Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Flóttinn stöðvaður

Benja­mín Ju­li­an hef­ur und­an­far­ið hjálp­að flótta­mönn­um sem koma til Grikk­lands á flótta frá vond­um að­stæð­um. Hann skrif­ar um hvernig rík­ið bregst flótta­mönn­um og snýst gegn sjálf­boða­lið­um. Þeir sem veita flótta­mönn­um hjálp­ar­hönd eru áreitt­ir af yf­ir­völd­um og jafn­vel ákærð­ir fyr­ir al­var­lega glæpi.

Síðasti afmælisdagurinn minn var einn sá fallegasti sem ég hef átt. Það var Menningarnótt og vinir mínir voru með mér í tjaldi þar sem við dönsuðum, spjölluðum og dreifðum flugritum um opin landamæri allan daginn. Þegar ég kom heim sá ég myndbönd af því hvernig þúsundir flóttamanna höfðu brotist gegnum landamæragirðingarnar milli Grikklands og Makedóníu. Fólk með bakpoka, með börnin sín, sum með ekkert nema fötin sem þau klæddust, brutust í gegnum og streymdu útúr girðingunum sem höfðu haldið þeim föngnum dögum saman. Þetta var besta afmælisgjöf sem maður gæti hugsað sér: frelsun þúsunda sem hafði verið haldið í viðjum laga, reglna og hefða sem eiga djúpar og margslungnar rætur í hrollvekjandi sögu Evrópuríkja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu