Þessi grein er meira en 5 ára gömul.

Fjölmiðlaveldi fæðist: Leið Björns Inga til áhrifa

Björn Ingi Hrafns­son tap­aði öllu „og meira en það“ í hrun­inu, en stóð fljót­lega uppi sem einn helsti fjöl­miðla­barón lands­ins. Stund­in fjall­ar um brask­ið, blaða­mennsk­una, auð­menn­ina og vin­skap­inn við Sig­mund Dav­íð. Frama­braut­in er skrykkj­ótt og fer­ill­inn verð­ur æ skraut­legri.

Fjölmiðlaveldi fæðist: Leið Björns Inga til áhrifa

Björn Ingi Hrafnsson er á skömmum tíma orðinn einn áhrifamesti fjölmiðlamaður Íslands. Undir hann heyra miðlarnir DV, Pressan, Eyjan og Bleikt.is. Þá er hann umsjónarmaður vikulegs sjónvarpsþáttar í opinni dagskrá á Stöð 2 sem einnig er sýndur á Vísi.is. Áhrifavald Björns Inga hefur farið stigvaxandi undanfarin ár og ítök hans á fjölmiðlamarkaði hafa aldrei verið meiri. Þau náðu hámarki með yfirtökunni á DV í fyrra, en um hana er enn ótal spurningum ósvarað.

Uppfært: 25. júlí, eftir að greinin var skrifuð, var tilkynnt að Björn Ingi og Vefpressan hefðu keypt 12 blöð til viðbótar. Þar á meðal eru: Akureyri Vikublað, Reykjavík Vikublað, Bæjarblaðið Kópavogur, Bæjarblaðið Hafnarfjörður/Garðabær, Reykjanesblaðið, Selfossblaðið, Vesturlandsblaðið, Austurland og Vestfirðir.

Björn Ingi hefur komið víða við og trekk í trekk þurft að reiða sig á vinskap og tengsl við fjársterka menn. Félagar hans lýsa honum sem vini vina sinna og stórum manni með stórt hjarta. Hann er fjölmiðlakóngur, athafnamaður, fjölskyldufaðir og klækjarefur. Saga hans er skrautleg og verður skrautlegri með hverju árinu sem líður. En hver er maðurinn og hvernig varð hann svona áhrifamikill?

Maður á uppleið

Björn Ingi kom í heiminn þann 5. ágúst árið 1973 og ólst upp í Hveragerði og á Flateyri. Blaðamennskuáhuginn vaknaði snemma. Ellefu ára að aldri fékk hann að kíkja í heimsókn á ritstjórn Morgunblaðsins og sagðist þá ákveðinn í að verða blaðamaður. Þetta átti eftir að rætast rúmlega áratugi seinna.

Á þessum tíma bjó fjölskyldan í húsinu Sólvöllum á Flateyri. Stórhuga faðir hans, Hrafn Björnsson, kom sér upp bátasmiðju í lýsistanki gamallar hvalverksmiðju í bænum. Reksturinn gekk hins vegar ekki sem skyldi og athygli vakti þegar fjölskyldan hvarf snögglega frá Flateyri og flutti suður á bóginn.

Björn Ingi varði framhaldsskólaárunum í Reykjavík sem nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þaðan lá leiðin í háskólann þar sem Björn Ingi lagði stund á BA-nám í sagnfræði og stjórnmálafræði, án þess þó að ljúka gráðu. Hann tók virkan þátt í félagsstörfum sem formaður félags sagnfræðinema og gjaldkeri Röskvu og byggði upp öflugt tengslanet. „Hann klæddi sig vel og virtist mjög upptekinn af því að líta út fyrir að vera maður á uppleið, maður með völd og áhrif,“ segir einn af viðmælendum Stundarinnar sem þekkti Björn Inga á þessum árum. „Hann montaði sig af því að hann léti þvo og strauja skyrturnar sínar á þvottahúsi.“

Varla tími til að borða

Á þrítugsaldri starfaði hann sem upplýsingafulltrúi Sambíóanna og blaðamaður á Morgunblaðinu. Þótti hann standa sig með mikilli prýði og af 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Bónusgreiðsla bankastjórans gagnrýnd sem ,,taktlaus” í ljósi Samherjamálsins í DNB
FréttirSamherjaskjölin

Bón­us­greiðsla banka­stjór­ans gagn­rýnd sem ,,takt­laus” í ljósi Sam­herja­máls­ins í DNB

Kjerst­in Bra­at­hen, banka­stjóri DNB-bank­ans, fékk bón­us­greiðslu í fyrra þrátt fyr­ir að Sam­herja­mál­ið hefði kom­ið upp í bank­an­um. Bank­inn er nú gagn­rýnd­ir fyr­ir þetta og er sagð­ur senda þau skila­boð að pen­inga­þvætti sé ekki al­var­legt.
Frásagnir þolenda af kynferðisofbeldi: „Samfélag sem er gegnsýrt af gerendameðvirkni“
Fréttir

Frá­sagn­ir þo­lenda af kyn­ferð­isof­beldi: „Sam­fé­lag sem er gegn­sýrt af gerenda­með­virkni“

Síð­ast­lið­inn sól­ar­hring hef­ur fjöld­inn all­ur af þo­lend­um kyn­ferð­isof­beld­is stig­ið fram með reynslu sína og þar með far­ið af stað með nýja bylgju Met­oo.
171 kona lýsir stuðningi við þolendur
Aðsent

Aktivistar gegn nauðgunarmenningu

171 kona lýs­ir stuðn­ingi við þo­lend­ur

Kon­ur hafa tek­ið sig sam­an til þess að for­dæma árás­ir á þo­lend­ur og fólk sem styð­ur þo­lend­ur.
Þakklát fyrir frábært skipulag á sóttkvíarhóteli
Fréttir

Þakk­lát fyr­ir frá­bært skipu­lag á sótt­kví­ar­hót­eli

Sophie Mara flaug frá Hollandi til Ís­lands og dvaldi í fimm daga á sótt­kví­ar hót­eli í mið­borg Reykja­vík­ur. Hún skil­ur ekki hvernig nokk­ur gæti kvart­að yf­ir að­bún­aði þar og vill koma á fram­færi þökk­um fyr­ir góð­ar mót­tök­ur og skipu­lag hjá yf­ir­völd­um.
376. spurningaþraut: Gamlar skjaldbökur og enn eldri fjöll
Þrautir10 af öllu tagi

376. spurn­inga­þraut: Gaml­ar skjald­bök­ur og enn eldri fjöll

Hjer er þraut­in frá í gjær. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er kon­an hér til vinstri á mynd­inni að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Raheem Sterl­ing heit­ir fót­bol­ta­karl einn. Með hvaða fót­boltaliði skyldi hann spila? 2.   Vindaloo og korma eru rétt­ir úr eld­hús­um hvaða lands? 3.   Hversu mörg líf er kött­ur­inn sagð­ur hafa? 4.   Hvað­an komu helstu frum­byggj­ar Madaga­sk­ar? 5.   Harriet var...
Ó, borg mín, borg
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Ó, borg mín, borg

Ætli áhöfn­in á varð­skip­inu Tý, sem lagði úr Reykja­vík­ur­höfn nú í há­deg­inu, hafi sung­ið há­stöf­um ljóð Vil­hjálms frá Ská­holti? ...Ó, borg mín, borg, ég lofa ljóst þín stræti, þín lágu hús og allt, sem fyr­ir ber...
Samherjamálið í DNB: Bankinn horfði framhjá 80 prósent af vísbendingum um brot á lögum um varnir gegn peningaþvætti
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herja­mál­ið í DNB: Bank­inn horfði fram­hjá 80 pró­sent af vís­bend­ing­um um brot á lög­um um varn­ir gegn pen­inga­þvætti

Sekt­ar­greiðsl­an sem DNB-bank­inn út af rann­sókn­inni á pen­inga­þvættis­vörn­um sem hófst eft­ir Sam­herja­mál­ið er sú hæsta í sögu Nor­egs. Sekt­in er hins veg­ar ein­ung­is 1/30 hluti af sekt­inni sem Danske Bank greiddi fyr­ir að stöðva ekki pen­inga­þvætti í gegn­um bank­ann.
Orðin tóm um gegnsæi
Jóhann Hauksson
Aðsent

Jóhann Hauksson

Orð­in tóm um gegn­sæi

„Á Ís­landi vík­ur lýð­ræði fyr­ir auð­ræði,“ seg­ir Jó­hann Hauks­son blaða­mað­ur í grein þar sem hann fjall­ar um gegn­sæi og spill­ingu á Ís­landi.
Ríkið rukkað um verðmætin sem voru færð Auðkenni
Fréttir

Rík­ið rukk­að um verð­mæt­in sem voru færð Auð­kenni

Við­ræð­ur um kaup rík­is­ins á Auð­kenni, sem sinn­ir ra­f­ræn­um skil­ríkj­um, stranda mögu­lega á háu kaup­verði, að mati fram­kvæmda­stjóra Fé­lags at­vinnu­rek­enda. Stjórn­völd beindu al­menn­ingi í við­skipti við Auð­kenni í tengsl­um við skulda­leið­rétt­ing­una.
375. spurningaþraut: Bókaflokkar og ólympíuverðlaunahafar
Þrautir10 af öllu tagi

375. spurn­inga­þraut: Bóka­flokk­ar og ólymp­íu­verð­launa­haf­ar

Þraut, já, síð­an í gær. * Fyrri auka­spurn­ing: Ekki vild­um við mæta karl­in­um hér að of­an svona á svip­inn. Hver er þetta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Col­umb­ia, Chal­lan­ger, Disco­very, Atlant­is og Endea­vour. Hvaða listi er þetta? 2.   Ung stúlka heit­ir í raun og veru Jane en geng­ur yf­ir­leitt und­ir nafn­inu Eleven eða jafn­vel bara El. Hún hef­ur ýmsa dul­ar­fulla hæfi­leika. Eleven...
Vorkvöld í Reykjavík
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Vor­kvöld í Reykja­vík

Bein lína frá Bessa­stöð­um í eld­stöð­ina í Fagra­dals­fjalli eru 25 km. Síð­an eig­andi Bessastaða, Snorri Sturlu­son, var veg­inn ár­ið 1241 hafa Bessastað­ir ver­ið í kon­ungs- og rík­is­eigu; að­set­ur höfð­ingja og há­emb­ætt­is­manna. Frá stofn­un lýð­veld­is­ins ár­ið 1944, hafa all­ir sex for­set­arn­ir haft að­set­ur á Bessa­stöð­um. Bessastaða­stofa, elsta og stærsta bygg­ing­in, var byggð á ár­un­um 1761 til 1766. Kirkj­an var vígð ár­ið 1823, en hún var hálfa öld í bygg­ingu — eða frá ár­inu 1773.
Eva Joly um rannsóknina á Samherja: „Það er skortur á vilja til að rannsaka þá sem skapa velsæld í landinu“
FréttirSamherjaskjölin

Eva Joly um rann­sókn­ina á Sam­herja: „Það er skort­ur á vilja til að rann­saka þá sem skapa vel­sæld í land­inu“

Fransk norski lög­fræð­ing­ur­inn Eva Joly seg­ir að Sam­herji sé það valda­mik­ill á Ís­landi að lít­ill áhugi sé á því að rann­saka Namib­íu­mál­ið. Tek­ið er við­tal við Evu í þýska blað­inu Süddeutsche Zeit­ung í dag þar sem fjall­að er um Namib­íu­mál­ið og upp­ljóstr­ar­ann Jó­hann­es Stef­áns­son.