Fjölmiðlaveldi fæðist: Leið Björns Inga til áhrifa

Björn Ingi Hrafnsson tapaði öllu „og meira en það“ í hruninu, en stóð fljótlega uppi sem einn helsti fjölmiðlabarón landsins. Stundin fjallar um braskið, blaðamennskuna, auðmennina og vinskapinn við Sigmund Davíð. Framabrautin er skrykkjótt og ferillinn verður æ skrautlegri.

Fjölmiðlaveldi fæðist: Leið Björns Inga til áhrifa
johannpall@stundin.is

Björn Ingi Hrafnsson er á skömmum tíma orðinn einn áhrifamesti fjölmiðlamaður Íslands. Undir hann heyra miðlarnir DV, Pressan, Eyjan og Bleikt.is. Þá er hann umsjónarmaður vikulegs sjónvarpsþáttar í opinni dagskrá á Stöð 2 sem einnig er sýndur á Vísi.is. Áhrifavald Björns Inga hefur farið stigvaxandi undanfarin ár og ítök hans á fjölmiðlamarkaði hafa aldrei verið meiri. Þau náðu hámarki með yfirtökunni á DV í fyrra, en um hana er enn ótal spurningum ósvarað.

Uppfært: 25. júlí, eftir að greinin var skrifuð, var tilkynnt að Björn Ingi og Vefpressan hefðu keypt 12 blöð til viðbótar. Þar á meðal eru: Akureyri Vikublað, Reykjavík Vikublað, Bæjarblaðið Kópavogur, Bæjarblaðið Hafnarfjörður/Garðabær, Reykjanesblaðið, Selfossblaðið, Vesturlandsblaðið, Austurland og Vestfirðir.

Björn Ingi hefur komið víða við og trekk í trekk þurft að reiða sig á vinskap og tengsl við fjársterka menn. Félagar hans lýsa honum sem vini vina sinna og stórum manni með stórt hjarta. Hann er fjölmiðlakóngur, athafnamaður, fjölskyldufaðir og klækjarefur. Saga hans er skrautleg og verður skrautlegri með hverju árinu sem líður. En hver er maðurinn og hvernig varð hann svona áhrifamikill?

Maður á uppleið

Björn Ingi kom í heiminn þann 5. ágúst árið 1973 og ólst upp í Hveragerði og á Flateyri. Blaðamennskuáhuginn vaknaði snemma. Ellefu ára að aldri fékk hann að kíkja í heimsókn á ritstjórn Morgunblaðsins og sagðist þá ákveðinn í að verða blaðamaður. Þetta átti eftir að rætast rúmlega áratugi seinna.

Á þessum tíma bjó fjölskyldan í húsinu Sólvöllum á Flateyri. Stórhuga faðir hans, Hrafn Björnsson, kom sér upp bátasmiðju í lýsistanki gamallar hvalverksmiðju í bænum. Reksturinn gekk hins vegar ekki sem skyldi og athygli vakti þegar fjölskyldan hvarf snögglega frá Flateyri og flutti suður á bóginn.

Björn Ingi varði framhaldsskólaárunum í Reykjavík sem nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þaðan lá leiðin í háskólann þar sem Björn Ingi lagði stund á BA-nám í sagnfræði og stjórnmálafræði, án þess þó að ljúka gráðu. Hann tók virkan þátt í félagsstörfum sem formaður félags sagnfræðinema og gjaldkeri Röskvu og byggði upp öflugt tengslanet. „Hann klæddi sig vel og virtist mjög upptekinn af því að líta út fyrir að vera maður á uppleið, maður með völd og áhrif,“ segir einn af viðmælendum Stundarinnar sem þekkti Björn Inga á þessum árum. „Hann montaði sig af því að hann léti þvo og strauja skyrturnar sínar á þvottahúsi.“

Varla tími til að borða

Á þrítugsaldri starfaði hann sem upplýsingafulltrúi Sambíóanna og blaðamaður á Morgunblaðinu. Þótti hann standa sig með mikilli prýði og af 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Við mælum með

Túristakóngarnir

Túristakóngarnir

·
Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi

Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi

·
Sækja  innblástur í  fasteignasíður

Sækja innblástur í fasteignasíður

·
Lagerstjóri kærður  vegna stórsvika

Lagerstjóri kærður vegna stórsvika

·

Nýtt á Stundinni

Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

·
Mikill meirihluti fylgjandi lægri sköttum á tekjulága

Mikill meirihluti fylgjandi lægri sköttum á tekjulága

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

Börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

Ásgeir H. Ingólfsson

Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

·
Katrín varar við tortryggni gagnvart evrópsku samstarfi og aðild Íslands að MDE

Katrín varar við tortryggni gagnvart evrópsku samstarfi og aðild Íslands að MDE

·
Forseti Landsréttar greiddi atkvæði gegn bókun dómstólasýslunnar

Forseti Landsréttar greiddi atkvæði gegn bókun dómstólasýslunnar

·
Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag

Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag

·
Dánu börnin í Jemen og Sýrlandi

Lífsgildin

Dánu börnin í Jemen og Sýrlandi

·
Þegar stórfyrirtæki draga ríki fyrir dóm

Þegar stórfyrirtæki draga ríki fyrir dóm

·
Frá Alexander mikla til Diddu drottningar

Illugi Jökulsson

Frá Alexander mikla til Diddu drottningar

·
Hvernig lifa má í heimi þar sem allt er að deyja

Sverrir Norland

Hvernig lifa má í heimi þar sem allt er að deyja

·