Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Egg villtra fugla

Ósk­ar Erics­son sýn­ir hvernig best er að mat­reiða egg villtra fugla, sem hann seg­ir þau bragð­bestu sem hægt er að fá.

Matarmenningin á Íslandi hefur batnað til muna síðasta áratug eða svo. Þótt enn sé langt í land, er þó orðið ágætisúrval af skemmtilegum og framandi matvörum í búðum. Þannig verður það að teljast áfangasigur að þurfa ekki lengur að gera sér ferð í sérverslun til að kaupa alvöru haloumi-ost eða ekta salami-pylsu. Víðast hvar er nú prýðis úrval af grænmeti og kjöti, hægt er að fá lífrænan kjúkling frá Litlu gulu hænunni og nautakjöt beint frá býli. Áhugi Íslendinga á mat hefur vaxið og margir sætta sig ekki lengur við mat sem er fullur af rotvarnarefnum og inniheldur allskonar e-númer sem eru óþörf. Auk þess hefur þjóðin orðið nýjungagjarnari og óhræddari við að prófa áður óþekktar tegundir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu