Fréttir

Formaður og varaformaður atvinnuveganefndar styrktir af útgerðarfyrirtækjum

Ísfélag Vestmannaeyja, Vinnslustöðin hf og Þorbjörn hf eru á meðal styrktaraðila formanns og 1. varaformanns atvinnuveganefndar Alþingis. Þingnefndin fjallar um sjávarútvegsmál, svo sem þingmál er varða veiðigjöld og fiskveiðistjórnunarkerfið.

Bæði formaður og 1. varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis voru styrktir af útgerðarfyrirtækjum í prófkjörsbaráttu sinni fyrir síðustu þingkosningar.

Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins úr Suðurkjördæmi, voru kjörnir formaður og varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis á fimmtudaginn. Daginn áður höfðu birst upplýsingar um prófkjörsstyrki til sjálfstæðismanna á vef Ríkisendurskoðunar. 

Útdráttur úr uppgjöri Páls vegna þátttöku í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sýnir að hann hlaut samtals 800 þúsund krónur í styrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum.

Um er að ræða Ísfélag Vestmannaeyja hf, Vinnslustöðina hf, Framherja ehf, Dalborg ehf og Skipalyftuna ehf. Auk þess styrkti fyrirtækið Brekkuhús ehf. Pál um 400 þúsund krónur, en fyrirtækið er líkt og Ísfélag Vestmannaeyja, hluthafi í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. 

Ásmundur Friðriksson, nýkjörinn varaformaður atvinnuveganefndar, er úr sama kjördæmi og Páll og hlaut einnig veglega styrki frá útgerðarfélögum og öðrum fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi.

Á meðal þeirra félaga sem styrktu Ásmund eru Þorbjörn hf, Vinnslustöðin hf, Nesfiskur ehf, Hafnarnes ver hf, Sjávarmál ehf, Einhamar Seafood ehf, K&G ehf, Háteigur fiskverkun ehf og Skipalyftan ehf. 

Atvinnuveganefnd Alþingis fjallar um sjávar­útvegs­­mál, land­búnaðar­­­mál, iðnaðar- og orku­mál, nýsköpun og tækni­­þróun, atvinnu­mál almennt og nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar. Þannig hefur það til dæmis komið í hlut nefndarinnar á undanförnum árum að taka frumvörp um veiðigjöld og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu til þinglegrar meðferðar. 

Eins og Stundin greindi frá þann 28. október síðastliðinn þáði Sjálfstæðisflokkurinn rúmar 20 milljónir frá kvótahöfum á tímabilinu 2013 til 2015. Þeir prófkjörsframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem komust inn á þing árið 2013 þáðu jafnframt 4,3 milljónir frá kvótafyrirtækjum, en í þeim hópi eru þrír sjálfstæðismenn sem gegndu ráðherraembætti á síðasta kjörtímabili. Á sömu árum voru veiðigjöld styrkveitendanna lækkuð auk þess sem reynt var að úthluta þeim tugmilljarða makrílkvóta. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Fékk nóg af hagræðingartali ráðherra: „Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta“

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins