Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Faðir friðarins: „Svona á fólk ekki að hegða sér“

Eft­ir að hafa 12 ára gam­all horft upp á föð­ur sinn hand­tek­inn af Gestapó ein­setti hinn norski Joh­an Galtung sér að stuðla að friði í heim­in­um. Hann hef­ur ver­ið milli­göngu­mað­ur stríð­andi fylk­inga í átök­um víða um heim und­an­farna ára­tugi og seg­ir lyk­il­inn að sátt­um vera að sjá hið góða í öllu fólki.

Norski stærðfræðingurinn, félagsfræðingurinn og faðir hinna svokölluðu friðarfræða, Johan Galtung, kom á dögunum til landsins og hélt hér erindi. Á löngum ferli sínum hefur Johan verið einn helsti milligöngumaður í friðarviðræðum stríðandi fylkinga víða um heim, á sama tíma og hann hefur sinnt fræðistörfum í greininni. Johan tók sér tíma þegar hann var á landinu og settist niður með blaðamanni og fór yfir líf sitt og stöðuna í heimsmálunum.

„Þetta hófst allt með hernámi þjóðverja í Noregi.“ Eina kalda nótt í febrúar vaknaði 12 ára gamall Johan við það að Gestapó, leynilögregla nasista, mætti heim til Galtung fjölskyldunnar og handtók faðir hans og fór með í fangabúðir. Eftir stóðu Johan og móðir hans tvö ein. Faðir hans var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum nasista til þess að útrýma þeim sem þeir töldu vera að vinna með anspyrnunni og við að veita englendingum upplýsingar, en þeir stunduðu loftárásir á Noreg á þessum tíma. „Á hverjum morgni gátum við búist við fyrirsögninni „Dr. Galtung tekinn af lífi sem svar við hroðaverkum englendinga.““

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lífsreynsla

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár