Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fólkið í sveitinni í lykilhlutverkum í verðlaunamynd Gríms á Cannes: Þetta er fólkið í Bárðardal

Til­vilj­un réði því að leik­stjór­inn Grím­ur Há­kon­ar­son valdi Bárð­ar­dal í Suð­ur-Þing­eyj­ar­sýslu sem tökustað fyr­ir nýj­ustu kvik­mynd sína, Hrút­ar. Dal­ur­inn reynd­ist vera full­ur af hæfi­leika­fólki og -skepn­um með nef fyr­ir góðu bíói. Leik­stjór­inn skoð­aði ljós­mynd­ir af tökustað og rifj­aði upp sög­ur af fólk­inu sem setti svip á hans per­són­leg­asta verks til þessa.

Fólkið í sveitinni í lykilhlutverkum í verðlaunamynd Gríms á Cannes: Þetta er fólkið í Bárðardal

Í fyrsta sinn í 68 ára sögu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes vann íslensk kvikmynd til verðlauna í gær. Kvikmyndin Hrútar vann í flokki Un Certain Regard, sem er fyrir nýliða sem hafa sýnt frumleika og hugrekki. Alls voru 20 kvikmyndir tilnefndar í flokknum en 4.000 myndir sóttu um að komast að. Einu sinni áður hefur íslensk kvikmynd í fullri lengd verið tilnefnd í þessum flokki, Sódóma Reykjavík árið 1993.

Cannes er ein allra stærsta og virtasta kvikmyndahátíð heims og heimsþekktir leikstjórar á borð við Gus Van Sant, Sofia Coppola og Steve McQueen eru á meðal þeirra sem hafa sýnt myndirnar sínar í Un Certain Regard. Þá hafa þau Sólveig Anspach og Dagur Kári fengið tilnefningar fyrir myndir sem voru unnar í samvinnu við erlenda aðila, Stormviðri og Voksne Mennesker.

Leikstjóri Hrúta, Grímur Hákonarson, hefur starfað við kvikmyndagerð í tæpa tvo áratugi. Sumarlandið var fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Hún kom út árið 2010. Áður hafði hann gert stuttmyndirnar Slavek the Shit og Bræðrabyltu og heimildarmyndirnar Varði Goes Europe, Hreint hjarta og Hvellur.

Hrútar fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræður sem búa hlið við hlið í afskekktum dal fyrir norðan. Bræðurnir, Gummi og Kiddi, hafa ekki talast við í fjörtíu ár en deila sama landi auk þess sem fjárstofn þeirra þykir einn sá besti í landinu, enda hafa þeir bræður verið margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Örvænting grípur um sig á meðal bænda þegar riðuveiki kemur upp í dalnum og yfirvöld ákveða að slátra sauðfé til að spyrna við útbreiðslu sjúkdómsins. Bræðurnir standa frammi fyrir því að missa allt sem þeim er kærast og grípa til sinna ráða.

Tilviljun réði því að Grímur valdi Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu sem tökustað fyrir Hrúta. Dalurinn reyndist vera fullur af hæfileikafólki og -skepnum með nef fyrir góðu bíói. Leikstjórinn skoðaði ljósmyndir af tökustað og rifjaði upp sögur af fólkinu sem setti svip á hans persónlegasta verks til þessa.

Leikstjórinn
Leikstjórinn Grímur Hákonarson segir Hrúta sitt persónulegasta verk til þessa.

„Hrútar er mjög persónuleg mynd fyrir mig og það er mikil sál í henni. Ætli ég hafi ekki í raun gert hana fyrir mömmu og afa. Ég var sjálfur í sveit í Flóanum, en báðir foreldrar mínir eru þaðan. Ég er borgarbarn en mér finnst ég hafa ákveðið innsæi þegar kemur að sveitinni. Það eru margar senur í myndinni sem byggja á minni eigin upplifun í æsku. Í einni senunni er Gummi að klippa á sér neglurnar með skærum. Ég man eftir afa þar sem hann sat í stofunni, að horfa á RÚV, með risaskæri og langar neglur sem hann var að klippa. Ég hef kynnst svona körlum eins og bræðrunum Kidda og Gumma, sem búa einir hvor á sínum bænum og talast ekki við. Hrútar er mynd um hverfandi lifnaðarhætti og þessa karaktera sem eru að deyja út.“

Guðrún á Mýri
Guðrún á Mýri Hafði aldrei leikið áður en hljóp í skarðið og gerði það með prýði.

„Fyrir um tveimur árum var ég búinn að keyra í nokkra daga, vítt og breitt um landið, í leit að tökustað. Ég var við það að gefast upp, því ég hafði mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig bæir bræðranna Kidda og Gumma ættu að líta út. Svo kom ég að Bárðardal og fékk strax góða tilfinningu. Þegar ég sá Bólstað og Mýri, vissi ég að þetta væru bæirnir. Ég bankaði upp á á Mýri, mjög stressaður. Guðrún bauð mér inn og áður en ég vissi af var ég kominn í hrókasamræður að borða silung. Guðrún og Tryggvi, maðurinn hennar, eru gestrisnasta fólk sem ég hef hitt. Guðrún hljóp líka í skarðið sem leikkona. Guðrún hafði aldrei leikið en skilaði sínu vel.“

Óli á Bjarnastöðum
Óli á Bjarnastöðum Kenndi leikstjóranum alla frasana.

„Ég sá Óla á Bjarnastöðum fyrst í sjónvarpsfrétt um snjóþyngsli í Bárðardal og sá strax að hann var skemmtilegur karakter. Þegar ég frétti að hann gæti leikið bauð ég honum hlutverk eins bændanna. En hann gerði svo margt fleira en að leika og var nánast fastráðinn hjá okkur meðan á tökum stóð. Hann var meðal annars staðgengill fyrir Sigga, aðstoðaði við leikmyndina og hjálpaði til með kindurnar. Hann hjálpaði mér líka að kafa ofan í bændamenninguna, meðal annars með því að kenna mér alla þessa frasa sem bændur nota og enginn skilur nema þeir.“

Brói úr Reykjardal
Brói úr Reykjardal Datt inn á síðustu stundu og reyndist náttúrutalent.

„Daginn áður en við fórum í tökur forfallaðist sá sem átti að fara með þriðja stærsta hlutverk myndar­innar, hlutverk hreppstjórans. Brói er úr Reykjadal og ég hafði einu sinni séð hann á sveitaleiksýningu. Ég hafði augastað á honum svo ég hafði beðið hann að láta sér vaxa skegg, þótt ég hafi ekki vitað hvaða hlutverk hann ætti að fá. Brói er sveitamaður og ber það með sér, bæði í útliti og atgervi, og hann reyndist vera algjört náttúrutalent. Við vorum heppnir að hann skyldi vera þarna þegar við lentum í þessu. Ég hef dálítið gaman af því að velja týpur sem passa í hlut­verkin og eru sjálfar karakterinn sem þeir eru að leika. Hann er þannig.“

Maggi á Kiðagili
Maggi á Kiðagili Viskubrunnur og dýraþjálfari.

„Eins og með svo marga aðra kom Maggi inn fyrir tilviljun en reyndist algjör lykilmaður. Hann rekur gistiheimilið að Kiðagili með konunni sinni, Sigurlínu. Við kynntumst honum strax í undirbúningi myndarinnar því við gistum hjá þeim. Hann varð okkar helsti tengiliður við aðra íbúa í dalnum. Þar voru allir jákvæðir og þessi andi í sveitinni skilar sér vel í myndina. Okkur leið öllum vel þarna. En fyrir utan að vera tengiliður held ég að Maggi eigi svona tíu kredit í myndinni. Hann var stunt-maður, viskubrunnur, vísaði okkur á réttu staðina fyrir tökur, vann í leikmyndinni og svo bregður honum líka fyrir sem leikara. Síðast en ekki síst hafði hann hlutverk dýraþjálfara og sá algjörlega um að þjálfa kindurnar.“

Kindurnar á Halldórsstöðum
Kindurnar á Halldórsstöðum Meira að segja kindurnar duttu í karakter.

„Við lögðum mikla vinnu í að „kasta“ fyrir hlutverk kindanna og hrútanna. Útlitið var mikilvægt, því Hrútar fjalla um einstakan fjárstofn, en það var ekki síður mikilvægt að finna fé með rétta skapgerð. Við fórum á nokkra bæi og fundum misstyggar kindur. En á Halldórsstöðum, hjá Beggu og Ingvari, fundum við leikarana okkar. Kindurnar þar eru gæfar eins og hundar og Begga er algjör kinda-whisperer. Ég hafði kviðið því hvernig við ættum að leysa flóknar kindasenur, en þær reyndust ekkert vandamál. Kindurnar á Halldórsstöðum fóru meira að segja stundum í karakter. Ég sagði aksjón og þá fóru þær bara að leika.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
5
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
6
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
7
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
8
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
9
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár