Fréttir

Framsóknarmenn segja hlýnun jarðar „spennandi“ í drögum að ályktunum

Flokksþing flokksins verður haldið um helgina og í drögum að ályktunum er hvatt til afnáms heiðurslistamannalauna og vinnu gegn ofbeldi meðal innflytjenda.

Formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, verður á flokksþinginu um helgina. Mynd: Pressphotos

Í drögum að ályktunum á flokksþingi framsóknarmanna sem haldið verður um helgina kemur fram að flokkurinn fagni framlagi innflytjenda til samfélagsins, en að mikilvægt sé að vinna sérstaklega gegn ofbeldi á meðal þeirra. 

Á einum stað í drögunum er fagnað tækifærum vegna hlýnunar jarðar meðan á öðrum stað er tíunduð langvarandi virðing flokksins fyrir náttúrunni. Sjálfstjórnarréttur sveitafélaga er sagður hornsteinn skiplagsvalds meðan sá réttur er tekinn af Reykvíkingum í málefni flugvallarins.

Spennandi hlýnun

Í kafla um landbúnaðarmál er fátt sem kemur raunar á óvart; landbúnaður er sagður vera mikilvæga atvinnugrein og mikilvægi verndartolla er ítrekað. Framsóknarmenn er þó spenntir fyrir hlýnun jarðar og öllum þeim tækifærum sem því fylgir í landbúnaði. „Með hlýnandi loftslagi skapast ný og spennandi sóknarfæri. Aukin akuryrkja, nytjaskógrækt og fjölbreyttari innlend matvælaframleiðsla er hluti af því að efla íslenskan landbúnað,“ segir í kaflanum um landbúnaðarmál.

Talið er að hlýnun jarðar kosti hundruði þúsunda jarðarbúa lífið á hverju ári, eins og fjallað er um hér. Það eru helst fátækasta fólk jarðar sem stafar hætta af þróuninni.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Fréttir

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Fréttir

Brynjar kemur fyrir í gögnunum sem áttu að fara leynt

Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Viðtal

Halldór Auðar um kynferðisofbeldið: Sektin helltist yfir

Fréttir

Júlíus Vífill veitti lögmanni meðmæli

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Pistill

Þessi ótrúlegi óheiðarleiki

Pistill

Karlmaður í kventíma

Fréttir

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu