Endalok Þjóðkirkjunnar

Þjóðkirkjan stendur ekki lengur undir nafni sem kirkja þjóðarinnar. Rúmur fjórðungur landsmanna stendur nú utan Þjóðkirkjunnar og hefur hlutfallið farið stiglækkandi undanfarin ár. Ef þróun síðustu ára helst óbreytt eru einungis um tuttugu ár þar til minna en helmingur landsmanna verður í Þjóðkirkjunni. Ríkið greiðir laun 138 presta en stöðugildi sálfræðinga á heilsugæslum landsins eru einungis 15. Sálgæsluhlutverk presta er því enn umtalsvert. Forsætisráðherra vill efla kristnifræðikennslu í skólum.

ritstjorn@stundin.is

Á sama tíma og forstjóri Landspítalans lýsir yfir þungum áhyggjum vegna skorts á fjármagni til spítalans er lagt til innan Þjóðkirkjunnar að alls verði 150 milljónum króna varið í verkefni til að efla nýliðun í kirkjunni. Með auknum fjárframlögum til kirkjunnar er nú búið að afturkalla allar aðhaldskröfur sem gerðar voru til hennar frá og með 2009 og hefur starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins lagt til að kirkjan fái endurgreiddan þann niðurskurð sem hún tók á sig umfram aðrar stofnanir eftir hrun. Sú upphæð nemur um 660 milljónum króna. Að sögn forstjóra Landspítalans er enn langt í að spítalinn nái þeirri stöðu sem hann var í fyrir hrun en umræðan um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu hefur aftur á móti sjaldan verið háværari. Forsvarsmenn innan heilbrigðiskerfisins furða sig á forgangsröðuninni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir Þjóðkirkjuna hafa sýnt umburðarlyndi og gefið eftir af því fjármagni sem hún á rétt á samkvæmt lögum. Hann segir kirkjuna ekki hafa fengið nægjanlegar þakkir fyrir fórnfýsi sína. Þrátt fyrir stöðuga fækkun innan Þjóðkirkjunnar vill Sigmundur Davíð auka vægi hennar í samfélaginu og hefur meðal annars talað fyrir því að kristnifræðikennsla verði tekin upp að nýju í skólum. 
Stundin kortlagði fjölda presta eftir landsvæðum, auk heimilislækna og sálfræðinga. Ríkið greiðir laun 138 presta, auk biskups, vígslubiskupa og starfsmanna Biskupsstofu, en einungis eru 15 sálfræðingar að störfum á heilsugæslum á landsvísu. Í ljós kom að almenningur á mun greiðari aðgang að sálgæslu hjá presti en sálfræðingi, sérstaklega á landsbyggðinni. Þar er sálgæsluhlutverk presta enn umtalsvert. Þeir eru fengnir til þess að tilkynna andlát, veita sáluhjálp á erfiðum stundum og eru jafnvel með hjónabandsráðgjöf.

150 milljónir í nýliðun

Í byrjun þessa árs voru 73,8 prósent þjóðarinnar skráð í Þjóðkirkjuna. Hlutfallið var 85,4 prósent árið 2005 og 90,5 prósent árið 1996, þegar núgildandi lög um Þjóðkirkjuna voru samþykkt. Gera má ráð fyrir að hlutfallið haldi, að öllu óbreyttu, áfram að lækka en innan við sextíu prósent barna sem fæddust á Íslandi í fyrra voru skráð í Þjóðkirkjuna við fæðingu. Ef ekkert breytist verður rúmur helmingur þjóðarinnar utan Þjóðkirkjunnar innan 22 ára, en ef breytingar á borð við afnám sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög verða samþykktar eru líkur á að hnignunin verði mun hraðari.

Nú þegar rúmlega fjórðungur þjóðarinnar stendur utan Þjóðkirkjunnar benda margir á að tæpast sé hægt að kalla hana kirkju þjóðarinnar og réttast sé að skilja að ríki og kirkju. Kirkjan hefur ákveðið að bregðast við þessari þróun og á nýliðnu kirkjuþingi lagði starfshópur fram áætlun um hvernig megi efla nýliðun í Þjóðkirkjunni. Í skýrslu starfshópsins segir meðal annars að kirkjan sé orðin hornreka hjá RÚV og lítt áberandi á öðrum fjölmiðlum, trúarleg vanþekking sé farin að bitna illa á menningarlæsi almennings meðal annars vegna vandræðagangs skólakerfisins er kemur að andlegum málefnum og þá hafi Þjóðkirkjan ekki megnað að brjótast í gegnum almennt skeytingarleysi til þess að kenna þjóðinni í heild um „fagnaðarerindið, játningar og náðarmeðul“. „Verði ekki brugðist við er líklegt að þróun til 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Valkyrja

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Kolbrún telur sig órétti beitta

Kolbrún telur sig órétti beitta

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Norðurljós og kuldi til sölu á 69. breiddargráðu

Norðurljós og kuldi til sölu á 69. breiddargráðu

Segir að Landspítali myndi lamast

Segir að Landspítali myndi lamast

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Listin að verða sextugur

Listin að verða sextugur

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV