Engillinn sem villtist af leið

Ofbeldismennirnir brutu sér leið inn í líkama Kristínar Gerðar Guðmundsdóttur þar sem þeir sátu eftir og héldu áfram að meiða hana þar til hún gafst upp og svipti sig lífi. Fram að því hafði hún barist baráttu hinna sterku, með hugsjón æskunnar að vopni, um að ofbeldið myndi ekki sigra og hún yrði sterkari en allt það ljótasta sem fyrir hana kom. Berglind Ósk Guðmundsdóttir segir sögu systur sinnar, sem verður alltaf hennar Súperman.

„Ein nótt enn. 20. apríl.

Skrýtið hversu margt fer í gegnum huga manns og hjarta dagana fyrir dauðann. En það er ekki hægt að skrifa um það. Um það eru ekki til orð.”

 

Aðfaranótt 20. apríl arkar Kristín Gerður Guðmundsdóttir um gólf í íbúðinni þar sem hún býr á Óðinsgötu, í gömlu múrklæddu timburhúsi, falið í bakgarði í miðbæ Reykjavíkur. Það er myrkur úti en hún getur ekki sofið, er full angistar og ótta, skelfingu lostin yfir því sem koma skal.

Í sex ár hefur hún verið í bata frá fíkniefnaneyslu og barist við að skapa sér betra líf. En sama hversu mikið hún reynir, hversu harða baráttu hún heyir, er hún alltaf dregin aftur niður í myrkrið. Djöflar fortíðarinnar sleppa tökunum ekki svo auðveldlega. Hún er orðin veik og úrkula vonar.

Kristín Gerður reynir að róa taugarnar með því að skrifa hugsanir sínar niður í dagbók. Í huga hennar eru aðeins þrír valkostir í þessari stöðu og enginn þeirra góður; að lifa með geðveiki, falla aftur í fíkniefnaneyslu eða deyja. Hún hefur ákveðið að deyja.

Hún ákallar guð og englana, ef þeir eru til, biður þá um að vera hjá sér og passa upp á að hún rati til þeirra, að þeir leyfi henni að fá frið – ást og bros á vör. Hún útskýrir að hún hafi ekki val, hún verði að deyja og biður þá um að hjálpa sér. Henni finnst erfitt að deyja ein, helst hefði hún viljað hafa sína nánustu hjá sér, að þeir gætu haldið í hönd hennar og veitt henni styrk. En hún getur ekki beðið um það, þess í stað hefur hún forðast samskipti við þá síðustu daga. Það er of erfitt að halda andlitinu gagnvart þeim og tala við þá þegar henni líður svona, þegar hún ein veit hvað er í vændum. Með sínum hætti hefur hún þó reynt að kveðja.

 

20. apríl rennur upp, klukkan er orðin eitt. „Nú þarf ég að sýna meiri styrk og hugrekki en ég hef nokkru sinni þurft að gera. Það er nótt.“

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana

Fréttir

Ung kona fær Íslandsbanka til að afnema frádrátt af söfnunarfé í Reykjavíkurmaraþoninu

Viðtal

Dreymdi alltaf um að búa í Danmörku

Fréttir

Thomas vísar á félaga sinn með hvarfið á Birnu Brjánsdóttur

Fréttir

„Reykjavík útbíuð af skrauti“

Fréttir

Tröllvaxin auglýsing H&M í gangveginum á Lækjartorgi

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana

Fréttir

Ung kona fær Íslandsbanka til að afnema frádrátt af söfnunarfé í Reykjavíkurmaraþoninu

Fréttir

Robert Downey og Brynjar Níelsson lögmenn sama nektardansstaðar

Pistill

Kennari svarar ummælum Áslaugar Örnu

Fréttir

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur

Fréttir

Hann vildi leggja Ísland í eyði