Fréttir

Samtök atvinnulífsins vilja aðgerðir til að koma mæðrum fyrr út á vinnumarkað eftir fæðingu

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, leggur til að börnum verði tryggt leikskólapláss við níu mánaða aldur. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna, hefur sömuleiðis talað gegn lengingu fæðingarorlofs. Sálgreinir varar við því að mikilvægar ákvarðanir sem varða heill barna séu teknar á forsendum annarra.

Halldór Benjamín Þorbergsson Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill að börn fái pláss á leikskóla við níu mánaða aldur. Mynd: sa.is

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, leggur til þess að börnum sé tryggt pláss á leikskóla frá níu mánaða aldri í þeim tilgangi að tryggja jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. „Með því að auka dagvistunarþjónustu frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til leikskólavist hefst má jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Einnig yrði þetta til að draga úr launamun kynjanna, auka hlut kvenna í stjórnunarstöðum og gera þeim kleift að sækja fram á fleiri sviðum en nú er,“ skrifar Halldór í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 

Samtök atvinnulífsins hafa einnig lagt til að grunnskólaganga hefjist við fimm ára aldur, en það muni samhliða skapa svigrúm til lækkunar á dagvistunaraldri og tryggja öllum börnum viðeigandi dagvistun frá því fæðingarorlofi foreldra lýkur þar til leikskólavist barnsins hefst. „Til að brúa bilið sem nú er til staðar neyðast foreldrar oft til að taka launalaust leyfi frá störfum. Reynslan sýnir að sú ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Fréttir

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Fréttir

Brynjar kemur fyrir í gögnunum sem áttu að fara leynt

Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Viðtal

Halldór Auðar um kynferðisofbeldið: Sektin helltist yfir

Fréttir

Júlíus Vífill veitti lögmanni meðmæli

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Pistill

Þessi ótrúlegi óheiðarleiki

Pistill

Karlmaður í kventíma

Fréttir

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu