Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Engeyjarættin: Þræðir stjórnmála og einkahagsmuna

Fjár­fest­arn­ir í Eng­eyj­ar­fjöl­skyld­unni, ná­in skyld­menni Bjarna Bene­dikts­son­ar, hafa gert hag­stæða við­skipta­samn­inga við ís­lenska rík­ið í rík­is­stjórn­ar­tíð Sjálf­stæð­is­flokks­ins á síð­ustu tveim­ur ár­um. Fað­ir Bjarna keypti SR-mjöl í um­deildri einka­væð­ingu fyr­ir rösk­um tutt­ugu ár­um. Nú stend­ur til að hefja stór­fellda einka­væð­ingu á rík­is­eign­um og lýsa ýms­ir yf­ir áhyggj­um af því að sölu­ferl­ið kunni að verða ógagn­sætt.

Fyrirtæki Einars Sveinssonar fjárfestis og nokkurra annarra náinna ættingja Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hafa á síðustu tveimur árum fengið ýmiss konar viðskiptatækifæri og/ eða fyrirgreiðslu frá íslenska ríkinu eða fyrirtækjum í eigu þess. Einar og fjölskylda hans, eru aftur orðin stórtæk í íslensku viðskiptalífi eftir að hafa misst nánast allar fyrirtækjaeignir sínar í hruninu árið 2008 en fram að því var Bjarni sjálfur einn innsti koppur í búri þessa veldis sem meðal annars stjórnarformaður N1 og móðurfélags þess BNT. Bjarni hætti sjálfur ekki að stunda viðskipti samhliða þingstörfum sínum fyrr en eftir hrunið 2008 þegar hann sagði sig frá stjórnarformennsku í olíufyrirtækinu. Einar er föðurbróðir Bjarna en faðir hans, Benedikt, hefur dregið sig út úr eignarhaldi fyrirtækja að mestu þó enn haldi hann um verulegan hlut í rútufyrirtækinu Kynnisferðum. 

Fjölskyldan, sem stundum er kölluð Engeyingarnir þrátt fyrir að Engeyjarættin telji jú fjölmarga sem ekki stunda viðskipti með hópnum, er nú eigandi að fyrirtækjum eins og rútubílafyrirtækinu Kynnisferðum, kísilfyrirtækinu Thorsil á Reykjanesi, greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun, bleikjueldisfyrirtækinu Matorku og bifreiðaskoðunarfyrirtækinu Tékklandi. 

Að minnsta kosti fjögur af fimm fyrirtækjum 

Fjögur af þessum fimm fyrirtækjum hafa, með einum eða öðrum hætti, átt í hagstæðum viðskiptum við, eða notið fyrirgreiðslu, íslenska ríkisins eða ríkisbankans Landsbankans á síðustu tveimur árum. Thorsil hefur fengið ívilnanir frá íslenska ríkinu vegna uppbyggingar á kísilmálmsverksmiðju sinni á Reykjanesi; ívilnanir sem nema um 800 milljónum auk ívilnana frá sveitarfélaginu Reykjanesbæ í formi frestaðra opinberra gjalda vegna uppbyggingar á verksmiðjunni. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur stefnt íslenska ríkinu út af þessari ríkisaðstoð sem talin er ólögmæt. Þá gerði Matorka einnig samning við íslenska ríkið fyrr á þessu ári en sá samningur felur einnig í sér ívilnanir upp á tæplega 430 milljónir króna í formi afslátta af sköttum og opinberum gjöldum. Bara þessir tveir ívilnunarsamningar nema því á annan milljarð króna.

Fyrirtæki í eigu Einars Sveinssonar er svo hluthafi í fyrirtæki sem fékk að kaupa þriðjungshlut Landsbankans í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun án þess að hluturinn væri auglýstur til sölu opinberlega og á undirverði en sá 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár