Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Dýrmætast að veita stuðning og vináttu

Ís­lend­ing­ar hafa tek­ið á móti 549 flótta­mönn­um, þar af 94 frá Víet­nam. Lísa Inga­dótt­ir kom hing­að til lands sem flótta­mað­ur ár­ið 1990, þá ein­ung­is tveggja ára göm­ul. Hún seg­ir hug­ar­far bæði Ís­lend­inga og flótta­fólks skipta sköp­um um hvort vel tak­ist til.

Nafn: Lísa Ingadóttir.
Aldur: 29 ára.
Upprunaland: Víetnam.
Kom til Íslands árið 1990.
Starf: Blómaskreytir.

Hvernig væri líf okkar í dag ef þau hefður ekki flúið? Hvar væri ég ef við hefðum ekki fengið að koma til Íslands?“ spyr Lísa Ingadóttir, en hún var fjögurra ára þegar hún kom hingað til lands ásamt foreldrum sínum frá Víetnam. Fjölskylda hennar hafði búið við sára fátækt og mikla neyð í kjölfar Víetnamsstríðsins og sáu sér þann kost vænstan að flýja land. „Atvinnuleysi var gríðarlegt á eftirstríðsárunum og þeir sem ekkert áttu höfðu í raun engin tök á því að eignast neitt. Foreldrar mínir ákváðu því að flýja land, með mig einungis tveggja ára gamla. Þau fengu far með fiskibáti yfir til Hong Kong því þau höfðu heyrt að þar væri tekið á móti flóttafólki. Við bjuggum í flóttamannabúðum í alls tvö ár, eða þar til Rauði kross Íslands tók okkur að sér.“

Héldu hópinn í upphafi

Lísa segist einungis eiga nokkur minningarbrot frá tímanum í Hong Kong og hún man ekkert eftir ferðalaginu til Íslands. Hún man eftir að hafa farið í leikskóla hér á landi og hefur í raun aldrei haft það á tilfinningunni að hún tilheyri ekki íslensku samfélagi. „Ég var svo ung þegar við komum og þurfti því ekki að læra neitt upp á nýtt. Foreldrar mínir þurftu hins vegar að aðlagast samfélagi og læra tungumál sem var gjörólíkt því sem þau áttu að venjast,“ segir Lísa.

Ísland hefur alls tekið á móti 94 flóttamönnum frá Víetnam. Þeir fyrstu komu árið 1979, nokkrum árum eftir stríðslok. Fjölskylda Lísu var síðan í þrjátíu manna hópi sem kom árið 1990 en jafn stór hópur kom til landsins ári síðar. „Fólkið sem kom árin 1990 og 1991 kom flest frá sama sveitabænum,“ segir Lísa. „Þau þekktust því mörg hver áður en þau komu til Íslands. Fyrstu árin héldum við mikið hópinn og það var mikill samgangur á milli fjölskyldna. Við áttum það sameiginlegt að vera allt í einu komin í nýtt land þar sem við 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.
„Þið eruð djöfulsins fasistar og ættuð að skammast ykkar“
FréttirFlóttamenn

„Þið er­uð djöf­uls­ins fas­ist­ar og ætt­uð að skamm­ast ykk­ar“

Drög að frum­varpi um lok­að bú­setu­úr­ræði hafa feng­ið á sig tölu­verða gagn­rýni í sam­ráðs­gátt stjórn­valda – bæði frá ein­stak­ling­um og sam­tök­um. Er frum­varps­til­lag­an með­al ann­ars bendl­uð við fas­isma, fanga­búð­ir og að­för gegn mann­rétt­ind­um. Rauði kross­inn, Mann­rétt­inda­skrif­stofa, UNICEF og Barna­heill lýsa yf­ir áhyggj­um af vist­un barna í bú­setu­úr­ræð­inu og segja ákvæði frum­varps­ins óljós og mats­kennd.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu