Þessi grein er meira en 5 ára gömul.

„Ég horfðist í augu við svartnættið“ 

Svart­nætt­ið hef­ur stund­um ver­ið svo yf­ir­þyrm­andi að það eina sem hef­ur hald­ið í hon­um líf­inu er vitn­eskj­an um að hann geti alltaf fyr­ir­far­ið sér. Myrkr­ið sótti að hon­um strax í æsku en nú hef­ur hann öðl­ast til­gang, bæði í gegn­um föð­ur­hlut­verk­ið og á þingi, þar sem hann er í að­stöðu til þess að berj­ast fyr­ir bætt­um úr­ræð­um í geð­heil­brigðis­kerf­inu. Hann hef­ur misst þrjá vini úr sjálfs­vígi, en sem ung­ling­ur gerði hann sjálfs­vígs­sátt­mála við besta vin sinn sem fór síð­an á und­an hon­um. Gunn­ar Hrafn Jóns­son seg­ir frá þung­lynd­inu, geð­deild og kerfi sem bregst.

Svart­nætt­ið hef­ur stund­um ver­ið svo yf­ir­þyrm­andi að það eina sem hef­ur hald­ið í hon­um líf­inu er vitn­eskj­an um að hann geti alltaf fyr­ir­far­ið sér. Myrkr­ið sótti að hon­um strax í æsku en nú hef­ur hann öðl­ast til­gang, bæði í gegn­um föð­ur­hlut­verk­ið og á þingi, þar sem hann er í að­stöðu til þess að berj­ast fyr­ir bætt­um úr­ræð­um í geð­heil­brigðis­kerf­inu. Hann hef­ur misst þrjá vini úr sjálfs­vígi, en sem ung­ling­ur gerði hann sjálfs­vígs­sátt­mála við besta vin sinn sem fór síð­an á und­an hon­um. Gunn­ar Hrafn Jóns­son seg­ir frá þung­lynd­inu, geð­deild og kerfi sem bregst.

Hann var ekki búinn að vera nema nokkrar vikur á þingi þegar hann greindi frá því að þunglyndið hefði sótt aftur að honum með sinni vægðarlausu grimmd og við því væri aðeins eitt að gera: að leita sér hjálpar. Hann væri því farinn í veikindaleyfi. Í kjölfarið var hann vistaður á geðdeild þar sem hann dvaldi um jólin og tók þá ákvörðun að leyfa þessum sjúkdómi aldrei aftur að ganga svona langt.

Eftir átta ára starf sem fréttamaður á RÚV tilkynnti hann í júlí að hann hefði sagt starfi sínu lausu og væri genginn til liðs við Pírata. Í október var hann síðan kjörinn á þing og við tóku aðstæður sem vöktu með honum kvíða. Kvíða sem kann að vera eðlilegur þegar þú ert að byrja í nýju starfi en vegna sinnar veikindasögu ræður Gunnar Hrafn almennt verr við kvíða en almennt gengur og gerist.

Það var svo á dimmasta degi ársins, þann 22. desember, sem hann var vistaður á geðdeild. Það var stórt og erfitt skref fyrir nýkjörinn þingmann, jafnvel þótt hann hafi rætt opinberlega um sín veikindi. „Það kom mér á óvart hvað það var stórt skref að fara í innlögn. Þetta var erfiðara en ég hefði haldið. Ég hefði ekki getað það nema vegna þess að vinir mínir stóðu þétt við bakið á mér og vinkona mín beið með mér þar til ég var kominn inn. Mér fannst þetta alveg ofboðslega erfitt. Sérstaklega fyrsta nóttin á geðdeild. Ég gat ekki sofið. Mér fannst eins og þyrfti að komast út. Á sama tíma vissi ég að þarna væri mér best borgið og að ef ég myndi ganga út myndi ekkert betra taka við. Svo ég harkaði af mér.“

Fór fram af brúninni 

Aðdragandinn að innlögninni var ekki langur, en ákveðin stígandi var í þróuninni þar til hann fór fram af brúninni í byrjun desember. Þegar kvíðinn gerði fyrst vart við sig ætlaði Gunnar Hrafn að róa taugarnar með því að taka hálfa róandi. Hann fór að gera það reglulega. Síðan fékk hann sér bjór, sem er honum hættulegt því hann er alkóhólisti og var óvirkur á þessum tíma. Þannig hélt þetta áfram, hann fór að taka verkjatöflur, svefntöflur og hvað sem er til þess að slá á mesta stressið. „Mér fannst eins og ég væri að fá taugaáfall og yrði að fá eitthvað til þess að afstýra því. En um leið og ég lagðist á þessar hækjur veiktist ég mjög illa og hætti að gæta að reglunni í mínu lífi, að taka lyfin á réttum tíma og í réttum skömmtum.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Íran: Stórveldi í bráðum 3.000 ár
Flækjusagan

Ír­an: Stór­veldi í bráð­um 3.000 ár

Mik­il mót­mæli ganga nú yf­ir Ír­an og von­andi hef­ur hug­rökk al­þýð­an, ekki síst kon­ur, þrek til að fella hina blóði drifnu klerka­stjórn frá völd­um. Ír­an á sér langa og merki­lega sögu sem hér verð­ur rak­in og Kýrus hinn mikli hefði til dæm­is getað kennt nú­ver­andi vald­höf­um margt um góða stjórn­ar­hætti og um­burð­ar­lyndi.
Bara halda áfram!
MenningHús & Hillbilly

Bara halda áfram!

Hill­billy ræð­ir við Sig­trygg Berg Sig­mars­son lista­mann um það hvernig það að halda bara áfram skipti öllu máli. List­ina sem felst í því að elska mánu­daga og hraðskiss­urn­ar hans.
Rithöfundar eru auðlind – en hvað með ágóðann?
Menning

Rit­höf­und­ar eru auð­lind – en hvað með ágóð­ann?

Ljóst að er lands­lag­ið í út­gáfu er sí­breyti­legt og jörð­in álíka óstöð­ug fyr­ir rit­höf­unda. Eitt er þó víst og það er gildi jóla­bóka­flóðs­ins, bæði fyr­ir höf­unda og út­gef­end­ur.
,,Hérna fæ ég frið“
Fólkið í borginni

,,Hérna fæ ég frið“

Omel Svavars sæk­ir í for­dóma­leys­ið og frið­inn á barn­um Mónakó við Lauga­veg.
Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Hvenær byrjarðu að hugsa sjálfstætt?
Viðtal

Hvenær byrj­arðu að hugsa sjálf­stætt?

Natasha S. er al­in upp í Moskvu og mennt­að­ur blaða­mað­ur. Hún kom fyrst til Ís­lands fyr­ir tíu ár­um síð­an, dvaldi hér á landi um ára­bil og hélt því næst til Sví­þjóð­ar þar sem hún bjó um skeið. Hún rit­stýrði og átti verk í ljóða­safn­inu Póli­fón­ía af er­lend­um upp­runa, en ljóð­in voru eft­ir fjór­tán höf­unda af er­lend­um upp­runa, bú­setta á Ís­landi, og verk­ið þótti marka tíma­mót í ís­lensk­um bók­mennt­um. Þeg­ar stríð­ið braust út í Úkraínu byrj­aði Natasha að skrifa – á ís­lensku. Og hlaut bók­mennta­verðlun Tóm­as­ar Guð­munds­son­ar fyr­ir bók­ina Mál­taka á stríðs­tím­um.
Lítil en samt stór bók eftir Nóbelsverðlaunahafa ársins
GagnrýniStaðurinn

Lít­il en samt stór bók eft­ir Nó­bels­verð­launa­hafa árs­ins

Nú má vona að Nó­bels­verð­laun­in verði til þess að fleiri framúrsk­ar­andi verk Annie Ernaux reki á fjör­ur ís­lenskra les­enda.
Fréttaritari í jólabókaflóðinu
Menning

Frétta­rit­ari í jóla­bóka­flóð­inu

Bóka­blað­ið fékk Kamillu Ein­ars­dótt­ur, rit­höf­und og bóka­vörð á Þjóð­ar­bók­hlöð­unni, til að ger­ast sér­leg­ur frétta­rit­ari í jóla­bóka­flóð­inu og fara á stúf­ana. Hún skrif­ar um hinar og þess­ar bæk­ur sem verða á vegi henn­ar og slúðr­ar um bókapartí og höf­unda.
Tuddinn í búðinni
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Tudd­inn í búð­inni

Hve lengi munu stjórn­mála­menn, sem vilja láta taka sig há­tíð­lega sem þjóna al­menn­ings, halda áfram að þjóna und­ir rass­gat­ið á rudd­an­um svo hann verði ekki fúll?
Kæra um heimilisofbeldi felld niður: Manninum vísað frá fæðingu í lögreglufylgd
Fréttir

Kæra um heim­il­isof­beldi felld nið­ur: Mann­in­um vís­að frá fæð­ingu í lög­reglu­fylgd

„Það voru svo rosa­lega áber­andi áverk­ar á mér,“ seg­ir Ólafía Gerð­ur. Hún hafi ver­ið svo log­andi hrædd að þeg­ar lög­regla spurði hana um glóð­ar­auga hafi hún sagt að litla dótt­ir henn­ar hefði óvart skall­að hana. Gögn sýna að lög­regla fjar­lægði mann­inn af spít­al­an­um með­an Ólafía var að fæða dótt­ur þeirra og ör­ygg­is­vörð­ur vakt­aði sæng­ur­legu­deild­ina. Ólafía Gerð­ur kærði mann­inn fyr­ir heim­il­isof­beldi en mál­ið var lát­ið nið­ur falla.
Jón Baldvin dæmdur fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir

Jón Bald­vin dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­lega áreitni

Jón Bald­vin Hanni­bals­son hlaut tveggja mán­aða skil­orðs­bund­inn fang­els­is­dóm fyr­ir að hafa áreitt Car­men Jó­hanns­dóttt­ur kyn­ferð­is­lega ár­ið 2018. Car­men seg­ir dóm­inn sig­ur fyr­ir fjölda annarra kvenna. Jón Bald­vin hyggst sækja um áfrýj­un­ar­leyfi til Hæsta­rétt­ar.
Róbert Wessman tekur sjálfur við sem forstjóri Alvotech
Fréttir

Ró­bert Wessman tek­ur sjálf­ur við sem for­stjóri Al­votech

Til­kynn­ing um for­stjóra­skipt­in kem­ur tíu dög­um eft­ir að greint var frá því að sætt­ir hefðu náðst í máli Al­vo­gen á hend­ur Hall­dóri Krist­manns­syni. Hall­dór steig fram sem upp­ljóstr­ari og greindi frá hót­un­um Ró­berts á hend­ur fyrr­ver­andi sam­starfs­mönn­um, sem og því að Ró­bert hefði kýlt sig á op­in­ber­um vett­vangi.