
Glampinn í augum manna þegar þeir ræddu um Þjórsárver kveikti áhuga Sigþrúðar Jónsdóttir á svæðinu. Þegar hún kom þangað í fyrsta sinn þekkti hún hvert fjall og hverja á, af frásögnum þeirra sem eldri voru. Hún og eiginmaður hennar Axel Á. Njarðvík hafa helgað sig baráttunni fyrir verndun Þjórsárvera. Andstaðan við virkjunarhugmyndir á svæðinu hefur kostað sitt.
Dropinn sem fyllti mælinn var þegar ég áttaði mig á því að það væri verið að ráðast gegn okkur persónulega. Það var ekki lengur verið að takast á um málefni heldur var ráðist á persónurnar,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir. Sigþrúður og eiginmaður hennar, Axel Á. Njarðvík, hafa barist fyrir verndun Þjórsárvera og gengið nærri sér vegna andstöðu við virkjunarhugmyndum Landsvirkjunar í sveitinni.
Náttúruverndarbaráttan hefur tekið sinn toll. Þau hafa eytt ómældum tíma, orku og peningum í baráttuna og stefnt fjárhag fjölskyldunnar í hættu til að láta reyna á réttmæti aðgerða ríkisvaldsins. Vinir hafa horfið. Verst var þó þegar átök í heimabyggð hættu að snúast um málefni og fóru að beinast gegn persónum, þannig að Axel valdi að færa sig til í starfi og Sigþrúður missti heilsuna og þurfti að leita sér hjálpar. Það hefur þó aldrei komið til greina að hætta: „Það er lífssýn mín að svona eigi ekki að fara með landið, náttúruna, gróðurinn, einhver rödd í hjartanu sem segir að þetta sé rangt og sú rödd er studd af menntun í náttúrufræðum,“ segir hún.
„Þetta dregur fram annað stef í svona náttúruverndarbaráttu – hvað þetta getur lagst á samfélög, fjölskyldur og einstaklinga,” segir Axel. „Sigþrúður missti hér um bil heilsuna og margt væri eflaust öðruvísi hefði orkan ekki farið í þetta. Þú greiðir gjald fyrir andstöðuna, með heilsunni eða laununum, en ég held að enginn af þessum virkjunarkörlum hafi nokkuð annað en grætt á þessu.“
Áttuðu sig á ógninni
Hjónin búa í Eystra-Geldingarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þar sem Sigþrúður var alin upp. Hún var rétt að verða tíu ára þegar fyrsti fundurinn um verndun Þjórsárvera var haldinn 1972.
Þá stóð til að reisa veitu í Þjórsárverum, þar sem 200 ferkílómetra lón hefði kaffært stærstan hluta Þjórsárvera. Undirbúningur virkjunarinnar hafði staðið yfir lengi þegar heimamenn vöknuðu allt í einu til vitundar um áform Landsvirkjunar. Nánast allir í sveitinni mótmæltu þessum áformum.
Næstu árin var háð barátta fyrir verndun Þjórsárvera. Stór áfangi í þeirri baráttu var þegar Þjórsárver voru friðlýst að hluta árið 1981 og friðlýsingin endurskoðuð 1987.
Skráðu þig inn til að lesa
Nýtt á Stundinni


Fréttir
Tónlistar- og sviðslistafólk aðþrengt í miðborg Reykjavíkur

Fréttir
Kallar tilmæli Svandísar „veruleikafirringu“ – Ljósmæður telja sig hafa gert samning

Fréttir
Segir ummæli Brynjars ófagleg og afvegaleiða umræðu

Fréttir
Ráðuneytið segir engan samning við ljósmæður fyrirliggjandi

Fréttir
Inga Sæland segist ekki vera hugsjónalaus afæta

Úttekt
Eyðileggingin í Eldvörpum

Fréttir
Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Viðtal
Heillandi tilhugsun að gefa hárið

Reynsla
Að nýta lubbann til góðs
Mest lesið í dag

Fréttir
Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Aðsent
400 manns senda Katrínu Jakobsdóttur opið bréf vegna „vanrækslu stjórnvalda“ í máli Hauks

Fréttir
Segir ummæli Brynjars ófagleg og afvegaleiða umræðu

Aðsent
Typpi, hvalir og Kristján Loftsson

Fréttir
Inga Sæland segist ekki vera hugsjónalaus afæta

Fréttir
Kallar tilmæli Svandísar „veruleikafirringu“ – Ljósmæður telja sig hafa gert samning
Mest lesið í vikunni

Fréttir
Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Fréttir
Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Viðtal
Finnur mun meira fyrir fötluninni á Íslandi

Fréttir
Forstjóri Isavia segir miklar launakröfur áhyggjuefni: Hækkaði sjálfur í launum um 400 þúsund milli ára

Fréttir
Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Athugasemdir