Fjöldi ferðamanna hefur meira en þrefaldast á fimm árum. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu komu 1.767.726 ferðamenn til Íslands árið 2016, en fimm árum áður voru þeir aðeins 540.824. Þessi aukning skapar mörg störf, en oft eru það stöður sem Íslendingar vilja ekki fylla og því er erlent vinnuafl fengið í staðinn.
Þessi grein er meira en 3 ára gömul.
Draumurinn á Íslandi breytist í martröð
„Mér fannst eins og það væri komið fram við mig sem þræl úr þriðja heims landi,“ segir kona frá Póllandi um reynslu sína af því að starfa í ferðaþjónustu á Íslandi. Með örum vexti ferðamannaiðnaðar á Íslandi hafa skapast kjörnar aðstæður fyrir brot þar sem vinnuveitendur nýta sér vanþekkingu erlendra starfsmanna.
„Mér fannst eins og það væri komið fram við mig sem þræl úr þriðja heims landi,“ segir kona frá Póllandi um reynslu sína af því að starfa í ferðaþjónustu á Íslandi. Með örum vexti ferðamannaiðnaðar á Íslandi hafa skapast kjörnar aðstæður fyrir brot þar sem vinnuveitendur nýta sér vanþekkingu erlendra starfsmanna.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.
Athugasemdir