Þessi grein er meira en 5 ára gömul.

Framsókn krefst þess að RÚV hagi sér betur

Áhrifa­menn í Fram­sókn­ar­flokkn­um hafa gert yf­ir­stjórn­end­um Rík­is­út­varps­ins ljóst að ekki sé vilji til að koma til móts við fjár­hags­vand­ann í Efsta­leiti, nema um­fjöll­un og frétta­flutn­ing­ur af mál­efn­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og um flokk­inn, taki breyt­ing­um. Þetta hef­ur Stund­in feng­ið stað­fest eft­ir að hafa rætt við fjölda starfs­manna RÚV og fólk inn­an stjórn­ar og fram­kvæmda­stjórn­ar fé­lags­ins.

Framsókn krefst þess  að RÚV hagi sér betur

Samkvæmt heimildum blaðsins hafa Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, komið því á framfæri við fulltrúa Ríkisútvarpsins að þeir sjálfir séu mun viljugri til að koma til móts við fjárhagsvanda félagsins en samstarfsflokkur þeirra í ríkisstjórn. Þetta var á meðal þess sem fram kom á vinnufundi stjórnar sem haldinn var þann 22. janúar. Var þar útvarpsstjóra og stjórnarformanni falið að funda um fjármál Ríkisútvarpsins með forsætisráðherra. Líkt og forystumenn í Framsóknarflokknum hafa ýmist fullyrt eða gefið í skyn í opinberri umræðu er lítill vilji til að hlúa að Ríkisútvarpinu meðan umfjöllun þess og efnistök eru flokknum ekki að skapi.

Uppi varð fótur og fit síðla árs 2013 þegar Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, gagnrýndi fréttaflutning RÚV í sama mund og hún boðaði niðurskurð á fjárframlögum til stofnunarinnar. Stundin hefur heimildir fyrir því að mjög sambærilegur málflutningur hafi verið viðhafður í einkasamskiptum milli stjórnarliða og stjórnenda Ríkisútvarpsins. Þannig séu efnistök og umfjöllun RÚV, svo sem meint „vinstrislagsíða“ fréttastofunnar, gagnrýnd í sama mund og rætt er um fjárveitingar til félagsins.

„Ég get staðfest við þig að við höfum fengið mjög skýr skilaboð, bæði beint og óbeint, og viðvaranir um að RÚV verði að fara að hegða sér betur gagnvart ríkisstjórninni ef koma eigi til móts við okkur fjárhagslega,“ segir einn af viðmælendum Stundarinnar. „Þú sérð hvernig þau tala á opinberum vettvangi og þá geturðu rétt ímyndað þér hvað þau leyfa sér að segja fyrir luktum dyrum.“

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri nýtur mikilla vinsælda meðal starfsmanna RÚV og flestir þeirra sem Stundin ræddi við treysta því að hann standi í lappirnar gegn þrýstingi stjórnarliða.

Nokkru fyrir jól, meðan fjárlög ríkisstjórnarinnar voru til meðferðar á Alþingi, fengu tveir þáttastjórnendur á RÚV beiðni frá yfirmönnum sínum um að bjóða Sigmundi Davíð í skemmtiviðtöl. Í hvorugt skipti var orðið við beiðninni en atvikin vöktu talsvert umtal meðal starfsmanna.

Stundin hefur rætt við á þriðja tug starfsmanna um málefni miðilsins. Hótanir, niðurskurður og sífelldur þrýstingur stjórnarliða er sagður skapa togstreitu og hafa umtalsverð áhrif á innri starfsemi RÚV.

Aukin áhrif framkvæmdastjórnar

Magnús Geir Þórðarson sat í stjórn RÚV fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2011 og var ráðinn útvarpsstjóri í fyrra. Eitt af hans fyrstu verkum var að segja öllum framkvæmdastjórum félagsins upp og skipa nýja, meðal annars tvo fyrrverandi samstarfsmenn hans úr Borgarleikhúsinu.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar skiptir ný framkvæmdastjórn sér meira af störfum dagskrárgerðarfólks en áður hefur tíðkast, svo sem af viðmælendavali og efnistökum. Þetta hefur farið öfugt ofan í reynslumikla starfsmenn sem hafa vanist því að stjórnendur fari fyrst og fremst með skipulagshlutverk og sjái um almenna mótun dagskrárstefnu.

Aðrir fagna auknu samráði og samstarfi en gjalda varhug við því að verið sé að ota valdamönnum að þáttastjórnendum.

Vildu koma honum í viðtal
Vildu koma honum í viðtal Tveir þáttastjórnendur RÚV fengu beiðni frá sínum yfirmönnum um að bjóða Sigmundi Davíð í skemmtilviðtöl á meðan fjárlög ríkisstjórnarinnar voru til meðferðar.

Ekki venjan

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir og Egill Helgason hafa um nokkra hríð haft umsjón með þættinum Laugardagsviðtalið á Rás 1 þar sem rætt er við áhrifafólk um hugðarefni þess. Skömmu fyrir jól óskaði Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, eftir því að Sigmundi Davíð yrði boðið í þáttinn, án árangurs.

„Ég túlkaði þetta nú ekki sem nein óeðlileg afskipti. Ég á mjög gott samstarf við minn yfirmann,“ segir Sigurlaug Margrét í samtali við Stundina. „Mér fannst þetta samt slæm hugmynd, hló bara og þá náði þetta ekkert lengra.“

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sá um jólavöku RÚV þann 20. desember, en gestir þáttarins voru fyrst og fremst leikarar og listamenn. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps, fór fram á að Sigmundur Davíð yrði tekinn í létt viðtal um jólahald sitt. Ragnhildur hafði ekki áhuga á því og varð ekki við beiðninni.

Umrædd atvik vöktu athygli og umtal meðal starfsmanna RÚV. Nokkrir þeirra sem Stundin ræddi við minntust á þau af fyrra bragði og settu í samhengi við umræðuna um fjárhagsstöðu stofnunarinnar og samskipti stjórnarliða við yfirstjórnendur RÚV.

En er nokkuð óeðlilegt við að dagskrárstjórar hafi áhrif á efnistök og viðmælendaval? „Óeðlilegt og ekki óeðlilegt, þetta er að minnsta kosti ekki það sem við höfum mátt venjast,“ segir viðmælandi sem starfar á útvarpinu og bendir á að hingað til hafi þáttastjórnendur haft gríðarlegt sjálfdæmi um efnistök og val á viðmælendum. „Þegar verið er að ota ráðamönnum að þáttastjórnendum sem viðmælendum á sama tíma og fjárhagsstaðan á RÚV er erfið og fjárlagafrumvarp til umræðu á Alþingi, þá finnst mér það alvarlegt mál,“ segir hann.

Vildu ekki vinstra fólk
Vildu ekki vinstra fólk Þegar frumvarp Katrínar var til umræðu sagðist Jón Gunnarsson vilja fækka fréttamönnum sem tilheyrðu vinstri væng stjórnmálanna. Fleiri hafa tekið í sama streng.

Aukið samráð

Annar viðmælandi bendir á að upp á síðkastið hafi samráð dagskrárstjóra og þáttastjórnenda aukist til muna, einkum með reglulegum fundahöldum, sem sé jákvæð þróun. Slíkar breytingar geti þó haft í för með sér að þáttastjórnendur túlki vinsamlegar tillögur um viðmælendur sem óeðlileg afskipti.

„Ég hef aldrei fengið tilmæli um að taka tiltekna valdamenn í viðtal og mér finnst alvarlegt að kollegar mínir lendi í slíku,“ segir starfsmaður Rásar 1. „Það er þessi fína lína, hvenær er verið að skapa þrýsting og hvenær ekki? Það vakna ýmsar spurningar þegar svona beiðnir eru lagðar fram á sama tíma og allt ætlar um koll að keyra vegna fjárhagsstöðu RÚV og ákvarðana þessara sömu valdhafa og yfirmenn vilja að séu fengnir í drottningarviðtöl. Þá vakna spurningar um hvaða sjónarmið ráða för.“

Enn annar starfsmaður RÚV, sem Stundin ræddi við, bendir á að samskipti sem þessi geti sett menn í óþægilega stöðu, enda sé fólk meðvitað um yfirvofandi hagræðingaraðgerðir og uppsagnir hjá RÚV.

Gagnrýndi fréttaflutningi
Gagnrýndi fréttaflutningi Vigdís Hauksdóttir hefur ítrekað gagnrýnt fréttaflutning RÚV. Hún gekk svo langt að boða niðurskurð til stofnunarinnar í því samhengi.

Ásakanir um vinstrislagsíðu

Undanfarin ár hafa þingmenn og áhrifamenn innan Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins rekið stöðugan áróður gegn RÚV, sérstaklega fréttastofunni sem sífellt eru ætlaðar annarlegar hvatir.

Þegar frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, til nýrra útvarpslaga var til umræðu á Alþingi í mars árið 2013, sagðist Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í frammíkalli vilja fækka þeim fréttamönnum sem tilheyrðu Samfylkingunni og Vinstri grænum. Ummæli sín, og ásakanir um pólitíska slagsíðu fréttamanna, útskýrði hann ekki frekar, en í viðtali daginn eftir sagðist hann hafa verið að grínast. Þegar rætt var um val á stjórnarmönnum Ríkisútvarpsins á Alþingi síðar á árinu sagði Brynjar Níelsson að í stjórn RÚV þyrfti að vera „alvörufólk“ og bætti við: „Auðvitað er betra að það sé ekki mikið af vinstra fólki.“ 

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur margsinnis farið hörðum orðum um Ríkisútvarpið og haldið því fram að fréttastofan sé vinstrisinnuð og höll undir Evrópusambandið. Í viðtali við Bítið árið 2013 kvartaði hún undan efnistökum fréttastofunnar og fullyrti í því samhengi að RÚV fengi óþarflega mikla fjármuni frá ríkinu. „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi,“ sagði svo Vigdís. Örfáar vikur liðu þar til tilkynnt var um umtalsverðan niðurskurð til RÚV sem hafði í för með sér fjöldauppsagnir og skapaði aðstæður sem enn reynast félaginu erfiðar.

Dylgjaði um fréttamenn
Dylgjaði um fréttamenn Í október, þegar Kastljós fjallaði um hagsmunatengsl í mjólkuriðnaði brást Sigurður Ingi við umfjölluninni með því að gera umsjónarmenn Kastljóss tortryggilega.

Dylgjaði um Kastljóssfólk

Athygli vakti í mars í fyrra þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra neitaði að veita RÚV viðtal nema sérstök skilyrði væru uppfyllt; hann vildi annaðhvort fá óklippta útgáfu af viðtalinu í hendur eða að viðtalið yrði sent út í beinni útsendingu, enda sagðist hann ósáttur við hvernig fréttamenn RÚV klipptu viðtöl.

Í október, þegar Kastljós fjallaði um hagsmunatengsl í mjólkuriðnaði og stjórnarstörf Ólafs Friðrikssonar, skrifstofustjóra í atvinnuvegaráðuneytinu, brást Sigurður Ingi, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við umfjölluninni með því að gera umsjónarmenn Kastljóss tortryggilega. „Hvaða tengsl hafa fjölmiðlamenn úr sinni fortíð við eitt og annað, til dæmis starfsmenn í Kastljósi? Er ekki rétt að byrja á því ef menn ætla inn á þessa braut, er þá ekki rétt að menn byrji á sjálfum sér?“ spurði hann í viðtali á Bylgjunni. Þegar hann var beðinn um að útskýra orð sín um Kastljóssmenn nánar sagði Sigurður einungis: „Hafa ekki allir einhverja fortíð?“

Á meðal áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum sem gagnrýnt hafa Ríkisútvarpið er Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í nóvember skrifaði hann harðorða grein þar sem hann hvatti stjórnarflokkana til að vera óhrædda við að bregðast harkalega við meintri vinstrislagsíðu í fréttaflutningi RÚV. Leggja þyrfti Ríkisútvarpið niður í núverandi mynd.

Þetta er í takt við sífelldan áróður Morgunblaðsins og Davíðs Oddssonar gegn RÚV, en undanfarin ár hefur Mogginn birt um 400 ritstjórnar­pistla sem fjalla með neikvæðum hætti um stofnunina.

Kastljós
Kastljós Fréttamenn Kastljós hafa sinnt rannsóknarblaðamennsku á RÚV. Þegar Helgi Seljan fjallaði um hagsmunatengsl í mjólkuriðnaði brást ráðherrann við með því að gera umsjónarmenn Kastljóss tortryggilega: „Hvaða tengsl hafa fjölmiðlamenn úr sinni fortíð við eitt og annað, til dæmis starfsmenn í Kastljósi?“

Sjálfstæðismenn skapa jafnvægi

Athygli vakti þegar Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, boðaði pólitískar hreinsanir í embættismannakerfinu og á RÚV skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar. „Í stjórnarandstöðuflokkunum finna menn að langri eyðimerkurgöngu þeirra er að ljúka og þar fara menn að velta því fyrir sér hverja í embættismannakerfinu eigi að setja út í kuldann og hverjum eigi að umbuna. Og þar fara menn að velta fyrir sér hvers konar breytingum þurfi að koma fram á RÚV til þess að skapa meira jafnvæg í umfjöllun þess fjölmiðils,“ skrifaði hann á Evrópuvaktina, vef þeirra Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra.

Nú getur Styrmir sjálfur tekið þátt í að skapa þetta jafnvægi því skömmu fyrir jól var hann ráðinn einn af þáttastjórnendum umræðuþáttarins Hringborðið á RÚV. Tilkynnt var um ráðninguna rétt eftir að Styrmir hafði viðurkennt áralangan þátt sinn í persónunjósnum gagnvart samborgurum sínum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og bandarísk stjórnvöld. Kjarninn greindi frá því að Hringborðið væri „hugarfóstur Magnúsar Geirs Þórðarsonar“, en haft var eftir honum að í þættinum yrðu samtímamál sett í stærra samhengi og skautað hjá „því argaþrasi sem einkennir umræðuna oft og tíðum“.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps, sem nefndur er fyrr í þessari umfjöllun, sagði um Styrmi og hina þáttastjórnendurna í samtali við Kjarnann að þau væru „afar reynslumikið fólk sem á það sameiginlegt að hafa betri og dýpri skilning á íslenskum þjóðmálum en flestir aðrir“. Skilningur Styrmis á þjóðmálum birtist nokkuð skýrt í nýrri bók hans, Í köldu stríði, þar sem hann réttlætir persónunjósnir á þeim grundvelli að tilgangurinn hafi helgað meðalið og veltir fyrir sér hvort bandamenn í seinni heimsstyrjöldinni hefðu ef til vil betur tekið sér stöðu með Hitler gegn Sovétríkjunum.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar vakti frumkvæði Magnúsar Geirs og ráðning Styrmis talsverða undrun og umtal á meðal starfsmanna. Skemmst er að minnast þess að Gísli Marteinn Baldursson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var fenginn til að stýra sjónvarpsþætti á RÚV árið 2013. Aðdragandinn var með þeim hætti að Páll Magnússon, þáverandi útvarpsstjóri, hringdi sérstaklega í Gísla Martein og hvatti hann til að hvíla sig á stjórnmálunum og taka að sér verkefnið.

Þannig hefur það tvívegis gerst undanfarin ár að útvarpsstjóri handvelji sjálfstæðismenn og bjóði þeim að gerast þáttastjórnendur í sjónvarpi. Báðar ákvarðanirnar voru umdeildar, og samkvæmt heimildum Stundarinnar urðu þær tilefni skoðanaskipta á stjórnarfundum RÚV.

„Nennum því ekki”

Samkvæmt yfirlýsingu sem stjórn RÚV sendi út fyrir síðustu jól hefur sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka útvarpsgjaldið í för með sér samdrátt og stórfelldar breytingar á hlutverki, þjónustu og starfsemi stofnunarinnar. „Ef það er vilji Alþingis að gjörbreyta hlutverki Ríkisútvarpsins og skyldum, þá er eðlilegt að fram fari umræða og þá með tilheyrandi breytingum á útvarpslögum áður en tekin er ákvörðun um að lækka útvarpsgjald,“ segir í yfirlýsingunni.

Stjórnarandstaðan lagði fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ársins 2015 þess efnis að útvarpsgjaldið yrði látið renna óbreytt og að fullu til Ríkisútvarpsins. Áður höfðu stjórnendur RÚV lýst því yfir að þannig mætti ná jafnvægi í rekstri félagsins. Meirihluti þingmanna felldi tillöguna. Sama dag greindi Egill Helgason sjónvarpsmaður frá því á bloggi sínu að hann hefði hitt Sigrúnu Magnúsdóttur, þáverandi þingflokksformann Framsóknarflokksins, á förnum vegi og spurt hvort hún hygðist ekki styðja Ríkisútvarpið. „Nei, nú nennum við því ekki lengur,” svaraði hún og bætti því við að starfsmenn RÚV hlytu að skilja hvers vegna.

Daginn eftir staðfesti Sigrún frásögn Egils í umræðum á Alþingi. Sigrún, sem áður hafði kvartað undan því að enginn fjölmiðill skildi Framsóknarflokkinn og þörf væri á slíkum miðli, sagði í umræðum um RÚV: „Ég spyr sem gamall kaupmaður: Þarf ekki líka að hugsa um ef eitthvað er að vörunni? Er hún þá á réttum stað, rétt merkt, eða eitthvað að umbúðunum?“ Hún útskýrði ekki nánar hvað hún ætti við, en beinast liggur við að setja ummælin í samhengi við fyrri orð hennar um skilningsleysi fjölmiðla gagnvart Framsóknarflokknum.

Pólitísk slagsíða
Pólitísk slagsíða Á árum áður var Ríkisútvarpið oft kallað Bláskjár vegna hægrislagsíðu sem margir þóttust greina í umfjöllun þess. Algengt var að vinstrimenn sökuðu fjölmiðilinn um að ganga erinda Sjálfstæðisflokksins. Nú er talað um vinstri slagsíðu á fréttadeildinni.

Hert á pólitíska valdinu

Með breytingum nýs þingmeirihluta á útvarpslögum árið 2013 var pólitískum fulltrúum fært vald yfir dagskrárstefnu, starfsemi og megináherslum RÚV. Þannig hefur fyrirkomulag Ríkisútvarpsins ekki aðeins verið fært til fyrra horfs heldur hafa pólitískir fulltrúar nú meiri áhrif á starfsemi stofnunarinnar en þeir höfðu áður en lög Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, voru sett í lok síðasta kjörtímabils.

Með lögum hennar var starfssvið stjórnar Ríkisútvarpsins útvíkkað um leið og reglum um skipan stjórnarinnar var breytt með það að leiðarljósi að gera hana óháða hinu pólitíska valdi. Lagabreytingar Illuga, nokkrum mánuðum síðar, fólu hins vegar í sér að skipan stjórnarinnar færðist undir Alþingi á ný þótt lýsingin á starfssviðinu héldist óbreytt. Þannig kýs Alþingi nú alla stjórnarmennina, og hafa þeir meðal annars það hlutverk að móta dagskrárstefnu og „fylgjast með starfsemi og verkefnum Ríkisútvarpsins“.

Bandalag íslenskra listamanna vakti athygli á þessu í umsögn við frumvarp Illuga. „Það sem gerir tillögur mennta- og menningarmálaráðherra enn verri, er að hlutverk stjórnar samkvæmt nýju lögunum er talsvert breytt og víðfeðmara en samkvæmt eldri lögum,“ segir í umsögninni. „Sú sjö manna stjórn sem kosin yrði samkvæmt tillögum ráðherrans hefði því mun breiðara hlutverk en tíðkast hefur til þessa. Þannig væri hætta á íhlutun frá pólitískt skipuðum stjórnarmönnum um innri mál RÚV mun meiri en verið hefur á grundvelli eldri laga.“ Fleiri umsagnaraðilar bentu á að víða í Evrópu, til dæmis í Bretlandi og Svíþjóð, er lagt upp úr því að pólitískt skipaðir fulltrúar komi aðeins að ákvörðunum um rekstur ríkisfjölmiðla en sé haldið fjarri hvers kyns dagskrárvaldi. Eini umsagnaraðilinn sem fagnaði lagabreytingum stjórnarliða var fyrirtækið Skjárinn, en sjónvarpsstjóri þess er eiginmaður Elínar Hirst þingkonu Sjálfstæðisflokksins.

Þeir starfsmenn RÚV sem Stundin hefur rætt við segjast ekki hafa tekið eftir afskiptum af hálfu stjórnarinnar eftir að lögunum var breytt. Tveir þeirra benda þó á að ef slík afskipti ættu sér stað væri ólíklegt að þau næðu niður til hins almenna starfsmanns á fréttastofu eða dagskrárdeild. Líklegra væri að lagabreytingar Illuga hefðu áhrif á samskipti stjórnar RÚV við stjórnendur, þ.e. dagskrárstjóra og aðra.

Linkind vegna hræðslu

„Ég man ekki eftir svona gríðarlegum kulda frá valdhöfum síðan ég byrjaði að vinna hérna,” segir starfsmaður af fréttastofunni í samtali við Stundina. „Auðvitað hefur þetta áhrif, þetta stuðlar að sjálfsritskoðun og hræðir fólk. Því undirliggjandi eru alltaf hótanir um að ef starfsmenn RÚV þóknist ekki valdhöfum þá missi þeir lífsviðurværi sitt. Það er vont fyrir fjölmiðil sem reynir að halda í ritstjórnarlegt sjálfstæði að hafa svona lagað stöðugt hangandi yfir sér, en það er erfitt að segja til um nákvæmlega hvaða áhrif þetta hefur.”

Einn þeirra sem Stundin ræddi við viðurkenndi að linkind fréttastofunnar gagnvart valdhöfum mætti oft rekja til hræðslu. „Fréttafólk er oft svo hrætt um að missa vinnuna. Þú sérð alveg sjálfur hvaða áhrif það hefur á umfjöllun. Oft er aðhaldið gagnvart valdinu svo miklu minna en það ætti að vera. Hótanir um niðurskurð og fjöldauppsagnir skila raunverulegum árangri.”

Viðmælandi sem vinnur á útvarpinu segir að það hafi markað ákveðin þáttaskil þegar Vigdís Hauksdóttir hótaði RÚV niðurskurði haustið 2013. „Þá fyrst urðum við raunverulega hrædd, þá fengum við á tilfinninguna að ákveðnir aðilar úr stjórnarliðinu vildu einfaldlega skemma, að þeir væru tilbúnir að svífast einskis til að þagga niður í gagnrýnni umræðu um sig og sín störf.“

Benda á Framsókn
Benda á Framsókn Samkvæmt heimildum Stundarinnar komu Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, því á framfæri við fulltrúa Ríkisútvarpsins að þeir sjálfir séu mun viljugri til að koma til móts við fjárhagsvanda félagsins en samstarfsflokkur þeirra í ríkisstjórn.

Benda á Framsókn

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, komu því á framfæri við útvarpsstjóra og stjórnarformann RÚV fyrir síðustu jól að þeir vildu gjarnan að komið yrði til móts við fjárhagsvanda RÚV, en að slíkt strandaði þó helst á Sigmundi Davíð forsætisráðherra og Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar.

Til lítils háttar ágreinings um þetta kom milli Ingva Hrafns Óskarssonar, stjórnarformanns RÚV, og Guðlaugs G. Sverrissonar, fulltrúa Framsóknarflokksins í stjórninni, á vinnufundi sem haldinn var 22. janúar síðastliðinn. Þar var stjórnarmönnum greint frá samskiptunum við ráðherra Sjálfstæðisflokksins, en samkvæmt heimildum Stundarinnar þótti Guðlaugi ósanngjarnt að skella skuldinni á framsóknarmenn með þeim hætti sem gert var.

Þegar Stundin hafði samband við Guðlaug gerði hann lítið úr málinu og sagði stjórn RÚV vera samstíga um að koma félaginu á réttan kjöl. Allir væru að gera sitt besta og ekki væri neinn ágreiningur milli fulltrúa framsóknarmanna og sjálfstæðismanna.

Athygli vakti þegar framsóknarmenn tilnefndu Guðlaug til stjórnarsetu, en sjálfur hefur hann gagnrýnt fréttastofu RÚV harðlega vegna umfjöllunar um Sigmund Davíð. „Það virðast fáir fjölmiðlar, og alls ekki Ríkisútvarpið, taka sér stöðu með heimilum og fjölskyldum landsmanna,“ skrifaði hann í pistli á Pressunni árið 2013 og í fyrra sakaði hann RÚV um að hafa forsætisráðherra og forseta „í sigtinu“. Í Facebook-skrifum sínum hefur Guðlaugur talað um fréttamennsku RÚV innan gæsalappa og gantast með að skammstöfunin ohf standi fyrir „ofsalega hrokafullt fyrirtæki“. Þann 5. júlí árið 2013 sagðist hann svo bíða eftir því að fréttastofa RÚV leiddi að því líkum að „Framsóknarflokkurinn hafi borið ábyrgð á krossfestingu Jesú“.

Guðlaugur hefur talað um það á stjórnarfundum Ríkisútvarpsins að hann og aðrir framsóknarmenn séu óánægðir með efnistök og umfjöllun RÚV. Þá greindi Kjarninn frá því í fyrra að á fundi húsnæðismálanefndar RÚV hefði Guðlaugur stungið upp á því að Ríkisútvarpið flytti í húsnæði Osta- og smjörsölunnar að Bitruhálsi 2. Húsnæðið er í eigu Mjólkursamsölunnar.

Að eiga fréttastofuna

Andúð framsóknarmanna á RÚV hefur farið stigvaxandi undanfarinn áratug. Einn af viðmælendum Stundarinnar minntist á fréttastjóramálið frá 2005 í þessu samhengi, það þegar Auðun Georg Ólafsson, maður með minni reynslu af fjölmiðlum en aðrir umsækjendur, var ráðinn fréttastjóri. Margir héldu því fram að forysta Framsóknarflokksins hefði beitt sér fyrir ráðningu hans, en DV greindi frá því að áður hefði Eggert Skúlason, núverandi ritstjóri DV, „afþakkað pent gott tilboð Framsóknarflokksins“ um að verða fréttastjóri. Auðun Georg hætti við að taka við starfinu eftir að hafa orðið tvísaga um fund sem hann hafði átt með formanni útvarpsráðs í viðtali við Ingimar Karl Helgason, þá fréttamann á Ríkisútvarpinu. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á sínum tíma sagðist hann hafa sótt um starf fréttastjóra á jafnræðisgrundvelli og hlakkað til að taka að sér starfið. Vegna atburðarásarinnar sem fór af stað og þeirrar tortryggni sem hann mætti hefði hann hins vegar hætt við. Eftir því sem Stundin kemst næst hefur Auðun aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins né annarra stjórnmálaflokka.

Áður en stóra fréttastjóramálið kom upp hafði Kári Jónasson gegnt stöðunni um árabil, en hann hóf fréttamannaferil sinn á Tímanum og tók þátt í starfi Framsóknarflokksins. „Ætli framsóknarmenn hafi ekki verið farnir að líta á þetta sem eina af óskráðu reglunum á tímum helmingaskiptanna, að Framsókn ætti fréttastjórann?“ segir einn af viðmælendum Stundarinnar. „Stundum held ég að þeir séu ekki enn búnir að jafna sig á fréttastjóramálinu. Þeir hafa allavega hamast á RÚV síðan. Þessi hamagangur hefur náð algjöru hámarki síðustu tvö árin eða svo.“

Annar viðmælandi segir að markað hafi þáttaskil þegar Óðinn Jónsson var ráðinn fréttastjóri sameinaðrar fréttastofu hljóðvarps og sjónvarps árið 2008. Upp frá því hafi bæði sjálfstæðismenn og framsóknarmenn litið svo á að þeir hefðu misst ítökin. „Þessi heift jókst enn frekar þegar Elín Hirst var rekin árið 2010,“ segir viðmælandinn. Elín situr nú á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en sjálf virðist hún telja fréttastofu RÚV hafa verið hliðholla ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á síðasta kjörtímabili. „Mér oft á tíðum blöskrað hvernig fréttastofan virðist sjá heiminn með gleraugum ríkisstjórnarinnar,” sagði hún á fundi með sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ árið 2012.

Vilja stýra viðtölum

Færst hefur í vöxt að ráðherrar og aðstoðarmenn þeirra krefjist sjálfdæmis um tilhögun viðtala við sig og vilji ráða um hvað er spurt. Starfsmenn RÚV sem Stundin ræddi við segja algengt að aðstoðarmenn ráðherra reyni að hafa vit fyrir fréttamönnum og semja við þá um spurningar. Misjafnt sé hvaða árangri þetta skilar, en oftast standi fréttamenn í lappirnar. Einn af viðmælendum Stundarinnar rifjaði hlæjandi upp tilvik þar sem aðstoðarmaður ráðherra reyndi að sannfæra fréttamann um að hann ynni hjá fréttastofu ríkisins og því bæri honum að fara að vilja ríkisstjórnarinnar – enda væri hann í raun og veru í vinnu hjá ríkisstjórninni. Annar viðmælandi sagðist vita um dæmi þess að stjórnarliði hefði varað fréttamann við að flytja tiltekna frétt og bent honum á að brátt yrðu teknar ákvarðanir um fjárveitingar til RÚV.

Tilhneigingin til að vilja stýra viðtölum er ekki bundin við núverandi stjórnarliða, en flestum þeirra sem Stundin hefur rætt við ber saman um að hún sé meiri nú en í tíð fyrri stjórnar. Einnig hefur forseti Íslands um langa hríð neitað að veita fréttastofunni viðtöl, nema með því skilyrði að aðeins sé spurt um tiltekin atriði. Þannig var hann tilbúinn að ræða um ákveðin mál í fyrra en neitaði að svara spurningum er tengdust með einum eða öðrum hætti kosningabaráttu hans, svo sem hvort hann ætlaði að sitja út kjörtímabilið eða hætta fyrr líkt og hann hafði gefið til kynna að hann hygðist gera þegar hann bauð sig fram árið 2012.

Reyndi að hafa áhrif á fréttaflutning
Reyndi að hafa áhrif á fréttaflutning Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hringdi margsinnis inn á fréttastofu RÚV meðan lekamálið stóð sem hæst og reyndi að hafa áhrif á umfjöllun um það.

Vildi hafa áhrif á fréttaflutninginn

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, og Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarkona hennar, hringdu margsinnis inn á fréttastofu RÚV meðan lekamálið stóð sem hæst og reyndu að hafa áhrif á umfjöllun um það. Í símtölum við fréttamenn og yfirmenn á fréttastofunni sagði Hanna Birna að fréttir DV af lekamálinu væru ýmist villandi eða rangar, auk þess sem hún lýsti blaðinu sem ómarktæku. 

Ráðherra hringdi yfirleitt á þeim forsendum að hún vildi ekki koma í viðtal en hins vegar leiðrétta ýmiss konar misskilning sem væri á kreiki. Í desember árið 2013, löngu áður en RÚV hóf umfjöllun sína um lekamálið, hafði Hanna Birna hringt í Reyni Traustason, þáverandi ritstjóra DV, og farið fram á að hann stöðvaði umfjöllun blaðsins um lekamálið og ræki þá blaðamenn sem skrifað höfðu um það. Henni varð ekki að ósk sinni.

Þegar staða Hönnu Birnu þrengdist enn frekar síðasta haust reyndi hún að koma sér í mjúkinn hjá fréttafólki með því að eiga við það persónuleg samtöl. 

Hanna Birna er ekki eini fulltrúi ríkisstjórnar Íslands sem hefur hringt gagngert inn á ritstjórnir fjölmiðla til að vara við fréttaflutningi DV. Grapevine greindi frá því í fyrra að Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, hefði skipt sér af efnistökum fréttar, án þess að neinar staðreyndavillur væri þar að finna, auk þess sem hann hefði dylgjað um þáverandi blaðamann á DV og varað ritstjórn Grapevine við því að byggja á fréttum blaðsins. „Að ríkisstjórn landsins hafi menn á launum við að níða einstaka borgara, sem hafa reynst henni óþægilegir, og bera út um þá róg, er ógeðfelld tilhugsun. Satt að segja er erfitt að ímynda sér nokkuð hræðilegra,“ skrifaði Haukur S. Magnússon, ritstjóri Grapevine, af því tilefni á Facebook. 

Ímynduð vinstrislagsíða

Á árum áður var Ríkisútvarpið oft kallað Bláskjár vegna hægrislagsíðu sem margir þóttust greina í umfjöllun þess. Algengt var að vinstrimenn sökuðu fjölmiðilinn um að ganga erinda Sjálfstæðisflokksins. Í bók rannsóknarblaðamannsins Jóhanns Haukssonar, Þræðir valdsins, er beinlínis fullyrt að Davíð Oddsson hafi átt hlut að máli þegar Páll Magnússon var skipaður útvarpsstjóri á sínum tíma.

Nú á dögum heyrist talsvert meira í þeim sem saka RÚV um vinstrislagsíðu. Erfitt er hins vegar að finna slíkum ásökunum stoð í raunveruleikanum. Skemmst er að minnast tveggja fréttamála er vörðuðu forystufólk í Sjálfstæðisflokknum – Vafningsmálsins og lekamálsins – sem fréttastofa RÚV snerti ekki á fyrr en mörgum mánuðum eftir að þau komu upp. Í báðum tilvikum lenti nær öll rannsóknarvinna á herðum minni einkarekinna fjölmiðla sem höfðu þó úr mun minni fjármunum að spila.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kristján telur óþarft að komast að því af hverju starfsmaður ráðuneytis hans lét fresta birtingu laga
1
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Kristján tel­ur óþarft að kom­ast að því af hverju starfs­mað­ur ráðu­neyt­is hans lét fresta birt­ingu laga

Kristján Þór Júlí­us­son, at­vinnu­vega-og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, er ósam­mála því mati stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að kom­ast þurfi að því hvað Jó­hanni Guð­munds­syni gekk til. Ráð­herr­ann tel­ur að máli Jó­hanns sé lok­ið jafn­vel þó það hafi ekki ver­ið upp­lýst.
Auðlindafyrirtæki á markað í Noregi: Aflandsfélag á Kýpur á nær helming hlutabréfanna
2
FréttirLaxeldi

Auð­linda­fyr­ir­tæki á mark­að í Nor­egi: Af­l­ands­fé­lag á Kýp­ur á nær helm­ing hluta­bréf­anna

Ís­lensk lax­eld­is­fyr­ir­tæki fara á hluta­bréfa­mark­að í Nor­egi eitt af öðru. Norsk lax­eld­is­fyr­ir­tæki eiga stærstu hlut­ina í ís­lensku fé­lög­un­um. Hagn­að­ur­inn af skrán­ingu fé­lag­anna renn­ur til norsku. Eng­in sam­bæri­leg lög gilda um eign­ar­hlut er­lendra að­ila á ís­lensku lax­eldisauð­lind­inni og á fisk­veiðiauð­lind­inni.
Stóra spurningin í rannsókn Seðlabankamáls Samherja og Namibíumálsins er sú sama
3
GreiningSamherjaskjölin

Stóra spurn­ing­in í rann­sókn Seðla­banka­máls Sam­herja og Namib­íu­máls­ins er sú sama

Embætti hér­aðssak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra rann­saka nú út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herja vegna starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namiib­íu. Það sem ligg­ur und­ir í rann­sókn­inni er með­al ann­ars sú spurn­ing hvort Þor­steinn Már Bald­vins­son hafi stýrt rekstr­in­um frá Ís­landi og beri ábyrgð á mútu­greiðsl­um og því að skatt­greiðsl­ur skil­uðu sér ekki til Ís­lands.
Af þriðju kynslóð kvenna með fíknivanda og býr á götunni: „Ég er góð manneskja“
4
Viðtal

Af þriðju kyn­slóð kvenna með fíkni­vanda og býr á göt­unni: „Ég er góð mann­eskja“

Amma henn­ar neytti fíkni­efna og mamma henn­ar var fík­ill. Sjálf er hún bú­in að vera í neyslu síð­an hún var tólf ára og varð sprautufík­ill 16 ára. Í dag er hún 23 ára, heim­il­is­laus og hef­ur séð sorg­ina og dauð­ann í heimi þeirra sem eru í neyslu en dreym­ir um að verða dýra­lækn­ir.
Covid-19 faraldurinn mögulega á uppleið á ný
5
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Covid-19 far­ald­ur­inn mögu­lega á upp­leið á ný

Ým­is­legt bend­ir til að kór­óna­veirufar­ald­ur­inn sé á upp­leið á ný, eft­ir að vel hef­ur tek­ist til að ná tök­um á hon­um að und­an­förnu, seg­ir Þórólf­ur Guðna­son. Fólk virð­ist ekki vera að passa sig nægi­lega.
Hundruð norrænna karla kynda undir kvenhatri á netinu
6
Fréttir

Hundruð nor­rænna karla kynda und­ir kven­h­atri á net­inu

Um 850 karl­menn eru virk­ir á vef­svæð­um þar sem kven­hat­ur er ráð­andi. Ís­land mæl­ist lægst Norð­ur­land­anna en gögn héð­an eru ófull­kom­in. Jón Ingvar Kjaran pró­fess­or seg­ir rann­sókn­ir skorta og Elísa­bet Ýr Atla­dótt­ir aktív­isti seg­ir slíka um­ræðu bæði falda hér á landi og birt­ast með öðr­um hætti.
214. spurningaþraut: Katrín af Aragóníu, Margaríta af Savoy og Ugla að norðan
7
Þrautir10 af öllu tagi

214. spurn­inga­þraut: Katrín af Aragón­íu, Marga­ríta af Sa­voy og Ugla að norð­an

Hér er þraut­in frá í gær. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er karl­inn á mynd­inni hér að of­an? Hann var lista­mað­ur og sjálft nafn hans hans er nú orð­ið eins kon­ar tákn fyr­ir flókna og ill­við­ráð­an­lega þætti, bæði í sam­fé­lag­inu og sál­ar­líf­inu. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Katrín hét kona og jafn­an kennd við ætt­land sitt Aragón­íu. En hún varð hins veg­ar drottn­ing...

Mest deilt

Kristján telur óþarft að komast að því af hverju starfsmaður ráðuneytis hans lét fresta birtingu laga
1
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Kristján tel­ur óþarft að kom­ast að því af hverju starfs­mað­ur ráðu­neyt­is hans lét fresta birt­ingu laga

Kristján Þór Júlí­us­son, at­vinnu­vega-og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, er ósam­mála því mati stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að kom­ast þurfi að því hvað Jó­hanni Guð­munds­syni gekk til. Ráð­herr­ann tel­ur að máli Jó­hanns sé lok­ið jafn­vel þó það hafi ekki ver­ið upp­lýst.
Auðlindafyrirtæki á markað í Noregi: Aflandsfélag á Kýpur á nær helming hlutabréfanna
2
FréttirLaxeldi

Auð­linda­fyr­ir­tæki á mark­að í Nor­egi: Af­l­ands­fé­lag á Kýp­ur á nær helm­ing hluta­bréf­anna

Ís­lensk lax­eld­is­fyr­ir­tæki fara á hluta­bréfa­mark­að í Nor­egi eitt af öðru. Norsk lax­eld­is­fyr­ir­tæki eiga stærstu hlut­ina í ís­lensku fé­lög­un­um. Hagn­að­ur­inn af skrán­ingu fé­lag­anna renn­ur til norsku. Eng­in sam­bæri­leg lög gilda um eign­ar­hlut er­lendra að­ila á ís­lensku lax­eldisauð­lind­inni og á fisk­veiðiauð­lind­inni.
Covid-19 faraldurinn mögulega á uppleið á ný
3
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Covid-19 far­ald­ur­inn mögu­lega á upp­leið á ný

Ým­is­legt bend­ir til að kór­óna­veirufar­ald­ur­inn sé á upp­leið á ný, eft­ir að vel hef­ur tek­ist til að ná tök­um á hon­um að und­an­förnu, seg­ir Þórólf­ur Guðna­son. Fólk virð­ist ekki vera að passa sig nægi­lega.
6 plús sex + mínus 1
4
Mynd dagsins

6 plús sex + mín­us 1

Laxár­dæl­ing­ur­inn, Fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, Ásmund­ur Ein­ar Daða­son er að leggja fram á Al­þingi rík­is­stjórn­ar­frum­varp um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof. Nýju lög­in taka við lög­um sem sett voru fyr­ir tutt­ugu ár­um, og þóttu þá fram­sæk­in. Helstu breyt­ing­ar sem lagð­ar eru til í frum­varp­inu er leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs í 12 mán­uði vegna barna sem fæð­ast, eru ætt­leidd eða tek­in í var­an­legt fóst­ur frá 1. janú­ar 2021. Reikn­að­ur kostn­að­ur rík­is­ins vegna fæð­ing­ar­or­lofs­ins næsta ár eru rúm­ir 19 millj­arð­ar. Og þetta seg­ir ráð­herra um frum­varp­ið: „Með þessu frum­varpi er­um við að auka enn á rétt­indi for­eldra til sam­vista með börn­un­um sín­um á fyrstu mán­uð­un­um ævi þeirra.“
Stóra spurningin í rannsókn Seðlabankamáls Samherja og Namibíumálsins er sú sama
5
GreiningSamherjaskjölin

Stóra spurn­ing­in í rann­sókn Seðla­banka­máls Sam­herja og Namib­íu­máls­ins er sú sama

Embætti hér­aðssak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra rann­saka nú út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herja vegna starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namiib­íu. Það sem ligg­ur und­ir í rann­sókn­inni er með­al ann­ars sú spurn­ing hvort Þor­steinn Már Bald­vins­son hafi stýrt rekstr­in­um frá Ís­landi og beri ábyrgð á mútu­greiðsl­um og því að skatt­greiðsl­ur skil­uðu sér ekki til Ís­lands.
Hundruð norrænna karla kynda undir kvenhatri á netinu
6
Fréttir

Hundruð nor­rænna karla kynda und­ir kven­h­atri á net­inu

Um 850 karl­menn eru virk­ir á vef­svæð­um þar sem kven­hat­ur er ráð­andi. Ís­land mæl­ist lægst Norð­ur­land­anna en gögn héð­an eru ófull­kom­in. Jón Ingvar Kjaran pró­fess­or seg­ir rann­sókn­ir skorta og Elísa­bet Ýr Atla­dótt­ir aktív­isti seg­ir slíka um­ræðu bæði falda hér á landi og birt­ast með öðr­um hætti.
215. spurningaþraut: „Mun þín skömm lengi uppi“
7
Þrautir10 af öllu tagi

215. spurn­inga­þraut: „Mun þín skömm lengi uppi“

Þraut­in frá í gær. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er mað­ur­inn sem sting­ur sér svo fag­mann­lega til sunds á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvaða hljóm­sveit sendi frá sér hljóm­plöt­una Let It Be? 2.   En hvaða hljóm­sveit sendi frá sér hljóm­plöt­una Let It Bleed? 3.   Hvað heit­ir stærsta borg­in í Suð­ur-Afr­íku? 4.   Hver er syðst­ur Vest­fjarða? 5.   Hvað af...

Mest lesið í vikunni

Gögn frá Samherja sýna hver stýrði Kýpurfélaginu sem greiddi fé til Dubai
1
FréttirSamherjaskjölin

Gögn frá Sam­herja sýna hver stýrði Kýp­ur­fé­lag­inu sem greiddi fé til Dubai

Gögn inn­an úr Sam­herja sýna að Jó­hann­es Stef­áns­son kom hvergi að rekstri Esju Sea­food á Kýp­ur. Þetta fé­lag greiddi hálf­an millj­arð í mút­ur til Dubai. Ingvar Júlí­us­son stýrði fé­lag­inu með sér­stöku um­boði og Bald­vin Þor­steins­son, son­ur Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, kom og kem­ur einnig að rekstri Esju.
Verða sér úti um falskt læknisvottorð til að komast hjá grímuskyldu
2
FréttirCovid-19

Verða sér úti um falskt lækn­is­vott­orð til að kom­ast hjá grímu­skyldu

Með­lim­ir Face­book-síð­unn­ar Covið­spyrn­an ráð­leggja hvort öðru um það hvernig sé best að bera sig að við að verða sér út um falskt lækn­is­vott­orð til að þurfa ekki að nota grím­ur í versl­un­um.
Vill tækifæri til að komast aftur inn í samfélagið
3
Viðtal

Vill tæki­færi til að kom­ast aft­ur inn í sam­fé­lag­ið

Unn­ur Regína Gunn­ars­dótt­ir fékk reglu­lega að heyra að hún væri kvíð­in ung kona á með­an hún barð­ist í fimm ár eft­ir því að fá rétta grein­ingu. Nú er hún greind með sjald­gæf­an sjúk­dóm og sér sjálf um að halda ut­an um með­ferð­ina, þeg­ar hún á eig­in­lega al­veg nóg með að tak­ast á við af­leið­ing­ar veik­ind­anna. Hún þrá­ir að ná bata og kom­ast aft­ur út í sam­fé­lag­ið, fara að vinna og verða að gagni, eins og hún orð­ar það, 27 ára göm­ul kona sem bú­ið er að skil­greina sem ör­yrkja.
Formaður Læknafélagsins segir Willum flytja „trumpiskar falsfréttir“
4
Fréttir

Formað­ur Lækna­fé­lags­ins seg­ir Will­um flytja „trump­isk­ar fals­frétt­ir“

Reyn­ir Arn­gríms­son, formað­ur Lækna­fé­lags­ins, vill að Will­um Þór Þórs­son, formað­ur fjár­laga­nefnd­ar, biðj­ist af­sök­un­ar á árás­um á lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Þing­menn eigi að axla ábyrgð á van­fjár­mögn­un heil­brigðis­kerf­is­ins.
Víðir segir siðleysi að beita blekkingum til að losna við grímuna
5
FréttirCovid-19

Víð­ir seg­ir sið­leysi að beita blekk­ing­um til að losna við grím­una

Það er dap­ur­legt að fólk reyni að blekkja lækna til að fá vott­orð svo það sleppi und­an grímu­skyldu seg­ir Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.
Kristján telur óþarft að komast að því af hverju starfsmaður ráðuneytis hans lét fresta birtingu laga
6
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Kristján tel­ur óþarft að kom­ast að því af hverju starfs­mað­ur ráðu­neyt­is hans lét fresta birt­ingu laga

Kristján Þór Júlí­us­son, at­vinnu­vega-og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, er ósam­mála því mati stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að kom­ast þurfi að því hvað Jó­hanni Guð­munds­syni gekk til. Ráð­herr­ann tel­ur að máli Jó­hanns sé lok­ið jafn­vel þó það hafi ekki ver­ið upp­lýst.
RÚV rak fréttamann sem átti í deilum um launagreiðslur
7
Fréttir

RÚV rak frétta­mann sem átti í deil­um um launa­greiðsl­ur

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri seg­ir að deil­ur séu uppi um túlk­un á kjara­samn­ingi. Fleiri en einn frétta­mað­ur eigi í þeirri kjara­deilu og hún hafi ekk­ert með upp­sagn­ir að gera. Fé­lag frétta­manna gagn­rýn­ir nið­ur­skurð á frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Svona dreifist veiran í lokuðu rými
1
GreiningCovid-19

Svona dreif­ist veir­an í lok­uðu rými

Lík­urn­ar á því að sýkj­ast af kór­ónu­veirunni eru marg­falt meiri í lok­uðu rými en ut­an­dyra en erfitt get­ur ver­ið að átta sig á hversu mikla nánd þarf til og hversu mikl­ar lík­urn­ar eru á smiti. Eft­ir­far­andi sam­an­tekt er byggð á allra nýj­ustu upp­lýs­ing­um frá vís­inda­mönn­um og heil­brigð­is­yf­ir­völd­um á Spáni og er hér end­ur­birt með góð­fús­legu leyfi dag­blaðs­ins El País.
Leita svara vegna dularfulls andláts í Mosfellsbæ
2
Fréttir

Leita svara vegna dul­ar­fulls and­láts í Mos­fells­bæ

Mariuszi Robak var lýst sem lífs­glöð­um og and­lega stöð­ug­um ung­um manni sem elsk­aði fjöl­skyld­una sína, vini og Ís­land. Það kom því öll­um á óvart þeg­ar hann tók svipti sig lífi síð­ast­lið­ið sum­ar. Bróð­ir hans og besti vin­ur hafa báð­ir efa­semd­ir um að Mario, eins og hann var kall­að­ur, hafi lát­ist án þess að ut­an­að­kom­andi að­il­ar hafi haft þar áhrif á. „Eina skýr­ing­in sem ég sé er að hann hafi gert það vegna þess að hann ótt­að­ist um vini sína eða fjöl­skyldu.“
Heilunin snerist upp í andhverfu sína
3
Reynsla

Andrea Hauksdóttir

Heil­un­in sner­ist upp í and­hverfu sína

Andrea Hauks­dótt­ir leit­aði í óhefð­bundn­ar að­ferð­ir og of­skynj­un­ar­efni til að vinna úr af­leið­ing­um fíkn­ar og áfalla. Mað­ur­inn sem hún treysti til að leiða sig í gegn­um þetta ferli reynd­ist henni hins veg­ar verr en eng­inn, seg­ir hún. Þeg­ar þau slitu sam­skipt­um var hún dof­in, nið­ur­brot­in og barns­haf­andi að tví­bur­um sem hún ætl­aði sér ekki að eign­ast. Kór­ónu skamm­ar er tyllt á höf­uð kvenna, seg­ir hún, um druslu- og þung­un­ar­rofs­skömm.
Aðstandendur vilja skýringar á hvernig fór á Landakoti
4
ViðtalHvað gerðist á Landakoti?

Að­stand­end­ur vilja skýr­ing­ar á hvernig fór á Landa­koti

Fjöl­skyld­ur þeirra sem lét­ust og veikt­ust eft­ir hópsmit­ið á Landa­koti bera starfs­fólki góða sögu, en vilja vita hvað fór úr­skeið­is. Sum­ir gátu ekki kvatt ást­vini sína, en aðr­ir fengu að heim­sækja þá í hlífð­ar­bún­ing­um. Einn að­stand­enda um­gekkst aldr­aða ætt­ingja eft­ir að hafa ver­ið til­kynnt að hann þyrfti ekki að fara í sótt­kví.
Stórskuldugur, landflótta og lögsóttur: Það sem gæti beðið Trumps eftir valdaskiptin
5
FréttirForsetakosningar í BNA 2020

Stór­skuldug­ur, land­flótta og lög­sótt­ur: Það sem gæti beð­ið Trumps eft­ir valda­skipt­in

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti á yf­ir höfði sér fjölda lög­sókna og jafn­vel op­in­ber­ar ákær­ur sak­sókn­ara eft­ir að hann læt­ur af embætti. Þá skuld­ar hann mörg hundruð millj­ón­ir doll­ara sem þarf að greiða til baka á næstu ár­um og gæti þurft að selja stór­an hluta eigna sinna.
Skammaði starfsfólk fyrir grímuskyldu: „Þá verður að kalla til lögreglu“
6
FréttirCovid-19

Skamm­aði starfs­fólk fyr­ir grímu­skyldu: „Þá verð­ur að kalla til lög­reglu“

„Þetta er svo mik­ið kjaftæði,“ sagði Víð­ir Reyn­is­son við því að fólk þrá­ist við að nota grím­ur. Sama dag birti mað­ur mynd­band af sér í Bón­us þar sem hann sýndi dóna­skap vegna grímu­skyldu. Guð­mund­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­us, seg­ir að ef fólk taki ekki rök­um verði að kalla til lög­reglu. Allt að 100 þús­und króna sekt get­ur varð­að við brot­um gegn notk­un á and­lits­grím­um.
Syrgja móður sem lést af völdum veirunnar eftir hvíldarinnlögn á Landakoti
7
FréttirCovid-19

Syrgja móð­ur sem lést af völd­um veirunn­ar eft­ir hvíld­ar­inn­lögn á Landa­koti

Að­al­heið­ur Krist­ín Harð­ar­dótt­ir seg­ir fólk eiga að virða yf­ir­mæli stjórn­valda um Covid-19. Sjálf missti hún móð­ur sína síð­ast­lið­inn sunndag úr Covid en móð­ir henn­ar smit­að­ist á Landa­koti.

Nýtt á Stundinni

Náði bata frá fíknivanda en óttast um adrif dóttur sinnar á götunni
Viðtal

Náði bata frá fíkni­vanda en ótt­ast um adrif dótt­ur sinn­ar á göt­unni

Móð­ir seg­ir hér sög­una af því hvernig hún strauk að heim­an 12 ára, var vist­uð á ung­linga­heim­il­um og leidd­ist út í harða neyslu, missti ný­fædd­an son sinn og eign­að­ist þrjár dæt­ur með þrem­ur mönn­um, en náði sér á strik eft­ir enn eina með­ferð­ina fyr­ir þrett­án ár­um og hef­ur ver­ið alls­gáð síð­an. Dótt­ir henn­ar er hins veg­ar á göt­unni.
Veitir innsýn í daglegt líf listamanna
Viðtal

Veit­ir inn­sýn í dag­legt líf lista­manna

Elísa­bet Alma Svendsen rek­ur listráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­ið List­val þar sem hún veit­ir ráð­gjöf um val og upp­setn­ingu á lista­verk­um. Hún veit­ir lista­mönn­um einnig að­gang að In­sta­gram-reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins til að kynna sig, halda sta­f­ræn­ar vinnu­stofu­heim­sókn­ir og sýna verk­in sín.
Bölvun múmíunnar
StreymiFjölskyldustund á laugardögum

Bölv­un múmí­unn­ar

Ár­mann Jak­obs­son les úr bók sinni, Bölv­un múmí­unn­ar - seinni hluti, og ræð­ir um hana við Guð­rúnu Láru Pét­urs­dótt­ur, bók­mennta­fræð­ing. Streym­ið er á veg­um Menn­ing­ar­hús­anna í Kópa­vogi og hefst klukk­an 13.
Áföll erfast á milli kynslóða
Viðtal

Áföll erf­ast á milli kyn­slóða

Börn sem al­ast upp í óheil­brigðu um­hverfi eru gjarn­an með sjálfs­mynd sem er sködd­uð, þar sem þau trúa því að þau séu ekki nógu góð og gef­ast upp áð­ur en þau hefja bar­átt­una fyr­ir betra lífi.
Af þriðju kynslóð kvenna með fíknivanda og býr á götunni: „Ég er góð manneskja“
Viðtal

Af þriðju kyn­slóð kvenna með fíkni­vanda og býr á göt­unni: „Ég er góð mann­eskja“

Amma henn­ar neytti fíkni­efna og mamma henn­ar var fík­ill. Sjálf er hún bú­in að vera í neyslu síð­an hún var tólf ára og varð sprautufík­ill 16 ára. Í dag er hún 23 ára, heim­il­is­laus og hef­ur séð sorg­ina og dauð­ann í heimi þeirra sem eru í neyslu en dreym­ir um að verða dýra­lækn­ir.
216. spurningaþraut: „Ríki þetta er kennt við löngu dauðan kóng“
Þrautir10 af öllu tagi

216. spurn­inga­þraut: „Ríki þetta er kennt við löngu dauð­an kóng“

Hlekk­ur á gær­dags­ins þraut. * Auka­spurn­ing sú hin fyrri: Í hvaða borg er mynd­in hér að of­an tek­in? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Habbakúk, Hósea, Óba­día, Daní­el, Míka, Jó­el, Jón­as, Amos, Nahúm, Hagg­aí, Saka­ría, Malakí. Hverj­ir eru þetta? 2.   Hvað heit­ir höf­uð­borg­in á Norð­ur-Ír­landi? 3.   Við hvaða fjörð stend­ur Ak­ur­eyri? 4.   Á hvaða haf­svæði var háð eina sjóorr­usta Ís­lend­inga ár­ið 1244? 5. ...
Jólakötturinn
Mynd dagsins

Jóla­kött­ur­inn

Þið kann­ist við jóla­kött­inn, sá kött­ur var gríð­ar­stór. Fólk vissi ekki hvað­an hann kom eða hvert hann fór. Hann glennti upp glyrn­urn­ar sín­ar, gló­andi báð­ar tvær. Það var ekki heigl­um hent að horfa í þær. Jóla­kött­inn orti Jó­hann­es úr Kötl­um ár­ið 1932 og nú er hann kom­inn í allri sinni dýrð, 88 ár­um síð­ar, nið­ur á Lækj­ar­torg, skreytt­ur 6.499 per­um til að lýsa upp svart­asta skamm­deg­ið.
Lokahnykkur lýðræðisbyltingar
Brynjólfur Þorvarðsson
Pistill

Brynjólfur Þorvarðsson

Loka­hnykk­ur lýð­ræð­is­bylt­ing­ar

Brynj­ólf­ur Þor­varðs­son lýs­ir gangi mála í Eþí­óp­íu þar sem hann er bú­sett­ur.
Landlæknir skoðar hvort Landakot uppfylli lágmarkskröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu
Fréttir

Land­lækn­ir skoð­ar hvort Landa­kot upp­fylli lág­marks­kröf­ur til rekst­urs heil­brigð­is­þjón­ustu

Alma D. Möller land­lækn­ir seg­ir í sam­tali við Stund­ina að hún skoði nú hvort hópsmit­ið sem varð á Landa­koti í vor sé til­kynn­ing­ar­skylt sem al­var­legt at­vik og hvort Landa­kot upp­fylli lág­marks­kröf­ur til rekst­urs heil­brigð­is­þjón­ustu.
Hundruð norrænna karla kynda undir kvenhatri á netinu
Fréttir

Hundruð nor­rænna karla kynda und­ir kven­h­atri á net­inu

Um 850 karl­menn eru virk­ir á vef­svæð­um þar sem kven­hat­ur er ráð­andi. Ís­land mæl­ist lægst Norð­ur­land­anna en gögn héð­an eru ófull­kom­in. Jón Ingvar Kjaran pró­fess­or seg­ir rann­sókn­ir skorta og Elísa­bet Ýr Atla­dótt­ir aktív­isti seg­ir slíka um­ræðu bæði falda hér á landi og birt­ast með öðr­um hætti.
Mental load: Hjónin Hulda og Þorsteinn
Karlmennskan - hlaðvarp#9

Mental load: Hjón­in Hulda og Þor­steinn

„Það eru hundrað þús­und hlut­ir sem þarf að hugsa um [...] og ég held að menn átti sig oft ekki á því“ seg­ir Hulda og vís­ar til fyr­ir­bær­is­ins mental load. Mental load er um­fjöll­un­ar­efni þessa þátt­ar þar sem hjón­in, Þor­steinn V. Ein­ars­son og Hulda Jóns­dótt­ir Tölgyes, spjalla sam­an um það hvernig mental loa­dið hef­ur birst í þeirra lífi og hvaða leið­ir þau hafa far­ið til að jafna byrð­ina sem til fell­ur í sam­búð­inni.
Stóra spurningin í rannsókn Seðlabankamáls Samherja og Namibíumálsins er sú sama
GreiningSamherjaskjölin

Stóra spurn­ing­in í rann­sókn Seðla­banka­máls Sam­herja og Namib­íu­máls­ins er sú sama

Embætti hér­aðssak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra rann­saka nú út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herja vegna starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namiib­íu. Það sem ligg­ur und­ir í rann­sókn­inni er með­al ann­ars sú spurn­ing hvort Þor­steinn Már Bald­vins­son hafi stýrt rekstr­in­um frá Ís­landi og beri ábyrgð á mútu­greiðsl­um og því að skatt­greiðsl­ur skil­uðu sér ekki til Ís­lands.