Flúðu grimmilegar árásir talibana: Fá ekki vernd á Íslandi

Sjö manna fjölskyldu frá Afganistan verður vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar á næstu dögum. Þeirra á meðal er stúlka sem var barin til óbóta af talibönum þriggja ára gömul. Fjölskyldan flúði ofsóknir og árásir talibana á síðasta ári, en þeir réðust á fjölskylduna þegar fjölskyldufaðirinn, Mir Ahmad Ahmadi, neitaði að ganga til liðs við þá. Mir missti tennur í árásinni og fimm ára sonur hans handleggsbrotnaði illa. Stúlkan er í dag lömuð öðrum megin í andlitinu og á erfitt með að tjá sig, en hefur tekið ótrúlegum framförum eftir að hún kom til Íslands. Fjölskyldunni hefur verið gert að yfirgefa eina landið þar sem þau hafa fundið til öryggis.

ritstjorn@stundin.is

„Það reyndu allir að telja okkur ofan af því að flýja til Evrópu. Við værum með rígfullorðið fólk meðferðis og þrjú ung börn, þetta væri stórhættulegt ferðalag og að það væru engar líkur á að við myndum lifa flóttann af. En við vildum frekar deyja á ferðalagi í ókunnugu landi en fyrir hendi talibana, því þeir drepa með hrottafengnum hætti,“ segir Mir Ahmad Ahmadi, 29 ára Afgani, sem flúði heimaland sitt á síðasta ári í þeirri von að veita foreldrum sínum, eiginkonu og þremur ungum börnum öruggt líf á Íslandi.  

Mir situr með hendur í skauti sér, í íþróttabuxum, skyrtu og á tánum í svörtum leðursófa í íbúð sinni í Breiðholtinu og segir sögu sína. Við hlið hans situr móðir hans, Zahra Ahmadi, sem situr hokin og horfir angistarfullum augum niður fyrir sig á meðan sonur hennar rekur síðustu tvö ár fjölskyldunnar fyrir blaðamanni, en þau hafa einkennst af gríðarlegum ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi

Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi

·
Einkafyrirtæki á Íslandi ættu að prófa skemmri vinnuviku

Af samfélagi

Einkafyrirtæki á Íslandi ættu að prófa skemmri vinnuviku

·
Bjarni hissa á vangaveltum Björns: „Vantar bara að menn segist hafa rökstuddan grun“

Bjarni hissa á vangaveltum Björns: „Vantar bara að menn segist hafa rökstuddan grun“

·
Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·
Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

·
Sjálfkeyrandi vagnar hafa ekkert í Borgarlínu

Jökull Sólberg Auðunsson

Sjálfkeyrandi vagnar hafa ekkert í Borgarlínu

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Blómin í garðinum

Hermann Stefánsson

Blómin í garðinum

·
Náttúruleg leið til að losna við arsen

Náttúruleg leið til að losna við arsen

·
Stríðið gegn konum

Stríðið gegn konum

·
Velkomin heim Valkyrja

Velkomin heim Valkyrja

·