Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Erfiðara að berjast við kerfið en að eiga barn með Downs

Vikt­or Skúli hef­ur bú­ið í Dan­mörku, í Belg­íu og í Tyrklandi á sinni stuttu ævi. Mamma hans, Sig­ur­björg Hjör­leifs­dótt­ir, seg­ir að það sem þau for­eldr­arn­ir höfðu mest­ar áhyggj­ur af eft­ir að Vikt­or fædd­ist hafi ekki ræst. Þeir hlut­ir hafi gleymst í gleði og amstri hvers­dags­ins. Það sem minni hins veg­ar stöð­ugt á fötl­un hans sé slag­ur­inn við kerf­ið.

Erfiðara að berjast við kerfið en að eiga barn með Downs
Viktor og mamma Sigurbjörg Hjörleifsdóttir segir stuðning og ráð frá foreldrum annarra barna með Downs hafa skipt sköpum á fyrstu árum Viktors. Sjálf reynir hún að hjálpa nýbökuðum foreldrum barna með Downs eins og hún getur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þau Sigurbjörg Hjörleifsdóttir og Ólafur Ingi Skúlason eru rík af vel heppnuðum afkvæmum. Þau eiga tíu ára dóttur, Andreu, soninn Viktor Skúla, sem er fimm að verða sex og Freyju, sem er nýorðin fjögurra ára. Hvað þroska varðar eru yngri systkinin tvö á svipuðum slóðum stödd. Viktor Skúli er nefnilega með Downs-heilkennið og þroskast því ekki á sama hraða og önnur börn.

Sigurbjörg og Viktor hitta blaðamann Stundarinnar í húsakynnum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra á Háaleitisbraut, þangað sem þau eru mætt í hans vikulegu iðjuþjálfun. Viktor er nú ekkert endilega á því að fara með þjálfaranum strax og vill heldur hlusta á mömmu sína spjalla og leika sér að stórum tuskufíl á biðstofunni. Það tekur þó þjálfarann ekki langan tíma að lokka hann inn í salinn, enda greinilega orkumikill strákur sem finnst gaman að leika sér.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu