Þessi grein er meira en 4 ára gömul.

Forsetaframbjóðendur: „Sjitt, ég er í forsetaframboði!“

Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir hef­ur boð­að fram­boð í embætti for­seta Ís­lands. Hún hef­ur und­an­farna ára­tugi ver­ið einn at­hygl­is­verð­asti penni þjóð­ar­inn­ar. Hafa bæk­ur henn­ar, skáld­sög­ur, ljóð og leik­rit vak­ið verð­skuld­aða eft­ir­tekt, en einnig op­in­skár og heið­ar­leg­ur per­sónu­leiki henn­ar.

Forsetaframbjóðendur: „Sjitt, ég er í forsetaframboði!“

Elísabet er alin upp á Seltjarnarnesi. Þar byggðu foreldrar hennar, rithöfundarnir Jóhanna Kristjónsdóttir og Jökull Jakobsson, ung sína fyrstu íbúð, þar sem þau bjuggu saman í ellefu ár og eignuðust þrjú börn. „En þetta var bara sveit. Sjórinn var þarna og fjaran og hestar og skipsflök strönduð í fjörunni og Grótta og þúfur og tjarnir.“

Þegar hún lýsir minningum sínum úr æsku er ekki laust við að fléttaðar saman við þær sé ákveðin eftirsjá eftir þessari hrjúfu náttúru sem einkenndi þá enn Nesið. „Bara til dæmis það að labba í skólann, þá var maður að stikla á steinum og klettum og þræða stíg og það var útaf fyrir sig ævintýri. Nú er búið að byggja hús yfir þennan stíg. Það voru skófir á steinunum. Og það er ekki lengur.“ 

Jóhanna, móðir Elísabetar, hefur lýst þeim árum sem hún bjó með Jökli mjög vel í bókinni „Perlur og steinar“. Minnist Elísabet meðal annars á þessa bók þegar hún lýsir drykkjunni og óreglunni sem stundum tíðkaðist á hennar æskuheimili. Frelsið sem fylgdi því ástandi segir hún þó hafa verið mikið. Hún og bræður hennar hafi mátt gera flest allt sem þeim datt í hug, eins og til dæmis að fara með húsgögnin út í móa og hafa tombólu. „Mamma var bara eins og Lína langsokkur.“ En drykkjunni fylgdu einnig myrkari hliðar: „Svo var líka bara þjáning, eins og mamma hefur skrifað um. Það var bara þögn og reiði og fýla, allt sem fylgir alkóhólinu. Og þá var maður náttúrulega bara hræddur.“

Fjölbreytt ferilskrá

Eftir umbrot í æsku og stúdentspróf frá Kvennó lagði Elísabet góðan krók á leið sína, áður en hún gaf út fyrstu bókina, ljóðabókina „Dans í lokuðu herbergi“ árið 1989, þá rétt rúmlega þrítug. Þar áður vann hún ýmis störf til sjós og lands. Í afgreiðslu, sem módel, við byggingarvinnu, í frystihúsum, sem háseti á báti og ráðskona á Ströndum. Einnig hefur hún svo unnið sem blaðamaður, gert þætti fyrir útvarp og verið aðstoðarleikstjóri í Þjóðleikhúsinu.

„Mamma var bara eins og Lína langsokkur.“

Þrátt fyrir að þessi glæsilega ferilskrá komi mjög vel út á pappír, þá eru falin á milli línanna mörg ár af þjáningu og þrotlausri sjálfsvinnu. Hún hætti að drekka fyrir 23 árum og hefur síðan þá leitast við að styrkjast í baráttunni við sínar myrkari hliðar, til dæmis með því að fara til sálfræðings og geðlæknis, læra að syngja, og svo framvegis. „Ég er orðin rosalega vel heppnuð. Takmarkið var alltaf að ná í sjálfa mig. Minn kjarna. Eins og ég er.“ Hefur Elísabet svo notað þau verkfæri sem hún hefur fengið í hendurnar úr sjálfsvinnunni í það að takast á við tilfinningarnar sem fylgja því að bjóða sig fram til forseta, og segist hún til dæmis bara vera í framboði einn dag í einu. 

Mátar heiðarleikann í embættið

Í gegnum árin hefur heiðarleikinn verið eitt af helstu höfundareinkennum Elísabetar og telur hún að hann muni nýtast henni vel í embætti. Hún þurfi þó oft að sýna kjark til þess að vera heiðarleg, þrátt fyrir að það sé henni einnig mjög tamt. „Í mörg ár þorði ég ekki að segja satt. Þorði ekki að segja „fyrirgefðu“. Þorði ekki að segja „ég elska þig“. 

En nú er öldin önnur og enginn skortur á þori. Sér Elísabet til dæmis fyrir sér senuna þegar hún, sem forseti Íslands, hittir fyrirmenni í Evrópusambandinu og les þeim pistilinn. „Pútín og Margrét Danadrottning og þau öll, ég segi bara við þau „þið eruð öll helvítis skíthælar, að koma svona fram við flóttamenn. Og þú Pútín þarna, hvernig þú bombarderar Sýrland!“ En svo er þetta ekki endilega hreinskilni, það er ekki svo einfalt“. Elísabet hefur einmitt aldrei verið þekkt fyrir að sitja á skoðunum sínum: „Ég hugsa að svo deyr maður og á maður þá bara ekki að vera búinn að segja neitt? Á allt bara að vera feimnismál?“

Það hlutverk að vera skyndilega í framboði til forseta hefur þó fært henni ýmsar óvæntar uppákomur, sem og gamlar tilfinningar í nýjum hlutverkum. Elísabet hitti til dæmis leigubílstjóra sem sagðist ætla að kjósa hana og kom það henni mikið á óvart. En hún segist einnig hafa skynjað einmanaleikann sem hljóti að fylgja því að vera forseti, því það sé enginn annar forseti Íslands starfandi, sem hægt sé að spegla sig í. „Ég get ég ekki hringt í neinn og sagt: „Heyrðu ég var að klippa borða hérna og það fór hrikalega illa, skærin voru hræðilega bitlaus, og svo stakk ég óvart lítið barn.““

Hinir fjörutíu og fjórir forsetar Íslands 

Elísabetu langar helst til þess að nýta embættið í að kynnast landsmönnum. Hún hefur stundað göngutúra í mörg ár og í þeim segist hún alltaf hafa haft löngun til að banka upp á hjá fólki, og spjalla: „Hver býr hérna, á bakvið þessar gardínur, á bakvið þessar postulínsstyttur?“ 

Þegar talið berst að því hvernig hún ætli sér að móta embættið er ljóst að Elísabet ætlar sér engar stórkostlegar pólitískar stefnubreytingar. Hún ætlar að opna dyrnar að Bessastöðum og fylla þá fólki af öllum stéttum og aldri og lífi. Svo sér hún fyrir sér að taka upp vissa þætti úr stórnarháttum Navahó indjána: „Ég vil hafa nokkra aðstoðarforseta, kannski fjörutíu og þrjá, eins og Navahó indjánarnir. Það var mæðraveldi, og þá voru 44 konur sem réðu.“

Eftir að hafa farið í framboð og byrjað að máta sig við embættið segist hún hafa fundið fyrir því að hún þurfi að laga hegðun rithöfundarins að því hvernig forseti eigi að hegða sér. Þegar ég kom til hennar sagði hún mér frá tveimur mönnum sem eru að smíða skúr upp við húsið hennar. Þeir hefðu fyrr um daginn ætlað að negla í grindverkið hennar og hún gat ekki látið það óáreitt. „Svo ég garga hérna eins og einhver kerling út um dyrnar „ÞETTA ER MITT GRINDVERK VILJIÐI LÁTA ÞETTA Í FRIÐI“ og öskra þetta út svo þeir heyri í mér. Svo hugsa ég „Sjitt, ég er í forsetaframboði!“ En þetta var bara soldið skemmtilegt, gargandi kerling, kannski það eina sem þeir muna eftir deginum. Þannig að þarna fóru tvö atkvæði og svo fóru sjö í gær,“ segir Elísabet og hlær, en bætir svo við „en það er allt í lagi, því ég fann eitt í leigubíl áðan.“

Tíu spurningar

1. Hvað finnst þér um málsskotsrétt forseta og í hvaða tilfellum getur þú séð fyrir þér að nýta hann?

Ég er á móti málskotsréttinum. Mér finnst að þingið eigi bara að koma sér saman um hlutina. Svo getur þjóðin krafist atkvæðagreiðslu í nýju stjórnarskránni. Þetta er svona eins og að klaga í mömmu. Af hverju á einn maður að skrifa undir lög eftir sínum geðþótta?

2. Hvað finnst þér um stefnu stjórnvalda undanfarna áratugi varðandi stóriðju?

Ég er bara á móti stóriðju. Soldið fanatísk með það. Mér finnst það ætti að vera heildarstefna að hafa ekki stóriðju í landinu. Nú er RioTinto að rassskella verkfallsmenn. Þeir hafa ekki borgað skatta. Landflæmi eru eyðilögð til að þessir auðjöfrar komi hér með fabrikkurnar sínar. Þetta er ekki virðingu okkar samboðið. Við sem Íslendingasagnaþjóð, og þjóð sem er búin að þrauka hérna í þúsund ár, hljótum að geta fundið upp á einhverju öðru.

3. Finnst þér eignarréttur, eins og yfir til dæmis auðlindum og framleiðslutækjum, mikilvægur?

Fólkið á að eiga auðlindirnar. Mér finnst algjörlega út í hött að einstaklingar eigi fiskimiðin. Þetta á að vera sameiginleg auðlind. Annars held ég að ég láti hina forsetana um þetta, einn af þessum fjörutíu og þremur.

4. Hvort hallast þú frekar að auknum einkarekstri eða auknum ríkisrekstri, til dæmis varðandi heilbrigðiskerfi og skólakerfi?

Ég held að heilbrigðis- og skólakerfi verði að vera ríkisrekið. Það væri ekki gott ef einhver ríkur kall ætti skólakerfið. Þá er strax grunnurinn farinn og komið ójafnvægi. 

5. Ert þú fylgjandi ríkisreknum fjölmiðli?

Jú, helvítis Ríkisútvarpið. Ég náttúrulega elska Ríkisútvarpið. Það er svo fræðandi og skemmtilegt og ákveðinn klassi yfir því. Gaman þegar eitthvað er svona gamaldags, og tengir mann við gamla tíma. Ég vil endilega hafa það áfram.

6. Telur þú að femínismi sé mikilvæg jafnréttishreyfing eða sé of öfgafullur til þess að geta komið jafnréttisbaráttu til hjálpar?

Ég held að femínismi sé bara mjög fínn. Þetta er bara eins og að breyta um mataræði. Það eru allskonar leiðir, alveg eins og með femínisma. Þessi er kannski öfgafullur og þessi ekki, þessi er hófsamur. En það vilja allir jafnrétti. Og nei, femínismi er aldrei öfgafullur.

7. Telur þú að múslimar séu vandamál í Evrópu, og finnst þér mikilvægt að hefta för flóttamanna um álfuna og jafnvel að koma í veg fyrir að þeir setjist að á Íslandi?

Nei, alls ekki. Ég held það væri mjög gott að hafa bæði múslima og búddista og indjána og allskonar fólk hérna. Íslendingar eru mjög opnir, en svo er bara alltaf einn og einn sem er á móti. Fólk er bara allavega og ef þau vilja vera hérna þá eigum við að opna landið fyrir þeim. Og þessar eilífu blæjuumræður, þetta er bara alveg eins og að spyrja „af hverju ert þú ekki með húfuna þína, af hverju ertu í svona úlpu“?

8. Ert þú fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju?

Ég er búin að svara þessari spurningu svo oft að ég er komin með algjört ógeð af henni.

9. Hvað finnst þér best og verst í fari Ólafs Ragnars?

Er hann ekki bara ágætur? Ég held að þetta sé sómamaður. Það sést best á því að hann giftist Dorrit. En ég hef enga skoðun á Ólafi. Ég held að hann sé bara fínn fyrir sinn hatt. Eina sem ég myndi segja, það eru þessi tuttugu ár. 

10. Hver er uppáhalds íslenski forsetinn þinn?

Það er náttúrulega Vigdís. Þegar tvíburarnir mínir voru að alast upp fannst mér mjög gott að þeir væru að alast upp með forseta sem væri kona. Karlarnir eru svo víða. Þó ég væri ekkert sammála öllu sem hún væri að gera, eins og allri þessari trjárækt og svona, og íslenskan gæti stundum farið út í öfgar. Hún var menntuð kona, afskaplega tignarleg, en líka alþýðleg. Ég hitti hana útí búð og er bara mest hissa á því hvar maðurinn sem bera ætti fyrir hana pokana sé. En hún ber pokana sjálf og er alltaf hress.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Af þriðju kynslóð kvenna með fíknivanda og býr á götunni: „Ég er góð manneskja“
1
Viðtal

Af þriðju kyn­slóð kvenna með fíkni­vanda og býr á göt­unni: „Ég er góð mann­eskja“

Amma henn­ar neytti fíkni­efna og mamma henn­ar var fík­ill. Sjálf er hún bú­in að vera í neyslu síð­an hún var tólf ára og varð sprautufík­ill 16 ára. Í dag er hún 23 ára, heim­il­is­laus og hef­ur séð sorg­ina og dauð­ann í heimi þeirra sem eru í neyslu en dreym­ir um að verða dýra­lækn­ir.
Náði bata frá fíknivanda en óttast um adrif dóttur sinnar á götunni
2
Viðtal

Náði bata frá fíkni­vanda en ótt­ast um adrif dótt­ur sinn­ar á göt­unni

Móð­ir seg­ir hér sög­una af því hvernig hún strauk að heim­an 12 ára, var vist­uð á ung­linga­heim­il­um og leidd­ist út í harða neyslu, missti ný­fædd­an son sinn og eign­að­ist þrjár dæt­ur með þrem­ur mönn­um, en náði sér á strik eft­ir enn eina með­ferð­ina fyr­ir þrett­án ár­um og hef­ur ver­ið alls­gáð síð­an. Dótt­ir henn­ar er hins veg­ar á göt­unni.
„Ég hefði aldrei átt að enda hérna“
3
Flækjusagan

„Ég hefði aldrei átt að enda hérna“

War­ren Har­ding má bú­ast við að losna loks­ins úr sæti versta Banda­ríkja­for­set­ans þeg­ar far­ið verð­ur að meta for­seta­tíð Don­alds Trump.
Áföll erfast á milli kynslóða
4
Viðtal

Áföll erf­ast á milli kyn­slóða

Börn sem al­ast upp í óheil­brigðu um­hverfi eru gjarn­an með sjálfs­mynd sem er sködd­uð, þar sem þau trúa því að þau séu ekki nógu góð og gef­ast upp áð­ur en þau hefja bar­átt­una fyr­ir betra lífi.
216. spurningaþraut: „Ríki þetta er kennt við löngu dauðan kóng“
5
Þrautir10 af öllu tagi

216. spurn­inga­þraut: „Ríki þetta er kennt við löngu dauð­an kóng“

Hlekk­ur á gær­dags­ins þraut. * Auka­spurn­ing sú hin fyrri: Í hvaða borg er mynd­in hér að of­an tek­in? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Habbakúk, Hósea, Óba­día, Daní­el, Míka, Jó­el, Jón­as, Amos, Nahúm, Hagg­aí, Saka­ría, Malakí. Hverj­ir eru þetta? 2.   Hvað heit­ir höf­uð­borg­in á Norð­ur-Ír­landi? 3.   Við hvaða fjörð stend­ur Ak­ur­eyri? 4.   Á hvaða haf­svæði var háð eina sjóorr­usta Ís­lend­inga ár­ið 1244? 5. ...
Hvítt er svart
6
Myndir

Hvítt er svart

Bens­ín­hák­ur­inn Jeep Wrangler, var fyr­ir ör­fá­um ár­um sagð­ur um­hverf­i­s­vænsti bíll í heimi. Stað­reynd sem mér fannst al­veg fá­rán­leg. Toyota Yar­is Hybrid var í öðru sæti.
Í hverju felst hamingjan í huga þínum?
7
ViðtalHamingjan

Í hverju felst ham­ingj­an í huga þín­um?

Ham­ingj­an hef­ur mis­mun­andi merk­ingu í huga fólks. Hér segja nokkr­ir frá sín­um hug­mynd­um um ham­ingj­una.

Mest deilt

Vilja hækka sóknargjöldin um 280 milljónir
1
Fréttir

Vilja hækka sókn­ar­gjöld­in um 280 millj­ón­ir

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar vill hækka sókn­ar­gjöld á mann til trú­fé­laga um tæp 11 pró­sent mið­að við fyrra ár.
Áföll erfast á milli kynslóða
2
Viðtal

Áföll erf­ast á milli kyn­slóða

Börn sem al­ast upp í óheil­brigðu um­hverfi eru gjarn­an með sjálfs­mynd sem er sködd­uð, þar sem þau trúa því að þau séu ekki nógu góð og gef­ast upp áð­ur en þau hefja bar­átt­una fyr­ir betra lífi.
Af þriðju kynslóð kvenna með fíknivanda og býr á götunni: „Ég er góð manneskja“
3
Viðtal

Af þriðju kyn­slóð kvenna með fíkni­vanda og býr á göt­unni: „Ég er góð mann­eskja“

Amma henn­ar neytti fíkni­efna og mamma henn­ar var fík­ill. Sjálf er hún bú­in að vera í neyslu síð­an hún var tólf ára og varð sprautufík­ill 16 ára. Í dag er hún 23 ára, heim­il­is­laus og hef­ur séð sorg­ina og dauð­ann í heimi þeirra sem eru í neyslu en dreym­ir um að verða dýra­lækn­ir.
217. spurningaþraut: Eftir hvaða fugli heita mörgæsir „penguins“?
4
Þrautir10 af öllu tagi

217. spurn­inga­þraut: Eft­ir hvaða fugli heita mörgæs­ir „pengu­ins“?

Þraut­in í gær, hér er hún. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvað nefn­ist fugl­inn á mynd­inni hér að of­an? * 1.   Ís­lensk leik­kona veikt­ist og varð að hætta að stunda sína list en gafst þó hvergi upp við list­sköp­un og fór að mála mynd­ir með pensli sem hún hélt á í munn­in­um. Hvað hét hún? 2.   „Ást­in er eins og sinu­eld­ur, ást­in...
216. spurningaþraut: „Ríki þetta er kennt við löngu dauðan kóng“
5
Þrautir10 af öllu tagi

216. spurn­inga­þraut: „Ríki þetta er kennt við löngu dauð­an kóng“

Hlekk­ur á gær­dags­ins þraut. * Auka­spurn­ing sú hin fyrri: Í hvaða borg er mynd­in hér að of­an tek­in? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Habbakúk, Hósea, Óba­día, Daní­el, Míka, Jó­el, Jón­as, Amos, Nahúm, Hagg­aí, Saka­ría, Malakí. Hverj­ir eru þetta? 2.   Hvað heit­ir höf­uð­borg­in á Norð­ur-Ír­landi? 3.   Við hvaða fjörð stend­ur Ak­ur­eyri? 4.   Á hvaða haf­svæði var háð eina sjóorr­usta Ís­lend­inga ár­ið 1244? 5. ...
„Ég hefði aldrei átt að enda hérna“
6
Flækjusagan

„Ég hefði aldrei átt að enda hérna“

War­ren Har­ding má bú­ast við að losna loks­ins úr sæti versta Banda­ríkja­for­set­ans þeg­ar far­ið verð­ur að meta for­seta­tíð Don­alds Trump.
218. spurningaþraut: Madonna og Dana, frægir píparar, lönd í Afríku og fleira
7
Þrautir10 af öllu tagi

218. spurn­inga­þraut: Madonna og Dana, fræg­ir píp­ar­ar, lönd í Afr­íku og fleira

Hér er hlekk­ur á þraut­ina frá í gær. Vor­uði bú­in með hana? * Auka­spurn­ing: Á mynd­inni má sjá flug­véla­móð­ur­skip­ið Yorktown stór­lega lask­að eft­ir óvina­árás í senni­lega af­drifa­rík­ustu sjóorr­ustu seinni heims­styrj­ald­ar og háð var sumar­ið 1942. Yorktown sökk skömmu síð­ar, en var þó í vinn­ingslið­inu í þess­ari orr­ustu. Hvað kall­ast þessi orr­usta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvaða lið hef­ur oft­ast orð­ið Eng­lands­meist­ari...

Mest lesið í vikunni

Gögn frá Samherja sýna hver stýrði Kýpurfélaginu sem greiddi fé til Dubai
1
FréttirSamherjaskjölin

Gögn frá Sam­herja sýna hver stýrði Kýp­ur­fé­lag­inu sem greiddi fé til Dubai

Gögn inn­an úr Sam­herja sýna að Jó­hann­es Stef­áns­son kom hvergi að rekstri Esju Sea­food á Kýp­ur. Þetta fé­lag greiddi hálf­an millj­arð í mút­ur til Dubai. Ingvar Júlí­us­son stýrði fé­lag­inu með sér­stöku um­boði og Bald­vin Þor­steins­son, son­ur Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, kom og kem­ur einnig að rekstri Esju.
Kristján telur óþarft að komast að því af hverju starfsmaður ráðuneytis hans lét fresta birtingu laga
2
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Kristján tel­ur óþarft að kom­ast að því af hverju starfs­mað­ur ráðu­neyt­is hans lét fresta birt­ingu laga

Kristján Þór Júlí­us­son, at­vinnu­vega-og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, er ósam­mála því mati stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að kom­ast þurfi að því hvað Jó­hanni Guð­munds­syni gekk til. Ráð­herr­ann tel­ur að máli Jó­hanns sé lok­ið jafn­vel þó það hafi ekki ver­ið upp­lýst.
Formaður Læknafélagsins segir Willum flytja „trumpiskar falsfréttir“
3
Fréttir

Formað­ur Lækna­fé­lags­ins seg­ir Will­um flytja „trump­isk­ar fals­frétt­ir“

Reyn­ir Arn­gríms­son, formað­ur Lækna­fé­lags­ins, vill að Will­um Þór Þórs­son, formað­ur fjár­laga­nefnd­ar, biðj­ist af­sök­un­ar á árás­um á lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Þing­menn eigi að axla ábyrgð á van­fjár­mögn­un heil­brigðis­kerf­is­ins.
Andvígur grímuskyldu og vill „hjálpa“ öðrum
4
FréttirCovid-19

And­víg­ur grímu­skyldu og vill „hjálpa“ öðr­um

Jök­ull Gunn­ars­son, með­lim­ur í Covið­spyrn­unni, dreifði þar ráð­legg­ing­um um hvernig væri best að ræða við lækni til að fá vott­orð til að kom­ast hjá grímu­skyldu. Hann er and­víg­ur grímu­skyldu og seg­ist vilja „hjálpa“ öðr­um.
Af þriðju kynslóð kvenna með fíknivanda og býr á götunni: „Ég er góð manneskja“
5
Viðtal

Af þriðju kyn­slóð kvenna með fíkni­vanda og býr á göt­unni: „Ég er góð mann­eskja“

Amma henn­ar neytti fíkni­efna og mamma henn­ar var fík­ill. Sjálf er hún bú­in að vera í neyslu síð­an hún var tólf ára og varð sprautufík­ill 16 ára. Í dag er hún 23 ára, heim­il­is­laus og hef­ur séð sorg­ina og dauð­ann í heimi þeirra sem eru í neyslu en dreym­ir um að verða dýra­lækn­ir.
Víðir segir siðleysi að beita blekkingum til að losna við grímuna
6
FréttirCovid-19

Víð­ir seg­ir sið­leysi að beita blekk­ing­um til að losna við grím­una

Það er dap­ur­legt að fólk reyni að blekkja lækna til að fá vott­orð svo það sleppi und­an grímu­skyldu seg­ir Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.
Stóra spurningin í rannsókn Seðlabankamáls Samherja og Namibíumálsins er sú sama
7
GreiningSamherjaskjölin

Stóra spurn­ing­in í rann­sókn Seðla­banka­máls Sam­herja og Namib­íu­máls­ins er sú sama

Embætti hér­aðssak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra rann­saka nú út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herja vegna starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namiib­íu. Það sem ligg­ur und­ir í rann­sókn­inni er með­al ann­ars sú spurn­ing hvort Þor­steinn Már Bald­vins­son hafi stýrt rekstr­in­um frá Ís­landi og beri ábyrgð á mútu­greiðsl­um og því að skatt­greiðsl­ur skil­uðu sér ekki til Ís­lands.

Mest lesið í mánuðinum

Svona dreifist veiran í lokuðu rými
1
GreiningCovid-19

Svona dreif­ist veir­an í lok­uðu rými

Lík­urn­ar á því að sýkj­ast af kór­ónu­veirunni eru marg­falt meiri í lok­uðu rými en ut­an­dyra en erfitt get­ur ver­ið að átta sig á hversu mikla nánd þarf til og hversu mikl­ar lík­urn­ar eru á smiti. Eft­ir­far­andi sam­an­tekt er byggð á allra nýj­ustu upp­lýs­ing­um frá vís­inda­mönn­um og heil­brigð­is­yf­ir­völd­um á Spáni og er hér end­ur­birt með góð­fús­legu leyfi dag­blaðs­ins El País.
Leita svara vegna dularfulls andláts í Mosfellsbæ
2
Fréttir

Leita svara vegna dul­ar­fulls and­láts í Mos­fells­bæ

Mariuszi Robak var lýst sem lífs­glöð­um og and­lega stöð­ug­um ung­um manni sem elsk­aði fjöl­skyld­una sína, vini og Ís­land. Það kom því öll­um á óvart þeg­ar hann tók svipti sig lífi síð­ast­lið­ið sum­ar. Bróð­ir hans og besti vin­ur hafa báð­ir efa­semd­ir um að Mario, eins og hann var kall­að­ur, hafi lát­ist án þess að ut­an­að­kom­andi að­il­ar hafi haft þar áhrif á. „Eina skýr­ing­in sem ég sé er að hann hafi gert það vegna þess að hann ótt­að­ist um vini sína eða fjöl­skyldu.“
Heilunin snerist upp í andhverfu sína
3
Reynsla

Andrea Hauksdóttir

Heil­un­in sner­ist upp í and­hverfu sína

Andrea Hauks­dótt­ir leit­aði í óhefð­bundn­ar að­ferð­ir og of­skynj­un­ar­efni til að vinna úr af­leið­ing­um fíkn­ar og áfalla. Mað­ur­inn sem hún treysti til að leiða sig í gegn­um þetta ferli reynd­ist henni hins veg­ar verr en eng­inn, seg­ir hún. Þeg­ar þau slitu sam­skipt­um var hún dof­in, nið­ur­brot­in og barns­haf­andi að tví­bur­um sem hún ætl­aði sér ekki að eign­ast. Kór­ónu skamm­ar er tyllt á höf­uð kvenna, seg­ir hún, um druslu- og þung­un­ar­rofs­skömm.
Aðstandendur vilja skýringar á hvernig fór á Landakoti
4
ViðtalHvað gerðist á Landakoti?

Að­stand­end­ur vilja skýr­ing­ar á hvernig fór á Landa­koti

Fjöl­skyld­ur þeirra sem lét­ust og veikt­ust eft­ir hópsmit­ið á Landa­koti bera starfs­fólki góða sögu, en vilja vita hvað fór úr­skeið­is. Sum­ir gátu ekki kvatt ást­vini sína, en aðr­ir fengu að heim­sækja þá í hlífð­ar­bún­ing­um. Einn að­stand­enda um­gekkst aldr­aða ætt­ingja eft­ir að hafa ver­ið til­kynnt að hann þyrfti ekki að fara í sótt­kví.
Stórskuldugur, landflótta og lögsóttur: Það sem gæti beðið Trumps eftir valdaskiptin
5
FréttirForsetakosningar í BNA 2020

Stór­skuldug­ur, land­flótta og lög­sótt­ur: Það sem gæti beð­ið Trumps eft­ir valda­skipt­in

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti á yf­ir höfði sér fjölda lög­sókna og jafn­vel op­in­ber­ar ákær­ur sak­sókn­ara eft­ir að hann læt­ur af embætti. Þá skuld­ar hann mörg hundruð millj­ón­ir doll­ara sem þarf að greiða til baka á næstu ár­um og gæti þurft að selja stór­an hluta eigna sinna.
Skammaði starfsfólk fyrir grímuskyldu: „Þá verður að kalla til lögreglu“
6
FréttirCovid-19

Skamm­aði starfs­fólk fyr­ir grímu­skyldu: „Þá verð­ur að kalla til lög­reglu“

„Þetta er svo mik­ið kjaftæði,“ sagði Víð­ir Reyn­is­son við því að fólk þrá­ist við að nota grím­ur. Sama dag birti mað­ur mynd­band af sér í Bón­us þar sem hann sýndi dóna­skap vegna grímu­skyldu. Guð­mund­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­us, seg­ir að ef fólk taki ekki rök­um verði að kalla til lög­reglu. Allt að 100 þús­und króna sekt get­ur varð­að við brot­um gegn notk­un á and­lits­grím­um.
Syrgja móður sem lést af völdum veirunnar eftir hvíldarinnlögn á Landakoti
7
FréttirCovid-19

Syrgja móð­ur sem lést af völd­um veirunn­ar eft­ir hvíld­ar­inn­lögn á Landa­koti

Að­al­heið­ur Krist­ín Harð­ar­dótt­ir seg­ir fólk eiga að virða yf­ir­mæli stjórn­valda um Covid-19. Sjálf missti hún móð­ur sína síð­ast­lið­inn sunndag úr Covid en móð­ir henn­ar smit­að­ist á Landa­koti.

Nýtt á Stundinni

Hvar er Valli?
Mynd dagsins

Hvar er Valli?

Reynd­ar heit­ir kött­ur­inn á mynd­inni ekki Valli, held­ur Loð­vík eft­ir sól­kon­ungn­um og frænda sín­um, þeim XIV. Sam­kvæmt Vís­inda­vefn­um er ekki vit­að hve marg­ir kett­ir eiga lög­heim­ili hér í lýð­veld­inu en hrein ágisk­un hjá þeim er um 20.000 kett­ir. Það er nefni­lega því mið­ur ekki til neitt katta­tal hér á landi.
Hvorn kysir þú heldur?
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Hvorn kys­ir þú held­ur?

Þeir eru af svip­uðu sauða­húsi. Þeir stund­uðu báð­ir fast­eigna­við­skipti og fóru það­an yf­ir í skemmti­brans­ann, sjón­varp og stjórn­mál. Þeir ganga báð­ir fyr­ir smjaðri, glæsi­hýs­um með gyllt­um mubbl­um og gull­kló­sett­um, smá­stelp­um, sól­brúnku og lit­uðu hári. Ann­ar söng dæg­ur­lög á súlu­stöð­um og bauð gest­um sín­um í kynsvall á setri sínu í Sar­din­íu. Hinn gekk inn og út úr bún­ings­klef­um kepp­enda í...
Ekki verið að hvetja alla til að sitja heima hjá sér og hitta engan
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Ekki ver­ið að hvetja alla til að sitja heima hjá sér og hitta eng­an

Það er ekki ver­ið að hvetja fólk til að sitja inni og hitta ekki nokk­urn mann, seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir. „Það væri lock-down,“ seg­ir Þórólf­ur og seg­ir að það sé ekki ver­ið fara fram á slíkt. Á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna og land­lækn­is í dag var fólk hvatt til að fara að und­ir­búa að­vent­una og jól­in í sam­ræmi við sótt­varn­ir. Draga ætti úr eða sleppa jóla­boð­um.
Vilja hækka sóknargjöldin um 280 milljónir
Fréttir

Vilja hækka sókn­ar­gjöld­in um 280 millj­ón­ir

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar vill hækka sókn­ar­gjöld á mann til trú­fé­laga um tæp 11 pró­sent mið­að við fyrra ár.
218. spurningaþraut: Madonna og Dana, frægir píparar, lönd í Afríku og fleira
Þrautir10 af öllu tagi

218. spurn­inga­þraut: Madonna og Dana, fræg­ir píp­ar­ar, lönd í Afr­íku og fleira

Hér er hlekk­ur á þraut­ina frá í gær. Vor­uði bú­in með hana? * Auka­spurn­ing: Á mynd­inni má sjá flug­véla­móð­ur­skip­ið Yorktown stór­lega lask­að eft­ir óvina­árás í senni­lega af­drifa­rík­ustu sjóorr­ustu seinni heims­styrj­ald­ar og háð var sumar­ið 1942. Yorktown sökk skömmu síð­ar, en var þó í vinn­ingslið­inu í þess­ari orr­ustu. Hvað kall­ast þessi orr­usta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvaða lið hef­ur oft­ast orð­ið Eng­lands­meist­ari...
Mentor
Bíó Tvíó#181

Mentor

Andrea og Stein­dór snúa aft­ur til að ræða mynd­ina Mentor sem kom út í sum­ar.
„Ég hefði aldrei átt að enda hérna“
Flækjusagan

„Ég hefði aldrei átt að enda hérna“

War­ren Har­ding má bú­ast við að losna loks­ins úr sæti versta Banda­ríkja­for­set­ans þeg­ar far­ið verð­ur að meta for­seta­tíð Don­alds Trump.
Hvítt er svart
Myndir

Hvítt er svart

Bens­ín­hák­ur­inn Jeep Wrangler, var fyr­ir ör­fá­um ár­um sagð­ur um­hverf­i­s­vænsti bíll í heimi. Stað­reynd sem mér fannst al­veg fá­rán­leg. Toyota Yar­is Hybrid var í öðru sæti.
Lífsins tré í kaffi og súkkulaði
Uppskrift

Lífs­ins tré í kaffi og súkkulaði

Mat­ur og nor­ræn goða­fræði hafa lengi ver­ið ástríða Odd­nýj­ar Cöru Edw­ards og hef­ur hún síð­ast­lið­in ár rann­sak­að og kynnt sér heil­næma eig­in­leika asks­ins sem í goða­fræð­inni er kall­að­ur lífs­ins tré. Í raun má nýta alla hluta trés­ins til mat­ar­gerð­ar og Odd­ný þró­ar nú vöru­línu af kaffi, te, súkkulaði og eins kon­ar áka­víti þar sem ask­ur­inn er not­að­ur sem íblöndu­an­ar­efni.
Í hverju felst hamingjan í huga þínum?
ViðtalHamingjan

Í hverju felst ham­ingj­an í huga þín­um?

Ham­ingj­an hef­ur mis­mun­andi merk­ingu í huga fólks. Hér segja nokkr­ir frá sín­um hug­mynd­um um ham­ingj­una.
„Maður á að njóta en ekki þjóta“
ViðtalHamingjan

„Mað­ur á að njóta en ekki þjóta“

Hall­dóra Gyða Matth­ías­dótt­ir Proppé fær sína lífs­fyll­ingu og ham­ingju með íþrótta­iðk­un og úti­veru. Hún þrífst á áskor­un­um og góð­um fé­lags­skap. Smá­at­riði eins og að eiga ekki hjól eða hafa aldrei stað­ið á göngu­skíð­um hafa ekki stöðv­að hana í að taka þátt í þrí­þraut­ar­keppni eða Fossa­vatns­göng­unni.
217. spurningaþraut: Eftir hvaða fugli heita mörgæsir „penguins“?
Þrautir10 af öllu tagi

217. spurn­inga­þraut: Eft­ir hvaða fugli heita mörgæs­ir „pengu­ins“?

Þraut­in í gær, hér er hún. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvað nefn­ist fugl­inn á mynd­inni hér að of­an? * 1.   Ís­lensk leik­kona veikt­ist og varð að hætta að stunda sína list en gafst þó hvergi upp við list­sköp­un og fór að mála mynd­ir með pensli sem hún hélt á í munn­in­um. Hvað hét hún? 2.   „Ást­in er eins og sinu­eld­ur, ást­in...