Fréttir

Facebook lokar reikningum palestínskra blaðamanna

Alls hafa nú sjö blaðamenn og ritstjórar frá Palestínu tilkynnt að Facebook hafi lokað reikningum þeirra.

Átökin á Vesturbakkanum eiga sér nú einnig stað í rafheimum

Facebook reikningum blaðamanna og ritstjóra tveggja palestínskra fréttastofna hefur verið lokað í kjölfar samkomulags milli Facebook og Ísraelskra stjórnvalda.

Fjórir ritstjórar Shebab News Agency, fréttastofu á Vesturbakkanum, sem er með 6,3 milljónir fylgjenda á Facebook, og þrír blaðamenn Quds News Network, sem er með 5,1 milljón fylgjendur, sögðu frá því í síðustu viku að persónulegum reikningum þeirra á samfélagsmiðlinum Facebook hefðir verið lokað. Báðar fréttaveiturnar fjalla mest um helstu atburði á landsvæðum Palestínu og Ísraels, en taka þó einnig fyrir önnur mál.

Nisreen al-Khatib, túlkur og blaðamaður hjá Quds, sagði í samtali við Al Jazeera að fréttastofan teldi lokanirnar afleiðingu fundar milli fulltrúa Facebook og ísraelskra stjórnvalda fyrr í mánuðinum þar sem rætt var hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að samfélagsmiðilin væri hægt að nota til þess að hvetja til ofbeldis.  

Mark Zuckerberg
Mark Zuckerberg eigandi Facebook, er fæddur og uppalinn í Gyðingdóm og hefur ítrekað sagst styðja málstað Ísraelsríkis.

Stjórnvöld í Ísrael eru með löggjöf í smíðum sem neyða fyrirtækið til þess að eyða ákveðnum færslum sem þau segja að kyndi undir árásir Palestínufólks á ísraelska borgara.

Ráðherra innanríkismála, Gilad Erdan, sagði að fundurinn hefði verið mjög vel heppnaður. Facebook hefði samþykkt að vinna með stjórnvöldum að því að „fylgjast með og fjarlægja eldfim innlegg,“ en engar frekari skýringar á útfærslum var þó að fá.  

Í það minnsta 150 palestínubúar hafa verið handteknir síðustu mánuði vegna „óláta“ á samfélagsmiðlum, samkvæmt upplýsingamiðluninni PIC [e. Palestine Information Centre]. Þeirra á meðal eru óbreyttir borgarar og blaðamenn sem hafa verið gagnrýnir á aðgerðir ísraelskra stjórnvalda, en hafa þó ekki hvatt til ofbeldis.

PIC hvetja nú til þess að notendur Facebook sniðgangi miðilinn í mótmælaskyni fyrir að starfa svo náið með Ísraelskum stjórnvöldum.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Fréttir

Frásagnir kvenna í læknastétt: „Það þarf nú bara að þvinga lykkjuna upp á ykkur “

Pistill

Með bakið upp við vegginn

Fréttir

Pressan borgaði ekki af jeppa Björns Inga og stefnir í þrot út af ógreiddum iðgjöldum starfsmanns

Pistill

Hvernig er hægt að losna við Trump?

Mest lesið í vikunni

Rannsókn

„Skelfilegar sögur“ úr Kvikmyndaskóla Íslands

Fréttir

Áralangar deilur innan fjölskyldu Ásmundar Einars hafa ratað til lögreglunnar

Fréttir

Björn Ingi keypti hús með auglýsingasamningi og kúlulánum frá GAMMA

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Pistill

Okkar eigin Weinstein