Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fann fyrir létti þegar dóttirin fór í fangelsi

End­ur­reisn geð­heil­brigðis­kerf­is­ins er lyk­ill­inn að því að fækka föng­um, seg­ir móð­ir konu á fer­tugs­aldri, sem afplán­ar núna dóm í fang­els­inu á Hólms­heiði. Dótt­ir henn­ar hefði þurft á að­stoð að halda þeg­ar hún var barn og ung­ling­ur en fékk ekki við­eig­andi að­stoð og leit­aði í fíkni­efni til að deyfa sárs­auk­ann sem hún sat uppi með.

Fann fyrir létti þegar  dóttirin fór í fangelsi

„Stór hluti þeirra sem eiga við fíknivanda að stríða eru viðkvæmar sálir. Þetta er fólk sem hefur ekki bolmagn til þess að takast á við vandamálin og leita því í vímuefni til þess að deyfa sig. Oft á tíðum er þetta þannig. Út á við virðist þetta fólk vera sterkt en það er skjöldur. Skjöldur fólks sem þarf að gæta þess að hleypa öðrum ekki of nærri sér. Þannig horfir þetta við mér,“ segir móðir konu sem situr í fangelsi. Konan vill ekki láta nafns síns getið af ótta við viðbrögðin. Hún óttast að fólk muni nota það gegn henni faglega að hún hafi alið af sér fanga. Þeir sem þekkja til vita að hún á dóttur sem er í rugli en enginn veit hvar dóttir hennar er núna. Dóttir hennar hefur einnig gætt þess að halda því leyndu, en rætt var við hana í grein um lífið í fangelsi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu