Þessi grein er meira en 5 ára gömul.

Endalok Þjóðkirkjunnar

Þjóð­kirkj­an stend­ur ekki leng­ur und­ir nafni sem kirkja þjóð­ar­inn­ar. Rúm­ur fjórð­ung­ur lands­manna stend­ur nú ut­an Þjóð­kirkj­unn­ar og hef­ur hlut­fall­ið far­ið stig­lækk­andi und­an­far­in ár. Ef þró­un síð­ustu ára helst óbreytt eru ein­ung­is um tutt­ugu ár þar til minna en helm­ing­ur lands­manna verð­ur í Þjóð­kirkj­unni. Rík­ið greið­ir laun 138 presta en stöðu­gildi sál­fræð­inga á heilsu­gæsl­um lands­ins eru ein­ung­is 15. Sál­gæslu­hlut­verk presta er því enn um­tals­vert. For­sæt­is­ráð­herra vill efla kristni­fræði­kennslu í skól­um.

Þjóð­kirkj­an stend­ur ekki leng­ur und­ir nafni sem kirkja þjóð­ar­inn­ar. Rúm­ur fjórð­ung­ur lands­manna stend­ur nú ut­an Þjóð­kirkj­unn­ar og hef­ur hlut­fall­ið far­ið stig­lækk­andi und­an­far­in ár. Ef þró­un síð­ustu ára helst óbreytt eru ein­ung­is um tutt­ugu ár þar til minna en helm­ing­ur lands­manna verð­ur í Þjóð­kirkj­unni. Rík­ið greið­ir laun 138 presta en stöðu­gildi sál­fræð­inga á heilsu­gæsl­um lands­ins eru ein­ung­is 15. Sál­gæslu­hlut­verk presta er því enn um­tals­vert. For­sæt­is­ráð­herra vill efla kristni­fræði­kennslu í skól­um.

Á sama tíma og forstjóri Landspítalans lýsir yfir þungum áhyggjum vegna skorts á fjármagni til spítalans er lagt til innan Þjóðkirkjunnar að alls verði 150 milljónum króna varið í verkefni til að efla nýliðun í kirkjunni. Með auknum fjárframlögum til kirkjunnar er nú búið að afturkalla allar aðhaldskröfur sem gerðar voru til hennar frá og með 2009 og hefur starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins lagt til að kirkjan fái endurgreiddan þann niðurskurð sem hún tók á sig umfram aðrar stofnanir eftir hrun. Sú upphæð nemur um 660 milljónum króna. Að sögn forstjóra Landspítalans er enn langt í að spítalinn nái þeirri stöðu sem hann var í fyrir hrun en umræðan um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu hefur aftur á móti sjaldan verið háværari. Forsvarsmenn innan heilbrigðiskerfisins furða sig á forgangsröðuninni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir Þjóðkirkjuna hafa sýnt umburðarlyndi og gefið eftir af því fjármagni sem hún á rétt á samkvæmt lögum. Hann segir kirkjuna ekki hafa fengið nægjanlegar þakkir fyrir fórnfýsi sína. Þrátt fyrir stöðuga fækkun innan Þjóðkirkjunnar vill Sigmundur Davíð auka vægi hennar í samfélaginu og hefur meðal annars talað fyrir því að kristnifræðikennsla verði tekin upp að nýju í skólum. 
Stundin kortlagði fjölda presta eftir landsvæðum, auk heimilislækna og sálfræðinga. Ríkið greiðir laun 138 presta, auk biskups, vígslubiskupa og starfsmanna Biskupsstofu, en einungis eru 15 sálfræðingar að störfum á heilsugæslum á landsvísu. Í ljós kom að almenningur á mun greiðari aðgang að sálgæslu hjá presti en sálfræðingi, sérstaklega á landsbyggðinni. Þar er sálgæsluhlutverk presta enn umtalsvert. Þeir eru fengnir til þess að tilkynna andlát, veita sáluhjálp á erfiðum stundum og eru jafnvel með hjónabandsráðgjöf.

150 milljónir í nýliðun

Í byrjun þessa árs voru 73,8 prósent þjóðarinnar skráð í Þjóðkirkjuna. Hlutfallið var 85,4 prósent árið 2005 og 90,5 prósent árið 1996, þegar núgildandi lög um Þjóðkirkjuna voru samþykkt. Gera má ráð fyrir að hlutfallið haldi, að öllu óbreyttu, áfram að lækka en innan við sextíu prósent barna sem fæddust á Íslandi í fyrra voru skráð í Þjóðkirkjuna við fæðingu. Ef ekkert breytist verður rúmur helmingur þjóðarinnar utan Þjóðkirkjunnar innan 22 ára, en ef breytingar á borð við afnám sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög verða samþykktar eru líkur á að hnignunin verði mun hraðari.

Nú þegar rúmlega fjórðungur þjóðarinnar stendur utan Þjóðkirkjunnar benda margir á að tæpast sé hægt að kalla hana kirkju þjóðarinnar og réttast sé að skilja að ríki og kirkju. Kirkjan hefur ákveðið að bregðast við þessari þróun og á nýliðnu kirkjuþingi lagði starfshópur fram áætlun um hvernig megi efla nýliðun í Þjóðkirkjunni. Í skýrslu starfshópsins segir meðal annars að kirkjan sé orðin hornreka hjá RÚV og lítt áberandi á öðrum fjölmiðlum, trúarleg vanþekking sé farin að bitna illa á menningarlæsi almennings meðal annars vegna vandræðagangs skólakerfisins er kemur að andlegum málefnum og þá hafi Þjóðkirkjan ekki megnað að brjótast í gegnum almennt skeytingarleysi til þess að kenna þjóðinni í heild um „fagnaðarerindið, játningar og náðarmeðul“. „Verði ekki brugðist við er líklegt að þróun til 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Innrásin: Útlendingar eignast íslenska innviði
Greining

Inn­rás­in: Út­lend­ing­ar eign­ast ís­lenska inn­viði

Ef ár­in 2005 til 2007 voru tími út­rás­ar­inn­ar er 2021 ár inn­rás­ar­inn­ar. Í stað þess að ís­lensk­ir fjár­fest­ar taki yf­ir fyr­ir­tæki er­lend­is í stór­um stíl eru er­lend­ir fjár­fest­ar að kaupa upp eign­ir hér á landi. Sala á greiðslumiðl­un leið­ir af sér að greiðsl­ur Ís­lend­inga inn­an­lands gætu stöðv­ast í út­lönd­um ef til krísu kæmi.
Sverð krossfara fundið á sjávarbotni
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Sverð kross­fara fund­ið á sjáv­ar­botni

En hvað var kross­far­inn að gera þarna svo langt að heim­an?
546. spurningaþraut: Þessi lögregluþjónn er að syngja lag með ...?
Þrautir10 af öllu tagi

546. spurn­inga­þraut: Þessi lög­reglu­þjónn er að syngja lag með ...?

Fyrri auka­spurn­ing: Ár­ið 2015 komst í um­ferð á net­inu mynd­band af lög­reglu­mann­in­um Jeff Dav­is í Banda­ríkj­un­um þar sem hann mæm­aði við vin­sælt lag frægr­ar söng­konu um leið og hann rúnt­aði um yf­ir­ráða­svæði sitt. Hver var söng­kon­an sem hann hreifst svo af? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða landi er Kóla­skagi? 2.  Inn af hvaða firði geng­ur Hörgár­dal­ur? 3.  Paavo Nur­mi hét...
Ýtt undir offramleiðslu á alþjóðlegum ráðstefnum um hlýnun jarðar
ÚttektArctic Circle-ráðstefnan

Ýtt und­ir of­fram­leiðslu á al­þjóð­leg­um ráð­stefn­um um hlýn­un jarð­ar

Ráð­stefn­ur þar sem fjall­að er um lofts­lags­mál sem þús­und­ir eða jafn­vel tug­þús­und­ir sækja losa mik­ið magn loft­teg­unda sem valda hlýn­un jarð­ar. Flug­ið er stór þátt­ur en líka mat­seð­ill­inn og ým­is varn­ing­ur. Um 1.500 gest­ir á ráð­stefn­unni Hring­borð Norð­ur­slóða, eða Arctic Circle, fengu gjaf­ir sem fram­leidd­ar voru í Kína og Taív­an. Um­hverf­is­stjórn­un­ar­fræð­ing­ur seg­ir að gagn­semi ráð­stefna þar sem fjall­að er um þá vá sem mann­kyn­ið stend­ur frammi fyr­ir þurfi að vera meiri en skað­sem­in.
Loforð jakkafataklæddra manna
GreiningArctic Circle-ráðstefnan

Lof­orð jakkafa­ta­klæddra manna

Arctic Circle-ráð­stefn­an var ný­ver­ið hald­in í Reykja­vík. Mættu þar þjóð­ar­leið­tog­ar og lof­uðu fögr­um fram­tíðar­plön­um vegna lofts­lags­breyt­inga.
545. spurningaþraut: Hver lék fyrir Fukunaga?
Þrautir10 af öllu tagi

545. spurn­inga­þraut: Hver lék fyr­ir Fuk­unaga?

Fyrri auka­spurn­ing: Úr hvaða leik­sýn­ingu frá 1982 er mynd­in hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver var kon­ung­ur Ís­lands þeg­ar Ís­lend­ing­ar gerð­ust lýð­veldi 1944? Núm­er verð­ur að vera rétt. 2.  Hvaða starfi gegndi hinn svo­nefndi Caligula? 3.  Hver varð for­seti Rúss­lands á eft­ir Vla­dimir Pút­in? 4.  Fyr­ir hvaða flokk sit­ur Ingi­björg Ólöf Isak­sen á þingi? 5.  HÚN: „Þeir segja að heima...
Það sem útgerðirnar eiga og þeir sem eiga þær
ÚttektSjávarútvegsskýrslan

Það sem út­gerð­irn­ar eiga og þeir sem eiga þær

Ís­lensk­ar út­gerð­ir eiga eign­ar­hluti í hundruð­um fyr­ir­tækja sem starfa í óskyld­um at­vinnu­grein­um. Stærstu út­gerð­ar­fé­lög­in tengj­ast svo marg­ar hverj­ar inn­byrð­is og blokk­ir hafa mynd­ast á með­al þeirra. Ör­fá­ir ein­stak­ling­ar fara með yf­ir­ráð yf­ir 30 pró­senta kvót­ans.
Óskaði eftir að koma í skýrslutöku hjá lögreglu: „Ég er fullkomlega saklaus“
Fréttir

Ósk­aði eft­ir að koma í skýrslu­töku hjá lög­reglu: „Ég er full­kom­lega sak­laus“

Eggert Gunn­þór Jóns­son, knatt­spyrnu­mað­ur hjá FH, var kærð­ur ásamt Aroni Ein­ari Gunn­ars­syni lands­liðs­fyr­ir­liða. Hann hafði sam­band við lög­reglu á dög­un­um.
Varúlfar, karlakór og Björk með afrískum blæ
Stundarskráin

Var­úlf­ar, karla­kór og Björk með afr­ísk­um blæ

Stund­ar­skrá dag­ana 22.októ­ber til 11.nóv­em­ber
Félag Helga greiddi 300 milljónir fyrir DV
FréttirEignarhald DV

Fé­lag Helga greiddi 300 millj­ón­ir fyr­ir DV

Fé­lag­ið Frjáls fjöl­miðl­un, sem fjár­magn­að var fjár­fest­ing­ar­fé­lagi Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar, seldi DV á 300 millj­ón­ir króna. Kaup­andi var fé­lag Helga Magnús­son­ar fjár­fest­is. Frjáls fjöl­miðl­un veitti 150 millj­óna króna lán sama ár og við­skipt­in áttu sér stað.
Formaður stjórnar í samskiptum við lögmanninn
Fréttir

Formað­ur stjórn­ar í sam­skipt­um við lög­mann­inn

Kæra var lögð fram á hend­ur leik­manni FH, Eggerti Gunn­þóri Jóns­syni, ásamt lands­liðs­fyr­ir­lið­an­um. Aron Ein­ar Gunn­ars­son komst ekki í lands­liðs­hóp­inn vegna máls­ins. Form­að­ur að­al­stjórn­ar FH, Við­ar Hall­dórs­son, seg­ist hafa haft vitn­eskju um ásak­an­irn­ar í sum­ar en ekki sé ástæða til að bregð­ast við á með­an leik­menn­irn­ir hafi ekki ver­ið kall­að­ir í skýrslu­töku og fé­lag­inu ekki borist til­kynn­ing frá lög­regl­unni.
Icelandair í Pandóruskjölunum: „Þetta var bara allt eðlilegt“
FréttirPandóruskjölin

Icelanda­ir í Pan­dóru­skjöl­un­um: „Þetta var bara allt eðli­legt“

Fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Icelanda­ir, Hall­dór Vil­hjálms­son, seg­ir ekk­ert at­huga­vert við að Icelanda­ir hafi not­ast við fyr­ir­tæki í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að kaupa Boeing-þot­ur á sín­um tím­um. Upp­lýs­ing­arn­ar koma fram í Pan­dóru­skjöl­un­um svo­köll­uðu.