Listi

Átta dæmi um ósannindi og villandi málflutning Bjarna Benediktssonar

Á undanförnum árum hefur Bjarni Benediktsson ítrekað verið staðinn að ósannindum, sett fram fullyrðingar sem standast ekki skoðun og viðhaft villandi málflutning. Um leið hefur hann sjálfur sakað aðra ranglega um að halla réttu máli. Hér á eftir fara átta dæmi um slíkan málflutning en listinn er ekki tæmandi. Þetta er brot úr ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um Bjarna Benediktsson sem birtist í síðasta tölublaði.

 

 

1.  Kenndi skattrannsóknarstjóra um tafirnar

Þann 4. febrúar 2015 gagnrýndi Bjarni Benediktsson embætti skattrannsóknarstjóra harðlega í viðtali RÚV. Sagði hann að kaup á gögnum um aflandseignir Íslendinga hefðu þvælst fyrir embættinu alltof lengi og að málið „strandaði svo sannarlega ekki á fjármálaráðuneytinu“. Skömmu síðar kom í ljós að þegar ráðherra lét þessi orð falla var skattrannsóknarstjóri í biðstöðu vegna skilyrða sem ráðuneyti Bjarna hafði sett embættinu. Skattrannsóknarstjóri hafði þá nýverið sent ráðuneytinu bréf sem ekki hafði verið svarað. Gögn sem Stundin fékk aðgang að á grundvelli upplýsingalaga í fyrra sýna að skattrannsóknarstjóri sendi fjármálaráðuneytinu tölvupóst í desember 2014 þar sem fram kom að svo virtist sem fjölmiðlaumræða væri að fara af stað á þá lund að tafir á kaupum gagnanna væru embættinu að kenna. Með ummælum sínum ýtti Bjarni undir að dregin væri upp slík villandi mynd af stöðu málsins. 

2. „Ekki nákvæm tímalína“

Í viðtali við RÚV þann 7. janúar síðastliðinn fullyrti Bjarni Benediktsson ítrekað að hann hefði ekki fengið skýrslu starfshóps um umfang aflandseigna Íslendinga inn í ráðuneyti sitt fyrr en eftir að þingi var slitið í október. Daginn eftir staðfesti ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fjölmiðla að umrædd skýrsla var afhent fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 13. september, þegar um mánuður var eftir af þingstörfum. Samdægurs fékk starfshópurinn tilkynningu frá ráðuneytinu um að störfum hans væri lokið og voru engar efnislegar breytingar gerðar á skýrslunni eftir þetta. Þingi var slitið þann 13. október, en þá hafði ráðuneytið ekki aðeins fengið skýrsluna afhenta heldur hafði ráðherra einnig fengið kynningu á efni hennar. Í sama viðtalinu sakaði Bjarni pólitíska andstæðinga um „þvætting“, „fyrirslátt“ og „pólitík“ en daginn eftir baðst hann afsökunar á ónákvæmni. „Þetta var kannski ekki nákvæm tímalína hjá mér og ég biðst nú velvirðingar á því,“ sagði hann. 

 

3.  Gaf villandi mynd 
af stöðu lekamálsins

Þann 13. febrúar 2014 setti Bjarni Benediktsson fram rangar fullyrðingar um lekamálið og stöðu þess í réttarvörslukerfinu. Á þessum tíma hafði ríkissaksóknari mælt fyrir um sakamálarannsókn á starfsmönnum innanríkisráðuneytisins og staðfest þann skilning í svörum við fyrirspurnum DV og RÚV. Engu að síður fullyrti Bjarni á Alþingi að saksóknaraembættið hefði einungis sent málið til „viðeigandi meðferðar“ hjá lögreglu og allsendis óljóst væri hvort hafin yrði sakamálarannsókn. Um leið og hann fór sjálfur með rangt mál um stöðu málsins sakaði hann þingmenn stjórnarandstöðunnar um að halla réttu máli. „Menn verða að halda sig á sporinu þegar kemur að hugtakanotkun og því sem rétt er varðandi formlegan farveg málsins,“ sagði hann. Í sömu vikunni dró Bjarni upp þá mynd í fjölmiðlum að lekamálið snerist um hefðbundið kærumál innan stjórnsýslunnar þegar raunin var sú að um var að ræða fordæmalausa sakamálarannsókn sem beindist sérstaklega að ráðuneytisstarfsmönnum og varðaði brot á almennum hegningarlögum. Nokkrum mánuðum síðar fullyrti Bjarni að aldrei hefði komið neitt fram sem sýndi að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefði sagt ósatt. Þó höfðu DV og fleiri fjölmiðlar fjallað ítarlega um síendurtekin ósannindi ráðherrans.

4. Sagði fréttakonu hafa rangt fyrir sér

Þann 23. september 2016 sakaði Bjarni Benediktsson Sigríði Hagalín Björnsdóttur, umsjónarmann leiðtogaumræðna Ríkisútvarpsins, um rangfærslu þegar hún benti á að hann hefði ekki staðið við loforð sem hann gaf öldruðum um afnám tekjutengingar ellilífeyris í aðdraganda þingkosninganna 2013. Sigríður vísaði þar til bréfs Bjarna til eldri borgara þar sem fram kom að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að „afturkalla kjaraskerðingu ellilífeyrisþega, sem komið var á árið 2009“ en jafnframt að flokkurinn myndi „afnema tekjutengingar ellilífeyris“. Bjarni svaraði: „Þetta er bara alrangt hjá þér. Við þessi loforð var staðið.“ Hið rétta er að tekjutenging ellilífeyris er ennþá hluti af lífeyriskerfi 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

„Robert Downey fékk sérstaka meðferð þegar hann sótti um uppreist æru“

Fréttir

Robert Downey og Brynjar Níelsson lögmenn sama nektardansstaðar

Pistill

Kennari svarar ummælum Áslaugar Örnu

Pistill

Takk, Isis

Fréttir

Bágar aðstæður hælisleitenda

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Hvað er maður að hugsa? Síðasta dagbók frá Kaupmannahöfn XXV

Mest lesið í vikunni

Rannsókn

Á ferð með eftirlitinu: Lygar, ótti og reiði í Villta vestrinu

Fréttir

„Í flestum löndum hefði ráðherra sagt af sér“

Fréttir

„Robert Downey fékk sérstaka meðferð þegar hann sótti um uppreist æru“

13 spurningar

Konan sem Vigdís Finnbogadóttir skammaði

Pistill

Var Sigmundur Davíð beittur órétti?

Fréttir

Robert Downey og Brynjar Níelsson lögmenn sama nektardansstaðar