­ar­stofn­un seg­ir hval­veið­ar Ís­lend­inga vera sjálf­bær­ar en Banda­ríkja­stjórn set­ur mikla pressu á Ís­lend­inga að hætta hval­veið­un­um og ít­rek­ar þau skila­boð við Stund­ina.

„Nei, nei þetta ber sig ekki á nokkurn hátt. Þessu er haldið uppi af hinum fyrirtækjunum sem félagið [Hvalur hf.] á,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, eftirlifandi eiginkona Árna Vilhjálmssonar, fjárfestis og fyrrrverandi prófessors í Háskóla Íslands, í samtali við Stundina og skoðanir Árna á hvalveiðum Hvals hf. sem hann var stór hluthafi í um áratugaskeið ásamt Kristjáni Loftssyni.

Saman áttu þeir Árni og Kristján hlutabréf í Hvali hf., sem feður þeirra stofnuðu árið 1948, í gegnum Fiskveiðihlutafélagið Venus. Í kjölfar fráfalls Árna á fyrri hluta árs 2013 seldi Ingibjörg hlutabréf hans í Fiskveiðihlutafélaginu Venusi til fjárfestingarfélags í eigu Kristjáns Loftssonar en Venus átti og á líka stóran hlut í HB Granda. Með orðum sínum um að hvalveiðum Hvals hf. sé „haldið uppi af hinum fyrirtækjunum“ á hún við að hagnaðurinn af HB Granda sé notaður til að niðurgreiða tapið Hvals hf. af hvalveiðum sínum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Svandís ætlar ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns
FréttirHvalveiðar

Svandís ætl­ar ekki að segja af sér vegna álits um­boðs­manns

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að mat­væla­ráð­herra hafi ekki gætt að með­al­hófi eða haft nægi­lega skýra laga­stoð þeg­ar hún frest­aði upp­hafi hval­veiða síð­ast­lið­ið sum­ar. Ráð­herr­ann, Svandís Svavars­dótt­ir, seg­ist taka nið­ur­stöð­unni al­var­lega en að hún hygg­ist beita sér fyr­ir breyttri hval­veiði­lög­gjöf. Hún ætl­ar ekki að segja af sér.
Kristján og Ralph tókust á – Báðir pólar á villigötum
FréttirHvalveiðar

Kristján og Ralph tók­ust á – Báð­ir pól­ar á villi­göt­um

Óvænt­ur gest­ur mætti á er­indi um mik­il­vægi hvala fyr­ir líf­ríki sjáv­ar í Hörpu í lok októ­ber. Hann mót­mælti því sem hafði kom­ið fram í er­ind­inu um kol­efn­is­bind­ingu hvala. „Ég er sjálf­ur hval­veiði­mað­ur,“ sagði mað­ur­inn – Kristján Lofts­son – áð­ur en hann full­yrti að hval­ir gæfu frá sér tvö­falt meira magn af kolt­ví­sýr­ingi en þeir föng­uðu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu