Þessi grein er meira en 6 ára gömul.

„Ekki hægt að taka þessari „umræðu“ þegjandi“

Ást­ráð­ur Ey­steins­son, for­seti Hug­vís­inda­sviðs Há­skóla Ís­lands, seg­ir ómak­lega veg­ið að starfs­mönn­um há­skól­ans og ger­ir at­huga­semd við um­mæli Her­manns Stef­áns­son­ar og frétta­flutn­ing Stund­ar­inn­ar.

„Ekki hægt að taka þessari „umræðu“ þegjandi“

Ástráður Eysteinsson, forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, telur mikilvægt að gæta þess að þeir sem tengdir eru umsækjendum um störf í háskólanum fjölskylduböndum komi hvergi nálægt meðferð starfsumsókna og ákvörðunum um ráðningar. 

Þetta kemur fram í pistli sem Ástráður sendi Stundinni í dag. Tilefnið er nýleg frétt þar sem kemur að þeir þrír aðilar sem ráðnir voru í stöðu aðjúnkts við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands í fyrra tengist ýmist þáverandi deildarforseta, Guðna Elíssyni prófessor, eða núverandi forseta Hugvísindasviðs, Ástráði, fjölskylduböndum.

Í fréttinni var haft eftir Sveini Yngva Egilssyni, núverandi deildarforseta íslensku- og menningardeildar, að hvorki Guðni né Ástráður hefði átt aðkomu að ráðningunum. Hermann Stefánsson, rithöfundur sem sjálfur hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands undanfarin ár, lýsti nýverið íslensku- og menningardeild háskólans sem brandara. „Háskóladeild þar sem helmingur starfsfólks er skyldur og venslaður. Hvar sem er í heiminum væri slík deild orðin að almennu athlægi,“ skrifaði hann í grein sem birtist á Kjarnanum. Þá vakti Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við háskólann, einnig máls á fjölskyldutengslunum.

Ástráður Eysteinsson gagnrýnir bæði skrif Hermanns Stefánssonar og fréttaflutning Stundarinnar. 

Ég hef heyrt vel meinandi fólk segja að það sé óheppilegt að á sama tíma hafi annars vegar verið ráðin til starfa við deildina hjón tengd sviðsforseta, og hins vegar eiginkona fyrrverandi deildarforseta,“ skrifar hann og bætir við: „Svo kann að vera, en það er ekki hlutverk háskólastjórnsýslunnar að koma í veg fyrir að ákveðnir einstaklingar sæki um störf sem auglýst eru, né heldur að láta það bitna á þeim að þeir séu venslaðir starfsmönnum sem fyrir eru, hvort sem skyldmennin eru akademískir starfsmenn eða fólk í stjórnunarstörfum. Háskóli Íslands er mjög fjölmennur vinnustaður á íslenskan mælikvarða og hefði farið á mis við marga góða starfsmenn ef hjón mættu ekki vinna við stofnunina eða ekki mætti ráða til hennar fólk sem er venslað öðrum starfsmönnum.“

Ástráður tekur fram að Hermann Stefánsson er með BA-gráðu og meistarapróf í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og hefur sinnt stundakennslu í háskólanum. Þá gagnrýnir hann Stundina fyrir að vitna „án nokkurrar gagnrýninnar skoðunar, til stórkarlalega ávirðinga Hermanns Stefánssonar, eins og þær væru vitnisburður sem skipti máli“.

Loks bætir hann því við að ávirðingarnar hitti ekki aðeins sig og Guðna Elísson fyrir heldur einnig það fólk sem ráðið var til umræddra starfa og fagfólkið sem bar ábyrgð á stjórnsýslunni í ráðningamálunum. „Þess vegna er ekki hægt að taka þessari „umræðu“ þegjandi,“ skrifar Ástráður að lokum. 

Hér að neðan má lesa pistil Ástráðs í heild: 

Stund Hermanns

Athugasemdir við grein og frétt


Þann 17. ágúst sl. birti Hjálmar Friðriksson blaðamaður frétt í Stundinni undir titlinum „Deildarforseti segir fagmennsku hafa ráðið ráðningu fjölskyldumeðlima“. Tilefnið er ráðningar kennara við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Þessi frétt virðist hafa verið lesin af mörgum, vonandi af almennum áhuga á starfsemi Háskóla Íslands, en kannski hafa einhverjir talið sig finna lykt af spillingu – enn eina staðfestingu þess að margt sé rotið í samfélagi okkar, jafnvel í þeirri ríkisstofnun sem lengi hefur notið hvað mests trausts meðal almennings á Íslandi. 

Það verður seint sagt að málið hafi verið rækilega kannað af blaðamanninum. Hann ræðir að vísu við Svein Yngva Egilsson deildarforseta, sem greinir frá því að ráðning þriggja einstaklinga sem tengjast annars vegar undirrituðum, forseta Hugvísindasviðs, og hins vegar Guðna Elíssyni prófessor, fyrrverandi deildarforseta, hafi átt sér stað án minnstu aðkomu okkar tveggja að ráðningunum; við hefðum alfarið sagt okkur frá ferlinu. Blaðamaðurinn bætir við: „Athygli vekur að báðir gerðu það strax við gerð auglýsingar á stöðunum.“ Á móti orðum Sveins Yngva teflir blaðamaður tilvitnunum úr grein sem Hermann Stefánsson, rithöfundur og bókmenntafræðingur, birti í vefblaðinu Kjarnanum þann 13. maí sl. Sú grein er í reynd önnur helsta „heimild“ blaðamannsins og órökstuddar fullyrðingar Hermanns, sem ekki eru meðhöndlaðar af minnstu gagnrýni í fréttinni, ganga þvert á ummæli Sveins Yngva. Svo eiga lesendur líklega að ímynda sér hvað þarna hafi raunverulega gerst – hlýtur ekki að vera einhver maðkur í mysu Háskólans?

Fagmennska og fjóshaugur

Ég hef heyrt vel meinandi fólk segja að það sé óheppilegt að á sama tíma hafi annars vegar verið ráðin til starfa við deildina hjón tengd sviðsforseta, og hins vegar eiginkona fyrrverandi deildarforseta. Svo kann að vera, en það er ekki hlutverk háskólastjórnsýslunnar að koma í veg fyrir að ákveðnir einstaklingar sæki um störf sem auglýst eru, né heldur að láta það bitna á þeim að þeir séu venslaðir starfsmönnum sem fyrir eru, hvort sem skyldmennin eru akademískir starfsmenn eða fólk í stjórnunarstörfum. Háskóli Íslands er mjög fjölmennur vinnustaður á íslenskan mælikvarða og hefði farið á mis við marga góða starfsmenn ef hjón mættu ekki vinna við stofnunina eða ekki mætti ráða til hennar fólk sem er venslað öðrum starfsmönnum. Hins vegar þarf vitaskuld að gæta þess vel að þeir sem tengdir eru umsækjendum fjölskylduböndum komi hvergi nálægt meðferð starfsumsókna og ákvörðun um ráðningu.   

Grein Hermanns Stefánssonar hefst sem brúnaþungt svar við grein sem Hjalti Snær Ægisson, doktorsnemi og stundakennari við Íslensku- og menningardeild á Hugvísindasviði HÍ, birti í Kjarnanum, þar sem hann deilir á Braga Ólafsson rithöfund fyrir að selja fyrirtæki bókarverk sem fór ekki á almennan markað. En reiði Hermanns beinist síðan að háskóladeild Hjalta, deild sem Hermann kallar „forað“, og blaðamaður Stundarinnar vitnar til þessa ummæla Hermanns: „Háskóladeildin sem Hjalti Snær starfar við er til dæmis ekki beinlínis neitt kirkjuskrúðhús og nær að ætla að hún sé slétt sagt spillt því hún er rekin eins og fjölskyldufyrirtæki. Ástráður Eysteinsson prófessor hefur ráðið þar mágkonu sína til starfa, Heiðu Jóhannsdóttur, sem og svila, Björn Þór Vilhjálmsson. Við deildina starfar Guðni Elísson og einnig kona hans, Alda Björk Valdimarsdóttir. Nýverið voru tvær stöður auglýstar, mér er ókunnugt um hvort ættartré þurfi að fylgja umsóknum en löngu ljóst að deildin getur ráðið hvern sem henni sýnist og skutlað allri fagmennsku á fjóshauginn ef henni býður svo við að horfa“.

Eymdarstuna og kindabyssa

Ég gæti litið á ummæli Hermanns sem ærumeiðingar og atvinnuróg, því að vitaskuld kom ég hvergi að þessum ráðningum, ekki frekar en Guðni; það gerði annað fólk sem er ótengt umsækjendum um störfin. En hvernig á að bregðast við svona gusugangi? Í grein sinni bætir Hermann við: „Talaði einhver um meðvirkni kunningjasamfélagsins? Þetta er hreinn brandari. Háskóladeild þar sem helmingur starfsfólks er skyldur og venslaður. Hvar sem er í heiminum væri slík deild orðin að almennu athlægi.“ Nú er þess að geta að við Íslensku- og menningardeild starfa á fimmta tug fastra kennara í mörgum greinum, auk nokkurs fjölda stundakennara, og einn þeirra síðarnefndu hefur á liðnum árum einmitt verið Hermann Stefánsson. Ég veit ekki til að honum hafi verið tekið illa er hann sneri aftur á fornar slóðir, þar sem hann lauk áður BA-prófi og síðar meistaraprófi í bókmenntafræði. En nú sér hann svart þegar talið berst að þessari deild og sérstaklega bókmenntafræðinni: „Ekki hef ég ýkja margt heyrt úr ranni bókmenntafræðinnar undanfarin tíu ár nema ámóta dapurlega beyglaða sýn og birtist í grein Hjalta Snæs, þessa eymdarstunu úr ættarmóti, þetta niðurkoðnaða vandlætingartaut sem markast af átakanlegum skorti á reynslu af öllu lífi og öllum veruleika og áhugaleysi á bókmenntum, metnaðarleysi, hugleysi, aumingjaskap.“

Ansi hefur farið illa fyrir okkur, ég verð að segja það. „Bókmenntafræði er dauð“, segir Hermann. „Bókmenntafræði er blaður“. Og lokaorð hans eru: „Þetta er búið. Ekkert eftir nema að grípa kindabyssu og skjóta þetta“ (þessara ummæla er ekki getið í Stundinni). Ef Hermann á við kindabyssu eins og þá sem notuð var í kaupfélaginu í heimaþorpi mínu hér áður fyrr, þegar ég vann þar á sláturtíð og heyrði lömbin þagna álengdar, þá vill hann að minnsta kosti ekki vera sá heigull að skjóta úr launsátri, heldur í miklu návígi og jafnvel horfast í augu við skotmörkin um leið og hann tekur í gikkinn. Það er þakkarvert.

Ávirðingar

Ég sá enga ástæðu til að taka offors og stórmæli Hermanns alvarlega. Þau geta ekki talist til málefnalegrar gagnrýni sem háskólafólk á í senn að ástunda og bregðast við. Nú er þessi pistill hans hinsvegar orðin heimild hjá blaðamanni, að ætla mætti marktæk heimild í frétt hjá miðli sem vill stunda samfélagsgagnrýni. Því skal ítrekað að hvorki ég né Guðni Elísson tókum nokkurn þátt í umræddum ráðningum í Háskóla Íslands. Þetta væri hægt að fá staðfest með ýmsum vitnisburði í skólanum og er hægt að kalla eftir honum sé áhugi fyrir slíku. Þegar fyrir lá, eftir að tveir fastakennarar deildarinnar höfðu látið af störfum, að auglýst yrðu fjögur 50% aðjunktsstörf, þ.e. í bókmenntafræði, kvikmyndafræði og menningarfræði – og svo rúmu ári síðar tvö lektorsstörf í bókmenntafræði og kvikmyndafræði – vissum við Guðni í bæði skiptin að einstaklingar tengdir okkur hefðu hug á að sækja um þessi störf. Þess vegna  komum við ekki nálægt gerð auglýsinganna, hvað þá mati á umsóknum, viðtölum við umsækjendur, eða ákvörðun um hverjir væru hæfastir til þessara starfa. Ráðningar við skólann eru ekki mótaðar af geðþótta. Dómnefndir og valnefndir starfa eftir skýrt mörkuðum hæfniviðmiðum. Sviðsforseti hefur svo það hlutverk að fara yfir niðurstöður, kanna hvort eðlilega hafi verið staðið að málum og staðfesta niðurstöðuna ef allt reynist með felldu. Þessu verki sinntu staðgenglar í umræddum tilvikum, fólk í ábyrgðarstöðum utan deildarinnar.

Allt var því gert til að tryggja vönduð og óhlutdræg vinnubrögð. Ef blaðamaður treysti ekki orðum Sveins Yngva Egilssonar um það, hefði kannski átt að kanna málið betur í skólanum, í stað þess að leita, án nokkurrar gagnrýninnar skoðunar, til stórkarlalega ávirðinga Hermanns Stefánssonar, eins og þær væru vitnisburður sem skipti máli. Og þær ávirðingar hitta ekki eingöngu okkur Guðna Elísson fyrir, heldur líka það fólk sem ráðið var til umræddra starfa, og síðast en ekki síst þá hópa fagfólks sem bar ábyrgð á allri stjórnsýslunni í þessum ráðningamálum. Þess vegna er ekki hægt að taka þessari „umræðu“ þegjandi.

Höfundur er forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sá bara veikan einstakling“
1
FréttirEigin konur

„Ég sá bara veik­an ein­stak­ling“

Mað­ur sem var mis­not­að­ur af bróð­ur sín­um um ára­bil lýs­ir því í við­tali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á að­stæð­um eft­ir að mál­ið komst upp.
Í vöku og draumi
2
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
3
Viðtal

Túlk­ur Gor­bat­sjevs: „Hvernig á að forð­ast þriðju heims­styrj­öld“

Pavel Palazhchen­ko, sem var sov­ésk­ur og síð­ar rúss­nesk­ur diplómati og túlk­ur Gor­bat­sjevs á leið­toga­fund­in­um í Reykja­vík ár­ið 1986, seg­ir að stöðva eigi hern­að­ar­að­gerð­ir í Úkraínu eins fljótt og auð­ið er. 36 ár­um eft­ir fund­inn í Höfða er Palazhchen­ko aft­ur kom­inn í stutta heim­sókn til Reykja­vík­ur og féllst á að ræða við Andrei Mens­hen­in blaða­mann um leið­toga­fund­inn og þær breyt­ing­ar sem urðu í kjöl­far hans, kjarn­orku­vopn og stríð­ið í Úkraínu. Hann seg­ir að eng­ar alls­herj­ar­við­ræð­ur um ör­ygg­is­mál hafi orð­ið milli Rúss­lands og Evr­ópu eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna.
Sorgarsaga Söngva Satans
4
Fréttir

Sorg­ar­saga Söngva Satans

Bresk-ind­verski rit­höf­und­ur­inn Salm­an Rus­hdie særð­ist illa í morð­til­ræði þeg­ar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dög­un­um. Svo virð­ist sem árás­ar­mað­ur­inn, sem er af líb­önsk­um ætt­um, hafi ætl­að sér að upp­fylla trú­ar­lega til­skip­un leið­toga Ír­ans frá 1989 sem sagði Rus­hdie rétt­dræp­an fyr­ir guðlast í bók sinni Söngv­ar Satans. Mál­ið á sér langa og sorg­lega sögu sem er samof­in mál­frelsi, trú­arof­stæki og valdatafli í Mið-Aust­ur­lönd­um.
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
5
Flækjusagan

Fyrsti Róm­ar­bisk­up brennd­ur á krossi?

Páfinn sit­ur enn í Róm, 1
Björn Leví Gunnarsson
6
Aðsent

Björn Leví Gunnarsson

Fólk - og fram­lög til stjórn­mála­flokka

Stjórn­mála­flokk­ar eiga ekki að þurfa fjár­magn sem dug­ar til að keyra gríð­ar­leg­ar aug­lýs­inga­her­ferð­ir.
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
7
Fréttir

Katrín Jak­obs­dótt­ir „hef­ur ekk­ert gert fyr­ir um­hverf­ið“

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa svik­ið lof­orð sem hún gaf um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um.

Mest deilt

Sigmundur Davíð hættir við
1
Fréttir

Sig­mund­ur Dav­íð hætt­ir við

„Ég neydd­ist til að hætta við þátt­töku mína vegna þingstarfa á Ís­landi,“ seg­ir Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son við Dagens Nyheter um fyr­ir­hug­aða ræðu sína á ráð­stefnu sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­manna.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
2
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
3
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
4
Greining

Ekki bara pest að kjósa Fram­sókn

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er óvænt orð­in heit­asta lumma ís­lenskra stjórn­mála. Ungt fólk, sér­stak­lega ung­ar kon­ur, virð­ast lað­ast að flokkn­um. Spill­ing­arstimp­ill­inn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virð­ist horf­inn. Hvað gerð­ist? Geng­ur vofa bæjarra­dikal­anna ljós­um log­um í flokkn­um?
Í vöku og draumi
5
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
6
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
7
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.

Mest lesið í vikunni

Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
1
Fréttir

Tug­millj­óna bar­átta um topp­sæti Sjálf­stæð­is­fólks

Hild­ur Björns­dótt­ir varði 9,3 millj­ón­um í bar­áttu sína fyr­ir odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Keppi­naut­ur henn­ar um sæt­ið, Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, eyddi 8,8 millj­ón­um. Fram­boð odd­vit­ans skil­aði hagn­aði.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
2
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
3
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.
„Ég sá bara veikan einstakling“
4
FréttirEigin konur

„Ég sá bara veik­an ein­stak­ling“

Mað­ur sem var mis­not­að­ur af bróð­ur sín­um um ára­bil lýs­ir því í við­tali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á að­stæð­um eft­ir að mál­ið komst upp.
Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
5
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
6
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Í vöku og draumi
7
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.

Mest lesið í mánuðinum

Helgi Seljan
1
Leiðari

Helgi Seljan

Í landi hinna ótengdu að­ila

Á Ís­landi eru all­ir skyld­ir öll­um, nema Sam­herja.
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
2
ViðtalEin í heiminum

„Rosa­legt álag“ að vera ein­hverf úti í sam­fé­lag­inu

Elísa­bet Guð­rún­ar og Jóns­dótt­ir seg­ir að geð­ræn veik­indi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu af­leið­ing álags sem fylgi því að vera ein­hverf án þess að vita það. Stöð­ugt hafi ver­ið gert lít­ið úr upp­lif­un henn­ar og til­finn­ing­um. Hún hætti því al­far­ið að treysta eig­in dómgreind sem leiddi með­al ann­ars til þess að hún varð út­sett fyr­ir of­beldi.
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
3
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
4
FréttirEldgos við Fagradalsfjall

Þetta er göngu­leið­in að nýja eld­gos­inu

Besta göngu­leið til að nálg­ast eld­gos­ið í Mera­döl­um ligg­ur vest­an meg­in hrauns­ins og eft­ir upp­haf­legu gos­göngu­leið­inni. Geng­ið er frá bíla­stæði við Suð­ur­strand­ar­veg. Björg­un­ar­sveit­in Þor­björn send­ir kort af göngu­leið­inni.
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
5
Afhjúpun

Sig­mund­ur Dav­íð á ráð­stefnu með sænsk­um þjóð­ernisöfga­mönn­um

Gyð­inga­hat­ar­ar, nýnas­ist­ar, stuðn­ings­menn við inn­rás Rússa í Úkraínu og Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, verða með­al ræðu­manna á ráð­stefnu í Sví­þjóð sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­hópa.
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
6
Viðtal

Ís­land með aug­um úkraínskr­ar flótta­konu

Tania Korolen­ko er ein þeirra rúm­lega þús­und ein­stak­linga sem kom­ið hafa til Ís­lands í leit að skjóli und­an sprengjuregni rúss­neska inn­rás­ar­hers­ins eft­ir inn­rás­ina í Úkraínu. Heima starf­rækti hún sum­ar­búð­ir fyr­ir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyr­ir ekki margt löngu út smá­sagna­safn. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína og dvöl á Ís­landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fylgj­ast með kynn­um flótta­konu af landi og þjóð.
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
7
Pistill

Þolandi 1639

Verð­ur þú með ger­anda mín­um um versl­un­ar­manna­helg­ina?

Rétt eins og þú er hann ef­laust að skipu­leggja versl­un­ar­manna­helg­ina sína, því hann er al­veg jafn frjáls og hann var áð­ur en hann var fund­inn sek­ur um eitt sví­virði­leg­asta brot­ið í mann­legu sam­fé­lagi.

Nýtt á Stundinni

Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Fréttir

Katrín Jak­obs­dótt­ir „hef­ur ekk­ert gert fyr­ir um­hverf­ið“

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa svik­ið lof­orð sem hún gaf um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um.
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Björn Leví Gunnarsson
Aðsent

Björn Leví Gunnarsson

Fólk - og fram­lög til stjórn­mála­flokka

Stjórn­mála­flokk­ar eiga ekki að þurfa fjár­magn sem dug­ar til að keyra gríð­ar­leg­ar aug­lýs­inga­her­ferð­ir.
Sorgarsaga Söngva Satans
Fréttir

Sorg­ar­saga Söngva Satans

Bresk-ind­verski rit­höf­und­ur­inn Salm­an Rus­hdie særð­ist illa í morð­til­ræði þeg­ar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dög­un­um. Svo virð­ist sem árás­ar­mað­ur­inn, sem er af líb­önsk­um ætt­um, hafi ætl­að sér að upp­fylla trú­ar­lega til­skip­un leið­toga Ír­ans frá 1989 sem sagði Rus­hdie rétt­dræp­an fyr­ir guðlast í bók sinni Söngv­ar Satans. Mál­ið á sér langa og sorg­lega sögu sem er samof­in mál­frelsi, trú­arof­stæki og valdatafli í Mið-Aust­ur­lönd­um.
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Flækjusagan

Fyrsti Róm­ar­bisk­up brennd­ur á krossi?

Páfinn sit­ur enn í Róm, 1
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Viðtal

Túlk­ur Gor­bat­sjevs: „Hvernig á að forð­ast þriðju heims­styrj­öld“

Pavel Palazhchen­ko, sem var sov­ésk­ur og síð­ar rúss­nesk­ur diplómati og túlk­ur Gor­bat­sjevs á leið­toga­fund­in­um í Reykja­vík ár­ið 1986, seg­ir að stöðva eigi hern­að­ar­að­gerð­ir í Úkraínu eins fljótt og auð­ið er. 36 ár­um eft­ir fund­inn í Höfða er Palazhchen­ko aft­ur kom­inn í stutta heim­sókn til Reykja­vík­ur og féllst á að ræða við Andrei Mens­hen­in blaða­mann um leið­toga­fund­inn og þær breyt­ing­ar sem urðu í kjöl­far hans, kjarn­orku­vopn og stríð­ið í Úkraínu. Hann seg­ir að eng­ar alls­herj­ar­við­ræð­ur um ör­ygg­is­mál hafi orð­ið milli Rúss­lands og Evr­ópu eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna.
FréttirEigin konur

„Ég sá bara veik­an ein­stak­ling“

Mað­ur sem var mis­not­að­ur af bróð­ur sín­um um ára­bil lýs­ir því í við­tali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á að­stæð­um eft­ir að mál­ið komst upp.
Í vöku og draumi
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.
Páll Óskar Hjálmtýsson
Karlmennskan#100

Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son

Braut­ryðj­and­inn, popp­goð­ið, homm­inn og hin ögr­andi þjóð­ar­ger­semi Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son er heið­urs­gest­ur 100. hlað­varps­þátt­ar Karl­mennsk­unn­ar. Við kryfj­um karl­mennsk­una og kven­leik­ann, leik­rit­ið sem kyn­hlut­verk­in og karl­mennsk­an er, skápa­sög­una og kol­röngu við­brögð for­eldra Palla, karlremb­ur, and­spyrn­una og bak­slag í bar­áttu hinseg­in fólks. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóð­ar upp á þenn­an þátt.
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Fréttir

Tug­millj­óna bar­átta um topp­sæti Sjálf­stæð­is­fólks

Hild­ur Björns­dótt­ir varði 9,3 millj­ón­um í bar­áttu sína fyr­ir odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Keppi­naut­ur henn­ar um sæt­ið, Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, eyddi 8,8 millj­ón­um. Fram­boð odd­vit­ans skil­aði hagn­aði.
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
Flækjusagan#39

Hef­ur Taív­an alltaf ver­ið hluti Kína?