Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjármálaráðherra gaf Alþingi röng svör: Fundaði með fjárfestum sem vilja kaupa Keflavíkurflugvöll

Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, átti í apríl fund með fjár­fest­um sem lýstu yf­ir áhuga á að fjár­festa í Kefla­vík­ur­flug­velli. Tæp­um tveim­ur mán­uð­um síð­ar sagði hann á þingi að eng­inn hefði sett sig í sam­band við fjár­mála­ráðu­neyt­ið með ósk um að kaupa flug­stöð­ina eða hluti tengda henni. Hann hef­ur nú við­ur­kennt að hafa gef­ið óná­kvæm, og jafn­vel röng, svör um mál­ið á Al­þingi.

Fjármálaráðherra gaf Alþingi röng svör: Fundaði með fjárfestum sem vilja kaupa Keflavíkurflugvöll
Fundaði með fjárfestum Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, fundaði í maí með erlendum fjárfestum sem vilja fjárfesta í íslenskum innviðum. Mynd: Pressphotos

Fulltrúar fjárfestingasjóðs sem á hlut í Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn áttu fund með Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í apríl síðastliðnum þar sem þeir lýstu yfir áhuga á að fjárfesta í Keflavíkurflugvelli.

Stundin spurði Benedikt um málið í gær. Benedikt svaraði með því að setja inn pistil á Facebook um málið í morgun. Þar viðurkennir hann að hafa gefið ónákvæm svör, jafnvel röng, á þingi þegar hann var spurður út í áhuga fjárfesta.

„Þeir voru að ræða almennt að þeir hefðu keypt í Kastrup og hefðu áhuga á að fjárfesta í slíkum innviðum annars staðar í heiminum,“ segir Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, í samtali við Stundina. Aðspurður hvort möguleg kaup á Keflavíkurflugvelli hafi komið til tals segir Gylfi: „Það var verið að ræða almennt um innviðafjárfestingar. Það var ekki verið að leggja fram einhver kauptilboð, enda færi það aldrei þannig fram. Það færi þá þannig fram að tekin yrði pólitísk ákvörðun um að það ætti að fara út í sölu og þá er það rætt á einhvern ákveðinn máta. Svo væri farið í útboð eða ákveðið hvernig það yrði gert. Það færi ekkert fram á einhverjum fundum.“

Kannaðist ekki við áhuga fjárfesta á þingi

Fundurinn fór fram þann 5. apríl. Þann 31. maí síðastliðinn, tæpum tveimur mánuðum eftir fundinn með fjárfestunum, birtist viðtal við Björn Óla Hauksson, forstjóra Isavia í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins. Þar segir hann meðal annars að umræðan um mögulega einkavæðingu Keflavíkurflugvallar hafi leitt til aukins áhuga erlendra fjárfesta á framvindu málsins. „Þessi umræða hefur leitt til þess að við erum farin að heyra meira en áður frá erlendum fjárfestum um hvort þeir megi koma í heimsókn og fá kynningu á fyrirtækinu. Þessir aðilar fylgjast vel með umræðunni hér á landi en mér vitanlega er ekkert komið í gang af alvöru,“ sagði Björn Óli meðal annars. 

Sama dag spurði Óli Halldórsson, varaþingmaður Vinstri grænna, Benedikt um málið á þingi. Spurði hann Benedikt hvort hann hefði fundið fyrir þeim áhuga sem Björn Óli lýsir í viðtalinu og hvort erlendir eða innlendir fjárfestar hefðu sett sig í samband við hann vegna áhuga á kaupum á Keflavíkurflugstöð. Þá spurði hann hvernig samskiptin hefðu verið við fjárfestana og að lokum hver væri afstaða Benedikts til einkavæðingar Keflavíkurflugstöðvar í heild sinni eða hlutum. 

„Það hefur enginn sett sig í samband við fjármálaráðuneytið með ósk um það að kaupa flugstöðina.“

„Fyrst er því til að svara að það hefur enginn sett sig í samband við fjármálaráðuneytið með ósk um það að kaupa flugstöðina eða hluti tengda henni,“ svaraði Benedikt, þrátt fyrir að hafa í mánuðinum áður setið fund með fjárfestum sem lýstu yfir áhuga á að kaupa flugstöðina. 

Þá sagðist Benedikt ekki hafa myndað sér afstöðu í málinu. „Ég hef hins vegar hlustað af áhuga á það að aðilar hafa nefnt tölur um hugsanlegt verðmæti félagsins Isavia sem gæti verið á bilinu 100–200 milljarðar, sem er augljóslega mjög breitt bil sem sýnir að vangaveltur af þessu tagi eru ekki langt komnar. Ég hef látið hafa það eftir mér að það sé gott fyrir ríkið að vita af þessum varasjóði ef einhvern tímann kæmi til þess að menn þyrftu að huga að því, en það hefur ekki verið skoðað á þessu stigi málsins af fjármálaráðuneytinu.“

Benedikt útskýrir á Facebook-síðu sinni í dag að eftir þingfundinn hafi Ómar Örn Tryggvason, framkvæmdastjóri Innviða fjárfestina slhf., haft samband við hann og bent sér á að Innviðir fjárfestingar hefðu verið í sambandi við ráðuneytið fyrr á árinu um aðkomu fyrirtækisins að rekstri flugstöðvarinnar. Jafnframt hafi fyrirtækið átt í viðræðum við fyrri ríkisstjórn um málið.

Þá segir hann einnig frá fundinum við fjárfestana þann 5. apríl. „Fulltrúi fyrirtækisins sagði frá því að það hefði komið að ýmsum innviðafjárfestingum erlendis, meðal annars á flugvöllum. Á fundinum kom fram af hálfu ráðuneytisins að ekki væri á dagskrá að selja íslenska flugvelli, en áhugavert væri að kynnast starfsemi erlenda fyrirtækisins betur,“ skrifar Benedikt. „Mér þykir leitt að hafa ekki tekið nákvæmar til orða í svari mínu, en rétt hefði verið að segja að mér væri ekki kunnugt um að neinn hefði sýnt flugstöðinni sérstaklega áhuga, en ég hefði orðið var við áhuga á Isavia í heild og haldið svo áfram með svarið eins og ég gerði.“

Fjárfesta í innviðum

Fjárfestarnir munu hafa verið hér á landi í boði fjárfestingabankans Kviku. Um er að ræða fulltrúa frá fjárfestingasjóðnum Macquarie European Infrastructure Fund III. Sjóðurinn var stofnaður árið 2010 og er honum ætlað að fjárfesta í evrópskum fyrirtækjum sem veita nauðsynlega samfélagslega þjónustu, hafa sterka samkeppnisstöðu og eru með stöðugt sjóðsstreymi til langs tíma. Sjóðurinn fer fyrir 57,7 prósentahlut í Kastrup-flugvelli í gegnum félagið Copenhagen Airports Denmarks ApS (CAD) en félagið er í sameiginlegri eigu Macquarie og Ontario Teachers’ Pension Plan (OTPP). Að auki á fyrirtækið 36 prósenta hlut í flugvellinum í Brussel og þá keyptu sjóðir Macquarie árið 2010 fyrirtækið sem á og rekur alla útvarps- og fjarskiptaturna í Tékklandi. 

Heild­ar­tekjur Isa­via á síðasta ári námu 33 millj­örðum króna og höfðu aukist um 27 pró­sent á milli ára. Þetta er mesta tekju­aukn­ing Isa­via frá stofnun félags­ins, en hún er að mestu leyti rekin til mik­illar fjölg­unar far­þega á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Hér er pistill Benedikts Jóhannessonar sem hann birti á Facebook-síðu sinni í morgun, en Stundin spurði út í fundinn með fjárfestunum í gær.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár